4.6.10

Bissí bissí bissí

Mánudagur:
8-16 Vinna
18-21 Fór með Sögu og tilvonandi tengdasyni á Skólakvöldi á Haug skole

Þriðjudagur:
05-18 Fór á fætur, tók flug til Stokkhólm og fyrirlestrar allan daginn
18-nótt Matur og party!

Miðvikudagur:
8-18 Fór á fætur og á fund og flaug frá Stokkhólmi
18 Kom heim og hennti í mig mat
1830-21 Fyrirlestur um Down syndrom og unglingaárin

Fimmtudagur:
8-16 Vinna
1730-19 Leiksýning í skólanum hennar Sögu(hún leikur umhverfisprinsessu!)

Föstudagur:
8-16 Vinna
18-20 íþróttamót - Saga tekur þátt í 25 m sundi
20- ??? Út að borða og djamma með mömmum í bekknum hans Baltasar

Laugardagur:
9-12 íþróttamót - Saga keppir í 100 m hlaupi
12-18 Fótbolltamót Baltasar
19-??? Tónleikar í Osló með Jamie Cullum

Sunnudagur:
9-12 Fótbolltamót Baltasar
12-21 Svíþjóð að skoða bústað

ÉG ÆTLA EKKI AÐ GERA BORU Í NÆSTU VIKU(eða allavegna eins lítið og ég get). Makalaust hvað sumar vikur eru geðveikislega pakkaðar og svo aðrar alveg tómar. En það get ég svarið að ég hef sjaldan verið eins þreytt eins á á fyrsta fyrirlestrinum í Stokkhólmi sem fjallaði um hvernig tryggingafélög reikna út skaðabætur. Man hreinlega ekkert hvað var sagt. Ekkert smá spennandi viðfangsefni fyrir vefhönnuð! Við vorum ansi mörg sem tókum okkur óviljandi powernaps öðruhverju yfir daginn. En svo að sjáfsögðu vaknaði maður á slaginu sex þegar kampavínið flaut og maturinn var borin á borð fyrir okkur. Og það var alveg merkilega góður matur miða við að við vorum svona mörg.

Erum að fara að skoða 2 af 4 bústöðum sem við sáum síðustu helgi. Erum mjög spennt fyrir báðum og viljum sjá þá aftur til að taka endanlega ákvörðun. Kannski verð ég búin að kaupa bústað fyrir lok júní. Og kannski ekki. Maður veit aldrei hvað gerist en ég er nú alveg til í að vera búin með þetta ferli. Er svo fjandi tímafrekt.

Jæja verð að fara að vinna. Ekki hægt að sitja og hanga hér í allan dag.

Hvernig væri nú með eitt gamallt og gott danslag?




Góða sumarhelgi.

6 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég varð hálf þreytt eftir að hafa lesið dagskránna hjá þér:)MEgi næsta vika verða ykkur ljúf.

Ameríkufari segir fréttir sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég varð hálf þreytt eftir að hafa lesið dagskránna hjá þér:)MEgi næsta vika verða ykkur ljúf.

Íris Gísladóttir sagði...

ég vona svo sannarlega að þú fáir að stara út í loftið og gera ekki nokkurn skapaðan hlut í næstu viku

Nafnlaus sagði...

ha ha ha kannast vid svona vikur í maí og byrjun júní..... en thetta verdur betra og svo er sumarid komid :)
//ellen

Nafnlaus sagði...

Ja nokkuð strangt er planið, en allt gengur þetta upp. Kannski ertu líka orðin sumarbústaðareigandi? Kærust frá okkur Bróa.