25.2.11

Hjálp - ég er að verða norsk!!

Ég er búin að fara á gönguskíði 3 helgar í röð. Ef það er ekki norskt þá veit ég ekki hvað. Í 2 skifti hef ég meira að segja farið ein með Sögu. Er mér viðbjargandi? Getur verið að vetrarhatandi manneskjan ég er farin að sjá ágæti þess að líða áfram(á jafnsléttu) með skíði og njóta vetrarins. Á jafnsléttu tek ég samt fram, ég er ekki alveg komin í gírinn í brekkunum. Saga hefur þurft að horfa upp á mömmu sína detta,fyrst á jafnsléttu og svo niður brekku. Sem betur fer er hún ekki orðin það mikil gelgja að henni finnst þetta pínlegt. Ég er búin að finna þennan ljómandi góða staðinn að fara á gönguskíði. Aðeins 3. mín keyrsla, allt flatt nema lítil brekka sem ég vel að ganga upp í staðin fyrir að renna niður, svo gasalega gott fyrir rassvöðvana. Á þessu svæði úir og grúir af allskonar útlendingum, sómölum, asíufólki og aröbum og svo mér. Þetta er greinilega innflytjendaskíðasvæðið. Ég er alls ekki léleg samanborið við mikið af þessu fólki - er greinilega á heimavelli. Finnst svo leiðinlegt að vera alltaf lélegust þegar ég fer á skíði meðal norðmanna. Nei þarna verð ég, alsæl með minn hreim og vöntun á hæfileikum að halda mér uppréttri í brekku og BEST!

Annars er mamma í heimsókn, búnar að fara til Osló og kíkja í búðir, aðeins meiri búðir og svo bíó. Já ég fór að sjá fullorðinsmynd til tilbreytingar í bíó, The black swan. Engin smá fullorðinsmynd það. Mér leið illa í fleiri tíma á eftir. Dem hvað hún var sálfræðilega skerí.

Jæja hvað er hægt að bjóða upp á þennan föstudaginn? Jú hvað annað en þetta eldgamla lag. Lítið stuðlag en gaman að sjá það og heyra engu að síður.



Góða helgi.

18.2.11

Afsakið hlé..

en ég hafði ekki tíma til að skrifa síðasta föstudag. Ég hef eitthvað lítið að segja þessa dagana. Hér bara snóar og snjóar. Er alveg að fara á geði, orðin svo leið á vetri. Hér hefur veturinn verið næstum 2 mánuði lengur en venjulega og maður finnur fyrir því. Annars er mamma að koma hingað á Sunnudaginn og verður viku, það verður gaman að fá hana. Vetrarfrí hjá krökkunum og ég tek mér líka frí svo að við verðum hér heima að gera eitthvað skemmtilegt.

En eins og ég sagði, hef lítið að segja. Minn innri bloggari er í einhverjum dvala, skil það nú vel. Myndi gera það sjálf ef ég gæti. Vakna með vorinu. Vildi að ég væri björn.

Látum okkur dreyma um hlýrri tíma.



Skemmtilega helgi.

11.2.11

hmm.

Snjór!



Have a lovely weekend.

4.2.11

"Ætlarðu ekki að kyssa hana"

Þetta sagði amma mín við mig sem barn/ungling þegar gamlar frænkur komu í heimsókn út á Nes þar sem hún bjó. Ekkert langaði mig eins lítið eins og að kyssa hálf ókunnugar gamlar konur. Kannski voru þær ekki svo gamlar en í barns augum er allt fólk yfir 25 ára gamalt fólk. Börnin mín þurfa ekki að kyssa neinar gamlar frænkur nema þau vilji það sjálf. Annars er það fyndið hvað maður gat hugsað sem barn. Lengi vel hélt ég að piss væri í mismunandi pastel litum og man þegar ég loksins komst að því að svo var ekki. Bjó í Bólstaðarhlíðinni og var um 7 eða 8 ára. Kíkti ofan í klósettið í hvert skifti eftir að ég hafði pissað og komst að því að allir hinir höfðu rétt fyrir sér. Piss var bara ljós gult. Aldrei ljós bleikt, blátt eða grænt. Frekar skúffandi. Þegar við bjuggum þarna átti ég vinkonu sem bjó í sama stiga gangi. Hún kom frá svona stórfjölskyldu þar sem amman bjó með þeim. þau voru 6 sem bjuggu í sömu íbúðinni. Allavegna þá átti þessa vinkona mín systur sem var í gagnfræðaskóla. Hún var komin með brjóst og svaf i stuttermabol. Mér fannst hún gasalega svöl. Það sem ég hlakkaði til að fá að sofa bara í bol. Um leið og ég var komin með aldur til þess hætti ég að sofa í þessum lummó náttfötum og náttkjólum og fór að sofa í bol og hef gert það allar götur síðan með örfáum undantekningum. En brjóstin á henni voru önnur saga, ég held ekki að ég hafi þorað að spyrja hvernig þau urðu til en ég ímyndaði mér að maður fengi brjóst svona allt í einu. Að maður gæti t.d. farið í bað og svo myndu þau bara poppa upp. Já það var margt skrýtið sem maður velti fyrir sér á þessum árum.

Annars er Saga orðin ansi fær að nota vefsíðuna nrk.no sem er ríkissjónvarpið hér. Þar getur hún horft á barnatímann aftur og aftur og aðra þætti sem hafa verið sýndir á þessari stöð. Uppáhalds þátturinn núna er "Jordmödrene" eða ljósmæðurnar. Í þeim þætti eru sýndar fæðingar hér og þar um landið. Argandi konur í fæðingu, ungabörn sem koma út öll blóðug og feður sem hálf líður yfir. Þetta finnst henni alveg einstaklega áhugavert! Sonurinn aftur á móti er allur í tölvunum núna, hann er farin að blogga. Legg út link þegar hann er komin aðeins í gang.

Diskó friskó eitís.



Góða helgi