26.6.08

Sumarfrí - föstudagurinn tekin fyrirfram aftur:-)

Jæja það hlaut að koma að því. Sumarfríið loksins að hefjast, á morgun fljúgum við til Íslands og stefnan verður tekin beint á Hornafjöð og brúðkaup. Vá hvað ég hlakka til. Núna finnst mér alveg rosalega langt síðan ég sá Baltasar síðast og það verður svo gaman. Tæpar 3 vikur er nú enginn tími en samt langt og ég skil bara ekki ensku yfirstéttina sem sendir svona unga krakka í fína heimavistarskóla og sér börnin sín um páska jól og sumar. Voða fegin að ég er ekki einhver lady. En hann er búin að hafa það rosa gaman og orðin miklu betri í íslenskunni.

Annars miklar æfingar hjá Sögu og hinum í Dissimlis. Eru búin að vera í æfingabúðum hálfgerðum alla vikuna(kallast Operakamp). Eru að æfa í einhverjum skóla og koma kl 10 á morgnana og eru þar til kl 18 og það er kvikmyndafólk sem er að mynda allann tímann nánast. Í gær var hún á æfingu frá 11 um morguninn til 1530 og aðeins ein matarpása. Þau eru alveg rosalega dugleg þessir krakkar. Og svo gaman að koma þarna, allir hjálpast að og eru saman. Lítil stelpa með downs var að hjálpa eldri manni í hjólastól og fólk búið að kynnast miklu betur. Það er mjög gott því þetta er svo stór hópur sem tekur þátt í sýningunni og mikilvægt að upplifa smá "teamspirit" áður en lokasprettur haustsins hefs. Mig grunar að hann verði ansi harður. Hlakka samt til því það verður svo gaman að sjá þau í Óperunni.

Jæja þetta verður semsagt síðasta færsla fyrir frí og veit ekki hvort ég komi nokkuð tilbaka fyrr en í ágúst. Grunar að fólk sé lítið að ferðast um netheima á sumrin. Fer frekar í alvöru ferðalög.

Lag vikunnar - hvað er betra en sumardiskó frá gömlum tíma.


Góða helgi og frí.

20.6.08

Jarðskjálftatíðni 2008 og fl.


  • Kína - 12 mai 7.8 á richter

  • Ísland - 29 mai 6.1 á richter

  • Grikkland - 8 juni 6.5 á richter

  • Japan - 14 juni 7 á richter


Engum sem finnst þetta obbolítið spúkí? Ég bara spyr.Og talandi um nudd þá fór ég í nudd í gær. Áður en þú ferð eitthvað að öfunda mig af því vill ég taka fram að þetta var djúpvefsnudd svokallað og það er alveg hundvont. Nuddarinn hamaðist á bakinu á mér, öxlum og hnakka svo að ég alveghreint emjaði en á endanum var súrefnisflæðið á þessu svæði orðin með eindæmum gott.Takmarkinu náð. Strax á eftir fór ég svo í brúðkaupsklippingu og fékk þetta fína höfuð og hárrótarnudd hjá ungum makedóníumanni.Það get ég svo svarið að ég er bara miklu skýrari í hugsun eftir þessar meðferðir enda búin að koma upp með ýmsar kenningar um jarðskjálftana og það bara á hálfum sólarhring þar sem allavegna 2 tímar af 12 fóru í að horfa á Indiana Jones slást við rússa. Hver veit nema mínar jarðskorpukenningar eigi eftir að birtast í virtum vísindatímaritum.

En svona út í alvalegri sálma. Lag vikunnar. Ekki hægt að spauga neitt með það enda fæ alltaf svo mikinn valkvíða þegar ég þarf að velja.Er alveg að pína mig að halda sumarfílingnum en hér hefur semsagt verið rok og rigning alveg síðan Ella Sigga fór. Kannski að það takist með þessu lagi. Eitthvað sumar yfir því en skil samt ekki hvað þau eru að brölta þetta í rúminu.



1 vika í endurfundi við einkasoninn. Hlakka svo til.

17.6.08

Eitt stk ættjarðarljóð

svona í tilefni dagsins. Ef maður getur ekki verið ljóðrænn með snert af þjóðerniskennd og á svona dögum þá veit ég ekki hvað!

Þótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót,
frænka eldfjalls og íshafs,
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós,
sonur landvers og skers!

Yfir heim eða himin,
hvort sem hugar þín önd,
skreyta fossar og fjallshlíð
öll þín framtíðar lönd!
Fjarst í eilífðar útsæ
vakir eylendan þín:
nóttlaus voraldar veröld,
þar sem víðsýnið skín.

Það er óskaland íslenskt,
sem að yfir þú býr,
aðeins blómgróin björgin,
sérhver baldjökull hlýr,
frænka eldfjalls og íshafs,
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós,
sonur landvers og skers!

Höfundur:Stephan G. Stephansson

Þetta var uppáhalds ljóðið mitt í bláu bókinni "Skólaljóð" sem margir kannast trúlega við.

Gleðilegan þjóðhátíðardag íslendingar fjær sem nær
- vildi óska að ég hefði eitthvað íslenskt nammi svo ég gæti haldið almennilega upp á daginn. Hipp hipp húrra.

13.6.08

Helgi

Alveg er það makalaust hvað margir á Moggablogginu blogga um Bubba Mortens. Nei segi bara svona!

Annars gerðist slys í vinnunni hjá pabba mínum í gær og hann var fluttur suður þar sem hann gekst undir aðgerð í gærkvöldi. Hef ekkert heyrt frá hvernig það gekk en þetta voru ekki lífshættuleg meiðsli, bara ægilega óheppileg og á eftir að taka smá tíma að verða góður aftur. Vonast til að heyra frá mömmu í dag.

Er annars búin að ákveða að kaupa íslenskar gamanmyndir í íslandsferðinni. "Stellu í Orlofi" því hún er svo fyndin og er viss um að Baltasar hefði gaman að henni. Hugsaðu um þíns eigins typpi hlýtur að vera ein besta kvikmyndasetningin á Íslandi. Og líka "Með allt á hreinu" afþví hún er bara klassísk. Hræðilega illa leikin og bara fyndin í alla staði. Sögu finnst svo skemmtilegt að horfa á söngvamyndir. Og mér líka (nema Mouline Rouge OMG hvað hún var leiðinleg).

Annars bara hræðilegir skógareldar hér í Noregi, þeir stærstu síðan seinni heimstyrjöld. Minnst 10 sumarbústaðir orðnir að ösku og um 75 fjölskyldur urðu að yfirgefa heimili sín því mikil hætta var á að húsin þeirrra gætu orðið eldinum að bráð. Vonandi fer að rigna, búið að spá því alla vikuna bæði á suður og austurlandi en hér er líka mikil hætta á skógareldi en ekkert gerist. Var spáði rigningu í dag og núna er sól úti.

Hey og hver er þessi Unnur sem kvittar hér öðru hverju. Forvitnin alveg að fara með mann.

Nýjar myndir hér.


Þetta var allt sem ég hef að segja þessa vikuna en endaði sem eitthvað bland í poka hjá mér. Svona er það þegar maður lifir óspennandi venjulegu hversdagslífi! Lag vikunnar er í anda sumarsins en samt í rólegri kanntinum.



Góða helgi.

10.6.08

Kominn heim í heiðardalinn

eða sonurinn allavegna. Öndin floginn úr hálsinum og núna hefst íslenskukennsla 101 hjá þeim stutta. Hann er nú ekki iðinn við að æfa sig blessaður en skilur nú mest allt nema nýyrði og fagorð og maður getur nú ekki búist við því heldur.

Svo þið Hornfirðingar sem lesið þetta, ef að þið skilduð hitta lítinn og mjóann strák sem talir ekki svo mikið íslensku þá er það Baltasar minn. Hann ætlar að byrja í sundnámskeiði og fótbollta í dag og verður án efa bissí í þessa 17 daga sem eru í endurfundi.

Annars bara fínt hér, trópíski hitinn sem er búin að vera hér í 10 daga farin og fastir liðir eins og venjulega teknir við.

skjáumst á föstudaginn.

9.6.08

Sitting with the duck in my throat!


OG á eftir að gera það þangað til einkasonurinn er komin alla leið á áfangastað - Hornafjörð.

Meira síðar.

3.6.08

Fyrirfram Föstudagur - aftur

það er komið sumar og sól í heiði skín, vetur burtu farinn og tilveran er fín.

Ella Sigga og Salka að koma á eftir og helgin tekin snemma. Vinn bara fram að hádegi í dag og svo verður maður í hlutverki gestgjafa alla helgina. Gaman. Þarf líka að pakka fyrir litla strákinn minn sem er að fara á Hornafjörð (svona ef það skildi hafa farið fram hjá þér) en það er svo mikið í boði fyrir hann þar að ég fékk alveg valkvíða þegar ég sá bæklinginn frá bænum. Sundnámskeið, leikjanámskeið, fótbollta og frjálsar. Alveg frábært fyrir hann. Og vonandi verður hann orðin fullfær í íslenskunni eftir 6 vikna dvöl. Til þess er nú leikurinn gerður.

Annars hef ég þetta að segja:


  • Josef Fritzl frá Austurríki hefur fengið 300 ástarbréf frá konum sem telja að hann sé misskilinn maður - sé í rauninni umhyggjusamur bangsi með stórt hjarta.Hvaða hálfvitar eru þetta eiginlega. Ég verð stundum alveg pirruð á að hlusta á fréttirnar.

  • Skólaverkfall búið. Hjúkk!

  • Spáð áframhaldandi hita fram yfir helgi með 27-29 stiga hita. Er hægt að kvarta yfir því. Njet.

  • Nú er orðið ljóst að það verður gerð sjónvarpsþáttaröð um Dissimilis og Óperuna. Í allt verða gerðir 6 þættir þar sem verður fylgst með á æfingum, búningarprufum osfr. Saga verður eitt af þeim börnum sem verða aðeins meira í sviðsljósinu að mér skilst. Verð nú að taka þessa þætti upp þegar þar að kemur

  • Ísbjarnarmorðið á Íslandi er í öllum blöðum í Noregi. Vesalingurinn að fá svona drepandi móttöku. Örugglega fullt af krökkum sem óska sér ísbjarnar sem gæludýrs, munið ekki eftir bókinni "Má ég eiga hann". Hann hefði nú glatt eitthvað barnshjartað!


Lag vikunnar er sumarlag, gamalt og gott sumarlag. Chill on!



Góða og blessaða helgi.

2.6.08

Þá er maður búin að sjá KISS

Fyrripartur Laugardags fór í sólbað, seinni partinn fór maður svo að gera sig reddí fyrir tónleikana (sturta,greiða,mála,klæða osfr). Baltasar gisti hjá vini sínum og við keyrðum honum þangað við 5 leitið og ætluðum svo að taka lestina inn í Osló og fá okkur að borða fyrst. Það reyndist nú ekki svo einfalt því öll lestarumferð var í lamasessi vegna framkvæmda og þá þurfti fólk að taka strætó. Þar sem tónleikarnir voru alveg hinumeginn við Osló miða við hvar við búum ákváðum við bara að keyra inn og leggja í miðbænum. Eftir langann rúnt þar tókst okkur að finna bílastæði. Fengum okkur svo að borða og ætluðum svo að taka t-banen(svona hálfgert underground) en viti menn, T-baninn var líka í lamasessi því einhver maður hafði verið að þvælast á teinunum og varð undir lestinni. Á endanum komumst við nú á áfangastað en það tók sem sagt tvöfalt lengri tíma en áætlað - gott að ég sé svo skipulögð að ég er alltaf á undan áætlun þegar ég er að fara að gera eitthvað svona svo við vorum ekki all of sein. Röðin fyrir utan tónleikahöllina var lööööng.

Úti var 27 stiga hiti og sól og ekki var hitinn minni inni í höllinni. Kl 21 stigu svo KISS á svið og þeir spiluðu nonestop í rúma 2 tíma. Það var alveg ljóst að þarna voru vanir menn á ferð. Frábært show og gaman að sjá þá þótt ég kannski ekki færi neitt aftur enda ekki neinn forfallinn aðdáandi. En það var gaman að sjá að þarna voru samankomnar fleiri kynslóðir fólks. Margir milli 50-60 og alveg niður í lítil börn. Rosa stemning og gaman að sjá þá á sviði. En þegar þetta er sagt vill ég samt líka segja að maður getur nú alveg séð í gegnum sminkið að þetta eru engin unglömb lengur og úthaldið ekki eins og áður var. En allavegna, gaman að hafa upplifað þá. það var svo heitt inni að málningin hjá Gene Simmons var meira eða minna komin í klessu svo hann var alveg röndóttur í framan. Og svo átti hann í erfiðleikum með að sjá því svitinn rann alltaf ofan í augun á honum.Frekar fyndið.

Erum svo búin að panta miða á Diana Krall í ágúst. Útitónleikar við Akershus festning. Notalegt það.

Vika í ferðalag einkasonarins.snöff snöff........

skjáumst síðar.