30.11.07

Dagur 1(næstum því). Kæri Jóli.

Gasalega lítið að frétta,ein af þessum vikum sem maður veit varla að hafa liðið svo viðburðalítil hefur þessi vika verið. BORING!

En á morgun er komið að því, sjálfur jólamánuðurinn að byrja. Ætla að reyna að vera með jólablogg á hverjum degi þennan mánuð (nema um helgar)með ýmiskonar tónlist, myndum, uppskriftum, tenglum og jólajóla og háfleygum orðum um jólin eins og mér einni er lagið. Hvað maður gerir ekki til að koma fólki í almennilegt jólaskap :-)


Til að hringja inn þennan stressandi en samt skemmtilega mánuð ákvað ég að lag vikunnar væri jólalag sem glymur í útvarpinu alveg þræloft. En aldrei er góð vísa of oft kveðin !(en sem betur fer er hún bara kveðin einn mánuður á ári). Þar sem þetta hefur glumið í eyrunum á manni hver jól síðan "þe eitís" þá kann maður líka tekstann svo vel. Svo taka nú upp hárburstan og syngja með - allir saman nú.



Have a nice weekend!

26.11.07

Gaggó Hepp(í minningunni)

Get svo svarið að fannst mér ég sjá Guðmund Inga gamla skólastjórann minn úr Heppuskóla út í búð rétt áðan. Algjör tvífari! Það var sem rollur færu um mig alla við flashbakkið! Það sem þessi stutti maður gat gert mann stressaðan á árum unglingaveikinnar. Hvernig er hægt að gleyma reglulegu undirborðplötu -spörkunum sem hann heiðraði okkur með þegar uppúr sauð.

Og það glymur enn í eyrunum á mér "þú veraldar sauður og "ég gæti alveg eins talað við vegginn eins og að tala við ykkur". Já hann kunni lagið á okkur unglingunum. Sé hann fyrir mér ganga um í stutterma skyrtu og svörtu klossunum sínum. Afhverju gengur allir kennarar í þessum skóla í klossum eiginlega. Var það til að geta sparkað undir borðin hjá okkur með stæl!

Minn árgangur byrjaði í gaggó einu ári of snemma því það var ekki pláss fyrir okkur í barnaskólanum(eða voru þau bara búin að fá nóg af okkur þar). Stuttu eftir að ég byrjaði í Heppuskóla var kallað á okkur og sagt að nú væri messa. Ég fékk nett sjokk, hélt að við ættum að fara í guðsþjónustu með sálmum og alles. Nei aldeilis ekki, þetta var nafnið á einskonar samverustund með nemendum, kennurum og að sjálfsögðu Guðmundi Inga. Grunar að þetta hafi átt að vera munnlegt skólafréttabréf en oftar en ekki vorum við skömmuð í þessum messum. Eða man allavegna best eftir skömmunum. Eins og þegar Ægir kveikti í einhverjum hugmyndakassa, skildi aldrei afhverju það þurfti að skamma okkur öll fyrir það!

Ekki öfunda ég þessi kennaragrey að hafa þurft að kenna mínum bekk! Það fara trúlega rollur um hjá þeim þegar þeir hugsa um okkur. Ekki allir nemendur hafa reynt að troða enskukennaranum sínum út um gluggann!!

Fyndið að allt í einu gerist eitthvað sem fær mann til að hugsa um löngu gleymda atburði.

Later!

23.11.07

Það er komin fö fö föö fö föstudagur rappetírapp!

Já svona er ég dugleg að rappa.

Föstudagur enn og aftur ef það skildi hafa farið fram hjá einhverjum. Veðrið:rok og rigning - mmmm dejlig. Vikan: lokaverkefni, lokaverkefni og aftur lokaverkefni. Helgarplön: lokaverkefni. Sonur og eiginmaður ætla að leggja land undir fót og heimsækja tengdó í svíþjóð og kaupa vín og annað smátterí fyrir jólin. Við mæðgur ætlum að vera heima saman og hafa það notó (svona þegar ég ekki er að skrifa lokaverkefni).

Lag vikunnar er æðislegt danslag. Ekki eins gamal og marg annað sem ég set hérna.Hækka í hátölurunum og sheik som es.




Gróðahelgi allesammen.

20.11.07

Sumt fólk ..arg....

Gott að hafa stað sem norðmenn aldrei komast, bloggið mitt.

Varð ekkert smá reið á laugardagskvöldið. Það var nefninlega svoleiðis að Sögu hafði verið boðið á afmæli á sunnudaginn,hitti pabba stelpunnar á föstudaginn kl 15:00 og sagði honum að stuðningsfulltrúinn hennar Sögu væri veik svo að hún yrði að koma ein í afmælið(hefur stundum stuðning með sér). Hann sagði að það væri ekkert mál. Við út að kaupa afmælisgjöf sem Saga fékk að velja alveg sjálf og hún var svo sæl. Klukkan 9 á laugardagskvöldið hringdi svo mamma stelpunnar og til að gera langa sögu stutta voru skilaboðin þau að Saga fengi ekki að koma í afmælið nema hún kæmi með stuðning með sér því þau gætu ekki farið að eyða tíma í að elta hana á röndum allt afmælið! Alveg sama hvað ég reyndi að útskýra fyrir henni og fullvissa hana um að það væri ekkert mál í tveggja tíma afmæli að hún væri ein. Nei hún gaf sig ekki og á sunnudaginn varð ég að útskýra fyrir dóttur minni að hún gæti ekki farið í afmælið.Það var svo sem enginn krísa fyrir Sögu því við fundum upp á fullt af öðru skemmtilegu að gera fyrir hana þann daginn en ég varð bara svo reið. Gat kellinginn ekki hringt á föstudaginn svo við fengjum smá fyrirvara og gætum reynt að leita betur (búin þá að hringja í 3 stk.)eða ákveðið straks að hún færi ekki og sleppt þessu gjafa veseni og tilhlökkun hjá henni. Saga harðneitar að hafa mig með sér, verður erfið og reið ef ég er eitthvað að sýna mig við svona tækifæri og mér finnst það allt í lagi því hún er orðin það stór að hún vill vera sjálfstæð. Sumt fólk er bara svo ...eitthvað, á eiginlega ekki orð yfir það.

over and out.

16.11.07

Vikulok

Kuldaboli kominn í heimsókn. Trúlega komin til að vera. Er byrjuð á lokaverkefninu mínu sem ég á að skila 4. des. Brjálað að gera við það. Saga á fullu á æfingum m. Dissimilis. Fastir liðir eins og venjulega (nema það er ekki kviknað í eldhúsinu hjá Indriða!).

Lag vikunnar er bara svo yndislega lummó-skemmtilegt , datt niður á það fyrir tilviljun og bara varð að hafa það með. (Minna svolítið á tvíburana sem unnu alltaf spurningakeppni framhaldsskólana á mínum ungu árum. ) Ef þig langar til að dansa með þá hentar vel að hafa hendur fyrir framan sig og smella saman fingrum á meðan þú hoppar til skiftis til hægri og vinstri og lyftir hnjánum hátt.Elegant danspor á föstudegi.



góða helgi.

14.11.07

Er barnið þitt alltaf að stinga af ?

Hér er lausnin. (Er svekkt yfir að mér hafi ekki hugkvæmst þetta þegar krakkarnir voru sem fjörugust!)Anginn fær meira að segja bangsa til að leika sér að.


13.11.07

63 börn misstu mömmu sína


á síðustu 7 árum hér í Noregi. 72 konur hafa verið myrtar af eiginmönnum eða kærustum á þessu tímabili. 2/3 af morðingjunum hafa verið menn sem upprunalega koma frá öðrum löndum. Þetta er algjör skandall. Í þessu ríka landi þar sem allir monta sig af velstandi og svo þetta. Einhver blaðamaður tók þetta saman og birti í blöðunum og norskir stjórnmálamenn eru alveg í sjokki. Og ég skil það alveg, þetta eru 10 konur á ári + +. Það er eitthvað mikið að. Og hvernig á að túlka það að það eru svo margir útlenskir menn á meðal morðingjana? Hefur norska ríkið brugðist þessum mönnum, hafa þeir kannski ekki fengið vinnu eða fundist þeir vera hluti af þjóðfélaginu. Eða er þetta ekkert tiltökumál að drepa konuna sína í þeirra kúltúr. Finnst það nú ólíkleg. Eru menn búsettir í Noregi (norskir og útlendskir) afbrýðusamari en aðrir menn. Maður bara veit ekki hvað veldur þessu. Ömurlegt, hræðilega sorglegt og ógnvekjandi. Ekki til að eyðileggja daginn þinn eða gera þig þunglynda varð bara að segja frá þessu. Finnst þetta svo hræðilegt.
Have a nice day

9.11.07

Norska Óperan 2008

Saga er í tónlistar og danshóp fyrir þroskahefta sem heitir Dissimilis. Þar er hægt að læra á hljóðfæri, vera með í kór, danshópum, hljómsveitum og svo eru unglinga og barnahópar. Saga er í barnahópi. Það eru Dissimilis hópar út um allan heim orðið og við höfum hitt hópa frá Kúbu, Sri Lanka og Rússlandi. Við sem eigum börn í þessum hóp sjáum hvað svona tómstundir skifta fólk miklu máli. Flestir sem taka þátt eru fullorðir og fyrir marga eru þetta eina frístundarstarfsemin sem þau stunda og það er mjög áberandi hvað öllum finnst æðislega gaman að vera með í þesum hóp. Á hverju ári eru haldnir jólatónleikar, á sumrin er Dissimilisfestival og svo er reglulega sett upp stór sýning. Síðast var sýning 2006 í Tónlistarhöllinni í Osló og eftir það var sama sýning sett upp á 2 öðrum stöðum á landinu og við fórum semsagt í tónleikaferð.

Næsta ári opnar svo nýtt óperuhús í Osló.Dissimilis verður með á opnunarhátiðinni sem eru fleiri sýningar sem verða settar upp næsta haust og setur upp verk sem heitir "Jenný - öðruvísi ópera", þetta verður sýnt 6 november 2008. Í gær var kynningarfundur á verkinu og hlutverkaskránni var deilt út. Þetta verður ekkert smá verkefni. Auka æfingar allt næsta ár, 2 vikur næsta sumar í workshop og ég veit ekki hvað. Maður skildi halda að maður þyrfti ekki að vera að stressa neitt svona heil ár fram í tímann en þar sem allir eru þroskaheftir og æfa bara á kvöldin er þetta örugglega ekkert of snemmt. Það þarf að undirbúa þetta fólk mjög vel og litlar breytingar geta ollið miklu ójafnvægi hjá mörgum. Það var einn á fundinum í gær sem hafði stórar áhyggjur af að hann gæti ekki farið í sumarfrí næsta sumar út af æfingum en fékk loforð um að þetta ætti ekki eftir að eyðileggja nein sumarplön fyrir fólk og hann róaðist samstundis. Sem betur, fer því hann er einn af aðal söngvurunum.

Allavegna þá verður þetta voða spennandi, Saga var valin til að vera "andlit" sýningarinnar ásamt Jóni vini hennar og nátturulega aðal söngkonunni en þau fóru í myndatöku um daginn niður í óperu, ægilega fínar myndir sem verða á leikskránni og plakötum geri ég ráð fyrir.(veit ekki hvort ég má birta myndirnar svo ég bíð aðeins með það) Var meira að segja mynd ef henni á kökunni sem var boðið upp á í gær að loknum fundi. Hef aldrei "borðað" dóttur mína áður. Bragðaðist ágætlega! Svo að ef þú átt leið um Osló í november á næsta ári er bara að drífa síg í óperuna.

Jæja nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir. Lagi vikunnar.Gamalt að vanda(þarf eiginlega ekki að taka það fram lengur). Eitt af mínum uppáhalds ever. Ekkert stuðlag bara voða næs.



Góða helgi allez.

6.11.07

Er frekar laus þessa dagana!

Það er að segja andlaus. Kannski það er allt þetta myrkur sem er að hellast yfir mann Í gær var orðið dimmt kl 15:30, var að vísu mjög þungskýjað en það var búin að kveikja á ljósastaurum kl 4. Það er víst ekki hægt að komast hjá því - veturinn er alveg að koma. Eins og ég er lítið fyrir vetur. Er fín haust manneskja, og vor og sumar en veturinn er ekki alveg mitt uppáhald. Sérstaklega ekki hér í Noregi þar sem er brunnakuldi og snjór í fleiri mánuði.

Fyrsta veturinn minn hér kom fyrsti snjórinn um miðjan oktober og fór ekki fyrr en í lok apríl. Við vorum ekki með bílskúr og það var ekki gaman að setja krakkana inn í kaldann bíl (15 stiga frost á nóttunni)og skrapa rúðurnar á bílnum. Nágrannarnir kvörtuðu þegar ég reyndi að hita bílinn smá áður en við fórum út svo ég gat það ekki. Greyin þau grétu á hverjum morgni þrátt fyrir að ég breiddi yfir þau teppi og dúðaði þau eins og mér einni er lagið. Það get ég svo svarið að ég bölvaði þvílíkt allann þennan vetur - en ég bölva venjulega í mig hita. Og það merkilega við það er að það virkar. Það er kannski afþví ég er svo nálægt djöflinum þá! Eða að ég er svo upptekin við þetta að ég gleymi hvað er kallt. Hver veit.

Enn eitt er víst og það er að mér er farið að hlakka til jólana. Pabbi og mamma koma og það er bara alltaf svo gaman á jólunum. Verð alltaf eins og 5 ára á aðfangadagskvöld, svooo gaman að opna pakkana og borða góðan mat og hafa það notalegt í hreinu og fínu húsi. Jibbí. Var meira að segja að spá hvort ég ætti að vera með jólablogg, svona dagatal eiginlega. Sé til hvað ég geri.

2.11.07

Tíminn líður hratt!

Man þegar ég var barn og unglingur og manni fannst tíminn alveg geðveikt lengi að líða. Þeir dagar eru löngu horfnir. Núna fljúga árin áfram á þvílíkum hraða að maður verður bara alveg bit. Enn einn föstudagurinn að skella á. Vikan bara svona meðal vika. Setti vetrardekk á bílinn því nú er farið að kólna hér. Frostið á næsta leiti.

Pantaði mér nýjan sófa en hinn er orðin aðeins of lítill fyrir okkur. Sitjum ekki beint kósí þegar við öll erum samankomin þar, meira eins og sardínur í dós. SVO ÓSKAR ÉG TEK MYNDIR ÞEGAR NÝJI SÓFINN VERÐUR KOMIN Í HÚS.

Lag vikunnar er aldrei þessu vant ekki frá mínum unglingsárum.Það er frá mínum fyrstu árum í Köben. Margar góða minningar sem tengjast þessu lagi.Og svo er nú ekki verra að þarna er íslandsvinur á ferð!



OG ekki má gleyma að tilkynna að núna er komin vetrartími hér svo að það er bara klst. munur á Íslandi og Noregi.Vill líka minnast á að það er komin vetur, hitastig núna kl 8:57 er 0.7 gráður.

Hev a næs víkend.