28.12.07

Kæri jóli. Ertu hérna enn?

Ætlaði nú ekki að blogga meira á þessu ári, var eiginlega komin í bloggpásu en svo fór ég í vinnuna!!! Erum tvö í vinnunni í dag og nákvæmlega ekkert að gera svo ég sá mér ekki annars fært en að skrifa smá hér svona til að hafa eitthvað fyrir stafni. Ætla að reyna að skrifa hægt svo þetta endist eitthvað.

Við erum búin að eignast nýjan fjölskyldumeðlim, hún heitir Amanda. Hún er vélmenni. Hún vill annaðhvort leika sér,fara á koppinn, borða, sofa eða láta faðma sig. Mér þykir líklegt að ég láti ættleiða hana í lok 2008. Verð örugglega komin með alveg nóg af hennar endalausu kröfum. Saga varð voða glöð að fá hana og lék sér við hana fyrsta kvöldið, allur dagurinn eftir fór svo í að horfa á Latarbæjarmyndina sem hún fékk í jólagjöf svo hún hafði ekki tíma til að leika við hana. Um kvöldið bað hún svo Amöndu um að hætta þessum látum! Vupsi.En hún er nú samt ánægð yfir að eiga dúkku sem segist elska hana.

Baltasar fékk skateboard frá okkur. Var alsæll en ekki eins sæll þegar hann fékk að vita að það væri ekki leyfilegt að "skeita" í stofunni. Og úti var frost og svell.

Annars erum við búin að borða á okkur gat.Hef ekki verið svöng síðan löngu fyrir jól. Er eiginlega farin að sakna þess. Ekkert betra að borða en þegar maður er svangur,maturinn bragðast svo miklu betri fyrir vikið.En það sem maður hefur torgað af smákökum og konfekti. Veit hverju ég þarf að byrja á eftir áramót.

En nú er víst föstudagur og ég get nú ekki verið þekkt fyrir að blogga á þeim degi og sleppa lagi vikunnar. Þekki eiginlega engin nýárslög en fannst það svo tilvalið að velja nýárslag. Mundi þó eftir þessu. Alveg sama hvað er hægt að segja um þetta fólk þá voru þau alveg brillíant hljómsveit.




Gleðilegt ár og þakka það gamla.

Vill að lokum leggja til link fyrir ykkur sem hafa 10 mínutur aflögu. Þessi eldgamla mynd er alltaf sýnd um jól eða áramót í Noregi og Danmörku og er alveg ómissandi finnst mér.
Þú getur séð hana hér.

24.12.07

Dagur 24. Kæri Jóli

(ha ha fannst hann bara svo sætur og fyndin að ég varð að velja hann sem bloggjólakortið mitt)


Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þakka innlit á liðnu ári. Vonast til að vera dugleg í blogginu á komandi ári.


skjáumst síðar!
en hvernær það verður veit nú enginn
vandi er um slíkt að spá
eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá

21.12.07

Dagur 21. Kæri Jóli

Á morgun er ár frá því að afi minn á Nesinu dó.
Voru nú smá skrýtin jól í fyrra. Fór til Íslands helgina fyrir jól til að kveðja hann en hann var orðin voða lélegur og það var auðsjáanlegt að hann ekki átti langt eftir. Hann var búin að vera að bíða eftir eilífðinni lengi að eigin sögn. Svo dó hann, ekki óvænt en alltaf samt sorglegt þegar fólk deyr.Sérstaklega fólk sem maður hefur verið svo náin alla æfi. Hann var jarðsettur í janúar svo öll jólin var maður hálf stressaður og sorgmæddur. Daginn sem hann kvaddi formlega fæddist svo lítil stelpa í fjölskylduna. Merkilegur dagur.
Við áttum eitt uppáhaldslag saman. Þegar ég bjó hjá honum og ömmu spiluðum við þetta lag oft og eftir ég flutti þaðan og kom í sunnudagssteikina gerðum við það sama. Þetta síðasta lag ársins vill ég tileinka afa mínum.



Góða helgi

20.12.07

Dagur 20. Kæri Jóli

Þá er búið að kaupa jólagjafirnar.Jibbí jæ.

Allan desember hafa verið aulýsingar í sjónvarpinu fyrir talandi dúkku og Saga hefur nú verið ansi spennt fyrir henni. Ég hugsaði með mér að ég gæti nú farið og skoðað dúkkuna því við höfum alltaf gefið börnunum okkar svo praktískar gjafir og vorum búin að ákveða að vera ópraktísk í ár.Ég út að skoða dúkkuna. Ekki leist mér nú á þetta krípí talandi dæmi og ekki batnaði það þegar mér var sagt frá stelpu sem hafði fengið svona dúkku í fyrra. Eitt kvöldið þegar hún var sofnuð lá dúkkan úti í horni og allt í einu gellur í henni "Ég er einmanna". Mamman fékk næstum því hjartaáfall en þessi krípí dúkka er þá vélmenni dulbúin sem dúkka. Ég ákvað að ekki kaupa svona dulbúið vélmenni.

En viti menn, haldið þið ekki að ég og eiginmaðurinn hafi drifið okkur í shopping leiðangur á föstudaginn í síðustu viku og komið heim með eitt stykki talandi krípí vélmenni dulbúið sem dúkka.Við hugsuðum með okkur að þetta er i fyrsta skifti "ever" að Saga óskar sér einhvers í jólagjöf og ákáðum að verða að ósk hennar. Það er þá alltaf hægt að taka batteríin út ef þetta fer að fara með geðheilsuna hjá manni!

Annars eru pabbi og mamma að koma í dag og það verður voða gaman.

Over and out

19.12.07

Dagur 19. Kæri Jóli



Kveðja frá Noregi þar sem er 10 stiga frost og bara ííískalt. Brrr!

18.12.07

Dagur 18. Kæri Jóli


Kannski eru einhverjir að spá að byrja nýtt líf á nýju ári. Hætta að reykja (done that!) !. Eða fara í megrun (næsta ár!) eða hafa voða fínt heima hjá sér (ekki ég!), eða láta sér nægja að hafa fínt í fataskápunum hjá sér (hmm ekki svo vitlaust ). Ef svo er þá ertu heppnasta manneskja "on þis planet" því ég fann þetta bráðsniðuga video sem kennir manni að brjóta saman boli á "nó tæm" ! Gvuð hvað ég hlakka til að geta nýtt mér þetta á nýju ári. OG svona fyrir ykkur sem ekki kunna svona útlensku - ekki vera leið því ég skil ekki orð sjálf!

þætti fróðlegt að vita hvaða snillingur eyddi tíma í að finna upp á þessu. Enn og aftur og aftur segi ég að sumir hafa bara alls ekki nóg að gera.




Á morgun er alveg komin tími til á eitt jólalag.

17.12.07

Dagur 17. Kæri Jóli


Í dag eiga margir nóg af öllu. Maður er alveg í vandræðum þegar fólk spyr hvað manni vanti. Mér finnst ég ekki vanta neitt, en auðvitað langar manni í fullt af hlutum en ekki af nauðsyn, bara afþví mér langar í eitthvað nýtt og fallegt.

Fleiri hjálparstofnanir eru farnar að bjóða fólki upp á að styðja þá sem minna meiga sín. Svo í staðin fyrir að gefa vinum og fjölskyldu gjafir sem þeim eiginlega ekki vantar eða langar í getur fólk keypt geit, moskítónet,asna grís eða kjúkling handa þeim þurfa á því að halda..Eða svo er hægt að gefa börnum ömmuog svo súpu handa fátækum börnum í Rússlandi. Hvað er betra en að gefa fólki eitthvað sem því sárvantar. Get svarið að ég hefði miklu frekar viljað svona gjöf í staðin fyrir uppþvottaburstan og eldhúsklútinn sem ég fékk í fyrra frá mágkonu minni (ekki til að vera vanþakklát eða neitt!).

Svo er líka hægt að gefa svokallað "microlán" til fólks víðsvegar um heiminn sem er að reyna að stofna fyrirtæki. Maður fær svo að fylgjast með þeim einstakling sem maður lánar peningana til. Mjög sniðug.Hér er ein vefsíða sem býður upp á þessa þjónustu.

Annars það heitasta af okkur að frétta að mér tókst loksins að baka piparkökurnar. Með diggri aðstoð eiginmanns og sonar, eiginlega þá dreif ég mig í heimaspa og þegar ég var búin voru þeir búnir að baka piparkökurnar. En ég var að sjálfsögðu aðalskipuleggjarinn !

14.12.07

Dagur 14. Kæri Jóli

Föstudagur eina ferðina enn. Sem betur fer, sumar vikur eru eitthvað svo langar. Bakaði 2 smákökusortir í gær, eða bjó til deigið.Þarf að baka þær um helgina. Piparkökurnar aftur á móti eru enn á "stand by" !Meira hvað það er erfitt að baka þessar piparkökur.

Fór á þetta ljómandi skemmtilega "eitís show" á miðvikudaginn með mínum heittelskaða. Fórum fyrst út að borða. Það var nú synd að þetta ekki var á föstudegi því maður fór í þvílíkt rífandi stuð. Voru með skemmtikrafta frá Englandi, Katrina and The Waves og Cutting crew sem spiluðu meðal annars "I just died in your arms"".Og svo fullt af nossurum og svíum sem sungu og spiluðu þekkt lög frá þessum tíma.Fullt af fullu fólki sem var á julefrokost og svo við edrú en í banana stuði.


Lag vikunar er tekið úr enskri gamanmynd,sá hana aftur um daginn og komst að því að mér finnst bara þessi mynd bara ansi skemmtileg.Finnast alltaf englendingar svo fyndir.Og þessi karakter er alveg yndislega óyndislegur. Varð nú bara að hafa eitt svona "anti" jólalag með.Og takið eftir pæjunum í laginu, minnir ansi mikið á einn þekktan frá "þe eitís".



Góða helgi, sjáumst á mánudaginn!

13.12.07

Dagur 13. Kæri Jóli




Jólakötturinn er búin að segja upp starfi sínu sem jólaköttur og óskar þess að hér eftir verði komið fram við hann eins og hvert annað barn.

12.12.07

Dagur 12 Kæri Jóli



Sko eins gott fyrir ykkur karlmenn að gefa okkur konum það sem okkur langar í!!!!!

11.12.07

Dagur 11. Kæri Jóli

Ekkert eins jóla eins og ískalt kóla!



mér fannst alltaf strákurinn með kúrekkahattinn svo sætur þegar ég var lítil. Núna eru myndgæðin orðin svo léleg að maður sér bara ekkert hvernig hann lítur út.Kemst alltaf í jólaskap þegar ég heyri þetta, minnir mig á þegar ég var lítil.Hef ekki séð þessa auglýsingu hér í útlöndunum, einhver sem veit hvort þetta sé enn sýnt í því íslenska?

10.12.07

Dagur 10. Kæri Jóli

Jólatónleikar yfirstaðnir og lífið fer að komast í fastar skorður eftir miklar æfingar. Fínir tónleikar að vanda en því miður sá ég Sögu ekki neitt því ég sat á svo vondum stað )-:Ferlega fúlt.Gat ekki einu sinni tekið myndir. En annars gekk allt vel.

Baltasar tók svo þátt í fimleikasýningu í gær og það var voða gaman að sjá það.Sérstaklega þar sem þetta er trúlega sú eina sem hann tekur þátt í, allavegna í bili. Vetraríþróttirnar verða hafðar í fókus eftir áramót og svo ætlaði besti vinurinn að hætta í fimleikum og þá vildi minn maður það líka. Mér finnst fínt að hann fái að prófa sem mest núna þegar hann er svona lítill og getur þá frekar ákveðið hvað hann vill halda áfram með þegar fram líða stundir.

Gerðum tvær tilraunir að baka piparkökur um helgina en fór alveg í hundana í bæði skiftin og prófum aftur í dag. Ferlega eitthvað lint þetta piparkökudeig frá Ikea í ár. Eðalvara eða þannig! Bakað samt eina plötu og fékk piparköku ilminn um allt hús. Og svo eru seríurnar komnar upp. Minn maður dreif sig í búð á laugardaginn og kom heim með þessa fínu útiseríu og hengdi upp. Rosa fínt. Norðmenn eru svo leiðinlegir í þessu ljósastandi að þeir eru varla með seríur.BORING!



Þessir sexý gæjar í hljómsveitinni Garvis(aldrei heyrt um hana en grunar að hún sé gömul)fá að prýða blogginn minn þennan mánudagsmorgun.Þeir eru bara yndislegir og ekkert meira um það að segja. Sjáumst á morgun.

7.12.07

Dagur 7. Kæri Jóli

Föstudagur eina ferðina enn - surprise! Á morgun er jólatónleikar Dissimilis.Búið að vera mikið um að vera þessa vikuna hjá Sögu við æfingar og workshop en það er Dissimilishópur frá Rússlandi sem ætlar að taka þátt í tónleikunum og vikan hefur farið í æfingar með þeim. Þetta er 3. árið sem Saga er með í þessu og orðin hefð. Kemst í þokkalegt jólaskap. Og svo fær maður alltaf tár í augun og svoleiðis því þessar elskur eru svo sæt og saklaus. En það sem þau eru dugleg. Það er einn sem spilar á hljómborð sem er blindur og spastískur, já hann kann að spila og það vel og syngur líka ágætlega. Spilar í kross!! Er það hægt þegar maður er blindur og alltaf með krampa spyr maður sjálfan sig - já greinilega.

Lag vikunar er Himlen i min famn með Carola(komandi íslandsvinkona)sem Dissimilis flutti svo vel í fyrra og verður að segjast þá líkaði mér flutningur þeirra betur enda fíla ég ekki Carola neitt sérstaklega.En þetta er samt voða fallegt lag.

Är du en av tusen små?
Är du han dom väntar på?
Du mitt lilla barn,
en ängel givit namn.

Är du jordens dolda skatt?
Jag fått skydda denna natt.
Är det själva himlen
som jag gungar i min famn.

Vem har tänt den stjärnan som speglas i ditt öga
Himmeldiamanten, över staden betlehem



Tek mér helgarpásu.Verð tilbaka á mánudaginn til þess að koma þér og þínum í jólastemningu!

Góða helgi

6.12.07

Dagur 6. Kæri Jóli

Áttu jóla-gardínur? Ég bara spyr því ég var að lesa blogg hjá íslenskri konu og þar var verið að tala um að gera klárt fyrir jólin og það fyrsta sem hún ætlaði að gera var að setja upp jólagardínurnar. Hvað er fólk að stressa sig á að setja upp jólagardínur? Fatta þetta bara ekki.Hef nóg annað að gera.Eins og að horfa á þessa bráðskemmtilegu jólamynd. Algjört must fyrir hver jól.Ef þú nennir ekki að horfa á alla myndina er smá bútur hér sem ég hlæ alltaf jafn mikið að - allavegna þegar hann verður smámæltur.


5.12.07

Dagur 5. Kæri Jóli


Ertu byrjuð/aður að baka fyrir jólin ???

Ég ætla að baka 15 smákökusortir í ár og laufabrauð, kleinur og jólakrans - eða nei annars held ég láti mig nægja að baka 4 sortir. Ein af þeim verður IKEA piparkökudeig sem við bökum á hverju ári.Svo það verða bara 3 sortir sem ég þarf að hnoða sjálf - eða mamma!!! Nei ætli ég baki ekki Hákonarkökurnar sjálf. Það eru kökur sem ég fann í dönsku blaði og er orðin hefð að baka á mínu heimili. Alltaf gaman að finna upp á einhverjum hefðum sjálf.

Uppskriftin hljóðar svo:
200 gr mjúkt smjör
90 gr flórsykur
75 gr hrámarsipan
1 vanillustöng sem maður skefur kornin úr
tæplega 250 gr hveiti

og líka 1 egg og hrásykur sem deiginu er vellt upp úr áður en það fer í ofninn.

smjörið og flórsykur hrært saman, vanillustöng og marsipani bætt útí. hveiti bætt út í og hrært lítilegga þar til það hangir saman. látið í ísskáð í 1 - 1 1/2 klst. Tekið út og formað í 4 2 1/2 cm rúllur sem er pakkað inn í filmu og látið bíða yfir nótt eða lengur. Eggið slegið og rúllunum velt upp úr egginu og svo hrásykrinum. Skorið í 4-5 mm skífur og sett á plötu. Hent inn í ofn í 12 - 15 mín á 175 gráðum. Látið kólna á grind áður en kökurnar eru settar í jólakökudall einhvern.

Alveg með eindæmum góðar smákökur sem er alveg þess virði að eyða smá tíma í að gera.

Og takk fyrir afmæliskveðjurnar.Ég hélt upp á hann með því að borða ís !! (talandi um spennandi líf)

4.12.07

Dagur 4. Kæri Jóli





Ég á afmæli í dag
Ég á afmæli í dag
Ég á afmæli sjá..álf
Ég á afmæli í dag

Ég er 29 ára í dag
Ég er 29 ára í dag
Ég er 29 ára ég sjá..álf
Ég er 29 ára í dag

eða hvað!

3.12.07

Dagur 3. Kæri Jóli


Jólamánuðurinn var hringdur inn með ælunni kl 4 á aðfaranótt laugardags. Dejlig. Við hjónin á fætur að skúra, sonurinn drifinn inn á bað í hreinsun, bæði utan og innan. Var ekkert smá hreinn allstaðar. Svo tók eiginmaðurinn við !Ælulykt ekki beint til að koma manni í jólaskapið.

En aftur á móti kemst ég í jólaskap af mandarínulykt. Og piparkökulykt. Og lyktin af hangikjöti sem er að sjóða. Ojá, núna verður skrúað upp í jólafílingnum. Fékk geisladisk í fyrra sem inniheldur 100 íslensk jólalög. Hann verður spilaður í tætlur. Íslenskt - já takk. Engin útlensk jól fyrir mig og mína.Hvað er jólalegra en að hlusta á "jólahjól" og borða mandarínur. Fátt held ég.

Undir jólahjólatré er pakki
undir jólahjólatré er voðalega stóóóóór pakki.....

Snillingur sem fann upp á þessu lagi - ég meina hvað er jólalegra en hjól - jólahjól?