19.6.09

Gleðilegt sumar

Hef lítið að segja og sýnist að fáir komi hér við þessa dagana. Vorum með skemmtilega heimsókn frá íslandi síðustu helgi og það var bara frábært. Sýningin Jenný sem Saga hefur verið að taka þátt í var sett upp í síðasta sinn og gekk mjög vel og núna er þetta búið sem betur fer. Byrjum á æfingum fyrir íslandsförina hefjast núna um helgina. Já gott að hafa nóg að gera. Var í bátsferð með vinnunni á þriðjudaginn, sigldum um Oslóarfjörðin og fundum okkur smá sker(og það eru engar ýkjur þetta var sker) þar sem við fórum í land og borðuðum rækjur og drukkum hvítvín. Bara næs en veðrið er nú samt ekkert að sýna á sér betri hliðina þetta sumarið. Vonandi verður þetta ekki eitt af "sumrinu sem aldrei kom". Búið að vera nóg að þeim síðustu árin.

Óskar bróðir vann síðustu getraun sumarsins og bað ekki um lag svo að ég vel það bara fyrir hann.Lag vikunnar hefði hann trúlega aldri valið sjálfur. Algjör sumarlaydbakcfílngur á þessu lagi. Lítið meira að segja um það nema að videoið er frábært. Hækka í hátölurunum og grúv on.



góða helgi.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir lagið sys! Hefði ekki valið það sjálfur en......reyni bara að vinna aftur og velja þá sjálfur...skari bró!!

Nafnlaus sagði...

Jú ég kem hér daglega mín kæra, og núna kíki ég frá Ameríku. Góðar kveðjur héðan, Gulla Hestnes

Unknown sagði...

Hejsa
Sumarið hérna er heldur ekkert til að öskra HÚRRA yfir sko.
Yfir og út

Íris Gísladóttir sagði...

Kíki hér reglulega og viðurkenni að ég kvitta nú ekki alltaf. Sumarið hér í firðinum er held ég bara farið! Fór á Jónsmessumót golfklúbbsins í gær. Rokið var ótrúlegt, hélt ég fyki út á hafsauga og er ég nú engin léttavara ;) það var ótrúlega kalt, er ekki viss um að hitastigið hafi verið mikið yfir núlli.

Nafnlaus sagði...

Janet klikkar aldrei .. sumarið kemur og fer hér ... hiti, kuldi, brjáluð rigning ....

Guðrún - DL

ellen sagði...

Sumarid er komid til Gautaborgar og vonandi fáidi thad til ykkar líka :)
Hafid thad sem allra best!
Kvedjur frá Sverige!