1.5.09

Og í kvöld líkur vetri sérhvers vinnandi manns

Loksins kom vorið. Sól og blíða í dag og í gær og nokkrar freknur spruttu fram eftir hádegissólbaðið í gær. Grillveisla hjá vinum í kvöld. Túlípanarnir í fullum blóma fyrir framan húsið og það er ótrúlegt allt í einu að hugsa til þess að fyrir 8 dögum síðan var enn snjór í garðinum hjá mér. Maður er svo fljótur að gleyma. Og talandi um að gleyma, ég er tvisvar sinnum á 2 vikum búin að koma heilum klukkutíma of seint á fundi sem ég átt að sitja. Ég þessi stundvísa manneskja. Maður er nátturulega alveg í molum!

Annars var París var bara frábær. Þvílíkt flott borg. Við þvældumst um, borðuðum og drukkum vel og höfðum það notalegt. Ég var að vísu hálfgert fatlað fól því ég meiddi mig eitthvað á fæti seinni parts föstudags og haltraði það sem eftir var ferðar og fór ekki jafn fljótt yfir og ég annars hefði gert.Frekar erfitt fyrir mig þar sem ég er vön að labba hratt en ég er mjög svo fylgjandi instant skoðunarferðum. Sjá mikið á stuttum tíma! Það var nú lítið verslað en París er ekki beint ódýr borg. Bara á svipuðu verði og osló. Fór í geggjuðustu búð ever en það var sælkeramatvöruverslun í La Fayette sem er eitt af stórmagasínunum. Svei mér þá það leið nánast yfir mig í þeirri verslun. Annað eins flottheit af mat og kökum, brauði og drykkjum hef ég aldrei áður séð. Verðið svo sem eftir því en það var bara gaman að skoða. Ég væri örgugglega 15 tonn ef ég byggi í þessari mætu borg(yrði að vera rík líka til að hafa efni á þessum sælkeramat).

Byrja í nýrri vinnu á mánudaginn. Gekk út um dyrnar á þeirri gömlu í síðasta sinn á miðvikudag og það voru nú ekki mörg tár sem voru felld. Eiginlega ekki neitt, var alveg köld. Skrýtið eftir að hafa unnið þar þetta lengi.

jæja lítið meira að segja. Vill óska bróður mínum honum Óskari til hamingju með daginn en hann á ammæli í dag hann á ammæli í dag hann á ammæli han óskar hann á ammæliídag.

Lag vikunnar er nú ekki beint stuðlag en það er svona vorlag. Mig langaði svo að hafa það í dag afþví núna er vorið komið og svo er það líka svo afmælislegt!!!!!!



Gleðilegan 1. maí verkamenn og góða vorhelgi.

3 ummæli:

ellen sagði...

já og maísólin skín sko á okkur hérna í Sverige, ég er farin ad hafa smá áhyggjur af thví ad sumarid verdi búid ádur en thad byrji.....
Gott ad heyra um góda Parísarferd, vonandi á ég eftir ad fara í thessa borg einhverntíma!
Til hamingju med nýju vinnuna thína og hafid thad gott í Norge um helgina :)

Álfheiður sagði...

Gangi þér vel í nýju vinnunni og njótið veðurblíðunnar :o)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Gangi þér vel í nýju starfi:)