18.12.09

Bráðum koma blessuð jólin

og börnin farin að hlakka til og ég líka. Baltasar fann bækling sem heitir Gadget Bibelen og í honum var óskalisti þar sem hægt er að lista upp 22 hluti sem maður óskar sér í jólagjöf. Við hjónin hljóum okkur máttlaus þegar við lásum listann hans og hér er smá samantekt yfir það sem drengurinn óskar sér.

nr 1.

Sturtu"munnstykke" sem mælir hitastigið og sýnir með ljósi hvaða hiti er á vatninu (skil ekki að við höfum ekki reddað okkur svona fyrr).

nr.2

Serpentin spray - say no more!


nr.3
Ice Invaders - hægt að búa til klaka sem eru í laginu eins og gamla tölvuspilið sem var alltaf á Shell hér í den.

nr. 4

Tómatsósu og Sinnepsvopn. Skil það nú ekki því hann borðar hvorugt.

nr.5

Klósettljós. Praktískur getur hann líka verið þessi elska.


nr.6
Upplásinn ölkrús. Vill minna á að hann er að aðeins 8 ára og þetta veldur mér þó nokkrum áhyggjum.


nr.8.

Sprengju hátalarar. Mjög svo skiljanlegt, maður getur aldrei haft of hátt heima hjá sér.


nr.8

Þarfnast engra útskýringa ég meina hvaða 8 ára strák þætti ekki æði grilla pulsu með þessu tæki!

Það var fullt meira á þessum lista og allt alveg jafn brúklegt. Við ætlum að athuga hvort við fáum ekki eitthvað af þessum lista sem hann svo fær frá jólasveininum. Verður samt ekki uppblásna ölkrúsin eða grillpinninn. Þegar ég spurði Sögu hvað hún vildi um jólin svaraði hún "jólamat" svo að ég verð víst að vera aðeins nákvæmari næst þegar ég spyr. En jólamat fær hún þessi elska.

Annað um Baltasar. Hann er frekar upptekin af hvernig hann lítur út og fylgist náið með hvernig stóru strákarnir klæða sig og apar svo eftir og einn morguninn sagði hann allt í einu að hann óskaði sér vetrargalla, svona heilgalla. Þar sem hann á bæði skíðaúlpu og buxur og eitt sett auka fór ég nú ekki að eltast við þessa ósk hans og kaupa alveg nýjan galla svo að ég skellti mér í búð hér í nágrenninu sem selur notuð föt. Hef oft keypt regnföt þar þegar krakkarnir voru í leikskóla og þurftu að eiga tvennt af öllu. Allavegna, þá fann ég þennan forláta heilgalla, skær gulan með svörtu á ermunum og ákvað að taka sjensinn. Keypti gallan og varð minn maður bara svona rosalega ánægður með gallann. Hugsaði með mér ef einhver kemst upp með að ganga í svona galla og vera kúl í honum þá er það sonur minn því honum er nokk sama hvað fólki finnst um hann og ber höfuðið hátt þegar hann er öðruvísi en allir hinir. Bekkjafélagarnir eiga trúlega eftir að halda að þetta sé nýasta tíska þegar Baltasar verður búin að sýna þeim gallann og eitt er víst að ég á alltaf eftir að vita hvar sonur minn er þegar hann er klæddur þessari flík.

Annars bara fínt. Byrjuð í sjúkraþjálfun með bakið á mér og vona að það fari að hjálpa. Er búin að senda öll jólakort og kaupa gjafirnar og ætla að hella mér í konfektgerð um helgina. Búin að baka 3 sortir og læt mömmu baka eina þegar hún kemur en hún er betri bakari í þeirri sortinni. Semsagt er tilbúin fyrir jólin.

Þetta verður síðasta blogg fyrir jól og vill ég bara á endanum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi bloggári. Verð að vinna milli jóla og nýárs og blogga trúlega smá svona til að segja ykkur leyndarmálið.

Lag vikunar er íslenskt jólalag með afburðar góðu myndbandi. Hef bara sjaldan séð eins flottar tæknibrellur og vildi deila því með ykkur, því maður á að deila með öðrum um jólin. Og svo verða allir að syngja með Bo og Ruth! Og getur einhver sagt mér hvern þetta barn er að hitta við þetta fangelsi. Gera börn svona?



Góða helgi og allt það.

11.12.09

Kæri jóli

Voða lítið að segja núna. Vinn alla daga og jólast þess á milli. Búin að kaupa flestar jólagjafirnar, vantar að kaupa handa Sögu. Held að hún fái gönguskíði og föt. Baltasar fær snowboard og skó í stíl. Svo erum við með smá leyndó í gangi sem ekki verður sagt frá fyrir eftir aðfangadag og nei ég er ekki ólétt.

Er alveg ægilega tilbúin í smá jólafrí núna.

Held mig í jólafílingnum þessa vikuna.


Gróða helgi.

4.12.09

nei sko!

Hver á afmæli í dag?? Það var ég :-D eða kannski er það ekki neitt til að brosa yfir. Síðasti afmælisdagurinn sem 30 og eitthvað og ég sit langt úti í rassi í hinum endanum á Olsó á hundlélegu námskeiði. Svo lélegu að ég á eftir að biðja um afslátt ásamt hinum 2 þáttakendunum sem eru jafn óhress með gæðin og ég. Skítt með það.

Annars bara lítið. Byrjuð svo smátt að jólast. Seríurnar verða hengdar upp á morgun, gleymdum að kaupa hefti til að hefta þær upp. Ætlum að skreyta piparkökuhús og baka piparkökur um helgina og fara á jólamarkað. Fyrir utan þetta er Baltasar að fara í prufutöku fyrir einhverja kvikmynd. Var eitthvað fólk í skólanum í síðustu viku með svona odisjon og hann spurði mig hvort hann mætti vera með. Hann sagði að þetta væri fyrir auglýsingar sem eru sýndar á undan trailer í bíó, það eru bara ljósmyndir með tekstum. Svona auglýsingar fyrir lokalbúðir og álíka. Jú ég hélt að það væri bara gaman fyrir hann. Svo var hringt í gær frá einhverri umboðsskrifstofu og sagði að hann hefði komist áfram. Það voru 800 strákar sem voru prófaðir og 7 sem komust áfram!! Eitthvað hefur sonur minn misskilið þessa prufu í síðustu viku í skólanum enda er hann ekki alltaf með höfðuðið með sér en allavegna þá langaði honum að fara í þessa prufutöku og við ákváðum að leyfa honum það. Gaman fyrir hann að prófa eitthvað nýtt.

Er í flýti hér að finna lag fyrir vikuna. Held að ég hendi mér í smá föstudags chilli með góðum gæjum.



Meira næst.
Góða helgi.