28.1.07

það var í næturlestinni í Kairó...




að maður hefði alveg getað fengið þennan góða kjúkling sem ég eldaði á föstudaginn. Stundum er ég alveg hlessa yfir hvað ég ramba á góðar uppskriftir.Allavegna þá vill ég endilega deila þessum ljómandi góða kjúlla með ykkur hinum.

Marókanskur kjúklingur með tómötum og safranmarmelaði.


F.4 :: Tími 65 mín

1 kjúklingur
1 laukur hakkaður grófð
3 hökkuð hvítlauksrif
1 tsk saffran
2 msk sjóðandi vatn/eða bara mjög heitt
2 tsk malaður kanil
2 tsk malað engifer
4-6 tómtatar í grófum bitum
3 dl kjúklingakraftur
3- 4 msk fljótandi hunang(verður að vera fljótandi sortin)
100 gr ristaður möndluspænir
ferskt koríander ef maður vill

kjúkl bitaður, saltað og piprað og steikt á pönnu þar til hann er brúnaður á öllum hliðum. Tekin af og laukur og hvítlaukur mýktur á pönnunni. Safran blandað með vatni látið standa smá stund. Þurrkryddinu bætt við laukinn og blandað vel saman, tómötum og saffran bætt út í. Látið sjóða saman í 5 min. Kjúklingnum bætt ut í og kjuklingakraftinum bætt út í, látið malla í 30 mín. Kjúlli tekin af og hækkað á pönnunni. Safinn látin sjóða niður þar til hann er hæfilega þykkur,hunangi bætt út í og soðið þar til það minnir á marmelaði(ekki samt alveg eins þykkt). Kjúlli settur aftur útí og hitaður. Möndluspæni dreyft yfir áður en borið er fram með grjónum og góðu salati.

Gugga til hamingju með sigurinn í síðustu getraun!! Gott að þú vissir hver flutti þetta lag því ég gerði það ekki :-)

22.1.07

Á skíðum skemmti ég mér trallallala rallalalla......


Munið þið eftir þegar Emil í Kattholti varð að draga Anton,sem var með blóðeitrun til læknis? Brjálaður snjóbilur og læti. Svona var veðrið fyrsta skíðadaginn okkar á árinu. Við ákváðum að skella okkur upp í bústað til systur JC, brunuðum uppeftir á laugardagsmorgun og vorum komin í brekkuna um hádegisbil. Geðveikt rok og lárétt snjókoma. Saga búin að gleyma öllu sem hún var búin að læra í fyrra svo að JC var að skíða afturábak með hana fyrir aftan sig til að passa að hún myndi ekki bara húrra niður brekkuna en hún vildi helst bara fara beina leið niður á fullri ferð. Baltasar var eins og áður fullfær um að sjá um sig sjálfur og fór 2-3 ferðir á meðan ég, móðir hans fór eina. Sniglahraðinn á minni var nú frekar skoplegur en þetta var í 3 skifti á ævinni ég fór á skíði og vegna veðurs var ég nú ekkert að láta mig gossa! Var örugglega eins og að sjá mynd í slow motion.Við entumst í brekkunni í 1 1/2 tíma en þá orðin alveg dofin af kulda.
Sunnudaginn snóaði enn lárétt og blés þokkalega en þá ákváðum við að skella okkur á gönguskíði. Mjög praktískt að vera úti í svona veðri því ef maður varð þyrstur var ekki annað en að opna munnin og láta snjókornin bara snjóa beint inn. Núna er semsagt komin vetur í Noregi með tilheyrandi -10 gráðum og KULDA OG SNJÓ. Hvar er regnið þegar ég þarfnast þess?

Til hamingju Ásdís, þú ert aftur sigurvegarinn.

15.1.07

Isn't She Lovely



Sjáið bara hvað nýjasta frænka mín er sæt.Kíkið hér á hana!

Til hamingju aftur Ásdís, maður sér hverjir eru duglegir að koma við hér hjá mér. Er þetta lag eiginlega um rosa þynnku eða hvað?

12.1.07

Happy new year



Jólaföndur og piparkökur voru á dagskrá í skóla og leikskóla allan Desembermánuð hjá báðum krökkunum og var mikill spenningur yfir að jólin væru að koma og að afi og amma myndu koma um jólin. Saga tók þátt í jólatónleikum í Lommedalen kirkju 9 des og dansaði þar engladans og gekk Lucia göngu. Agalega sæt að vanda. Baltasar var Lucia strákur í ár og gekk í leikskólanum. Var voða sætur í hvíta kjólnum sínum með silfurborða um hárið!!

Því miður gerðist það að afi minn á Nesinu dó 2 dögum fyrir jól, það kom nú ekki alveg óvænt því hann var búin að vera veikur og ég hafði farið til Íslands helgina fyrir jól til að kveðja hann því okkur grunaði að það væri ekki langt eftir. Hann var svo orðin betri og við héldum að hann væri ekki alveg að fara frá okkur en svo reyndist ekki vera. Hann var jarðsunginn 4 janúar í Dómkirkju Reykjavíkur. Þetta var erfitt þrátt fyrir að hann væri orðin svona veikur. Þrátt fyrir sorg yfir afa var nú líka gleði þennan daginn því Óskar bróðir og Íris kærastan hans eignuðust litla dóttur þennan sama morgun. Svona getur nú lífið verið skrýtið. Einn kemur og annar fer!

Þrátt fyrir að jólakætin væri ekki í toppformi þá áttum við samt notarleg jól í snjóleysinu hér í Noregi. Mamma og pabbi komu og krakkarnir alsæl yfir því. Við borðuðum fullt af góðum mat og íslensku nammi. Við stefnum á íslensk jól í ár.

Svona að lokum verð ég að krýna vinningshafa síðasta bloggs en það var hún Álfheiður I á Egilstöðum sem var sú klára í það skiftið. Verður spennandi að sjá hver þekkir þetta lag!! Hef eiginlega alveg gleymt þessari spennandi krýningu í hin skiftin svo Ásdís mín,TIl HAMINGJU með Nóvember getraunina!