29.10.10

Fyndið fyndnara fyndnast

"Once upon a time there was a lovely little sausage called Baldrick and it lived happily ever after" Veit einhver úr hvaða þáttaröð þessi fræga setning kemur úr? Hló mig máttlausa þegar ég sá þennan þátt. Ég er að öllu jöfnu ekki manneskja sem hlær mikið af bröndurum. Það er ekki það að mér finnist ekki brandarar fyndnir, bara ekki nógu fyndnir svo að ég skelli upp úr. En ég get samt enn hlegið yfir bjána myndum og gamanþáttum. Hlæ alltaf yfir Friends og Fraiser. Hlæ aldrei yfir Seinfeld!! Fyndasti þáttur sem ég hef séð til þessa var Frasier þáttur þar sem var verið að setja upp útvarpsleikrit. Ég hló svo mikið að ég sá bara hálfan þáttinn og hló hinn helminginn og missti því af restinni. Dó næstum því út hlátri. Næsta skifti sem ég sá þáttinn komst ég aðeins lengra en hló aftur svo mikið að ég sá ekki endirinn. Þriðja skiftið var ég stödd í flugvél á leiðinni til Íslands. Sá allan þáttinn loksins er hló samt alveg þvílíkt, fólk hélt trúlega að ég væri eitthvað að bilast. Hreinlega með því fyndnasta sem ég hef séð um ævina. Hér er smá partur úr þessum þætti. Horfa! Fyndið.

Annars er haustið hér í algleymingi, snjórinn sem betur fer farin og komið rigning og rok. Svona eins og haust eiga að vera. Erum enn á kafi í eldhúspælingum, skifta um vatnskút/tank og bara það sama og síðast. Ætla ekki að útskýra hvað er á botninum á 40 ára gömlum vantstanki - bara úlekkert. Annars gerist svo voða lítið á einni viku, James Bond lífið sem ég ímyndaði mér að ég myndir lifa hefur einhvernveginn látið bíða eftir sér. Sem betur fer verð ég að segja, hef ekki tíma í svoleiðis aksjon. Verð með enn eina afmælisveisluna fyrir heimasætuna í kvöld. Núna verður Downs genginu boðið, 6 hressir krakkar með downs og tvö börm með önnur heilkenni koma hér í kvöld og borða pizzu og gera eitthvað skemmtilegt. Það er nóg aksjón fyrir mig. Maður veit aldrei hvað getur gerst á svoleiðis samkundum.

Hugsa um að henda inn nokkrum tapas uppskriftum næst.Á eina vinkonu sem ég var búin að lofa að senda henni uppskriftir en get alveg eins sett þær hér á bloggði, þá fá fleiri að njóta.

Best að chilla með þessu gamla góða lagi. Takið eftir mjaðmahreyfingunum. Maður er bara smá abbó yfir þessum hæfileikum.



Gleðilega helgi.

22.10.10

Vetur konungur

Það snjóaði í nótt. Greit!! Ég er engan vegin andlega undirbúin fyrir snjó og kulda svona snemma á árinu. Ég hef í gegnum árin orðið meira og meira viss um að ég sé ekki sú sem ég held að ég sé. Mig grunar að ég sé prinsessa frá heitari löndum sem lenti í rugli á fæðingardeildinni og var bíttað út með öðru barni.Grunar að ég komi frá einhverri Kyrrahafseyju. Ég hef aldrei vanist þessum kulda sem er hérna megin í heiminum. Eða því að vera ekki rík. Aldrei vanist því. Þarf að fara að grúska í þessu núna þegar ég er að nálgast það að hætta að vera þrjátíuogeitthvað. Komin tími til að fara heim í hitann- svona áður en ég fæ gigt!

Annars er allt í sómanum hjá okkur. Miklar eldhúspælingar. Ætlum líka að skifta út heitavatnskútnum. Fékk pípara til mín um daginn, hann kíkti á kútinn og sagði svo að þetta væri nú eignilega antik og að ég ætti að stilla honum upp í stofunni minni. Skil ekki svona, er 40 ár nú einhver aldur! En við þorum samt ekki öðru. Kannski að svona tankar séu eins og hundar, eitt ár jafngildir 7 mannsárum. Þá er nú kúturinn aldeilis gamall. Ef ekki er hann bara á besta aldri.

Svo mikið af lögum að velja á milli. Ákvað að hella mér út í íslenskt frá þeim góða tíma þe eitís. Mér finnst þetta vera eitt besta eitís lagið sem kom út á íslandi. Og þetta video er nú bara alls ekki svo slæmt miða við aldur. Ég meina það var nú ansi mikið skrýtið sem var gert á Íslandi á þessum tíma í videoframleiðslu.




Góða helgi.

15.10.10

Afmælisblogg


Litla stóra stelpan mín átti afmæli í gær. Að það séu liðin 11 ár frá því að hún fæddist er alveg ótrúlegt. Man fyrstu dagana og vikurnar og hvað manni kveið fyrir framtíðinni. Danmörk er ekki landið að fæða barn með Downs í, neikvæðnin alveg í hámarki og manni nánast engin von gefin um að geta nokkru sinni lifað venjulegu lífi. Þvílíkt rugl. Aðeins örfáar manneskjur sem sáu fólk með Downs sem einstaklinga sem eiga rétt á eigin lífi eins og annað fólk. Því miður er þetta fólk í minni hluta og þess vegna fæðast nánast ekki börn með Downs í Danmörku lengur. Sorglegt.

Sá auglýsingu um daginn frá einhverju bæjarfélagi í Danmörku þar sem var talið upp hvað ein manneskja með Downs kostaði samfélagið. Það var verið að auglýsa snemmómskoðun!! Ég hef prívat og persónulega engan áhuga á að vita hvað dóttir mín kostar í aurum og krónum. Ef á að byrja á þessu er ekki þá fínt að drífa sig í að finna dópista og alka genið og eyða þeim fóstrum líka því þetta fólk getur nú aldeilis kostað samfélagið eitthvað. Og hvað með einhverfa, eða lesblinda eða fólk með ADHD. Skil ekki svona. Mér finnst að það eigi að vera pláss fyrir alla. Ef fólk vill eyða fóstri með Downs er það þeirra einkamál en fólk ætti samt að kynna sér fyrst hvað það er að vera með Downs. Maður á ekkert verra líf þótt maður eigi barn með DS og einstaklingar sem eru með þá fötlun lifa ekkert verra lífi en við hin. Mikilvægt að ekki gleyma að ekki allir skilgreina gott líf á sama hátt og við. Auðvitað finnast börn sem eru meira fötluð en Saga sem getur gert lífið flóknara en maður getur líka fætt hraust barn sem fær t.d krabbamein. Maður veit aldrei hvað lífið bíður upp á. Eins og Forrest sagði, "lífið er eins og askja með súkkulaði. Maður veit aldrei hvað maður fær." Ég fékk allavegna góðan bita með henni Sögu minni. Held að hún sé marsípan eða romm og rúsínu biti!

Þekkti litla stelpu með Downs í DK sem hafði verið yfirgefin af foreldrum sínum þegar hún var 4 daga gömul. Hún bjó á barnaheimili fyrsta árið. Þegar ég hitti hana í fyrsta skifti var hún komin til fjölskyldu sem óskaði að ættleiða barn með DS. Þá var hún 18 mánaða og ekki farin að sitja því þau á barnaheimilinu gáfu henni enga örvun. Næsta hálfa árið fór henni ótrúlega fram. Nýja fjölskyldan var alsæl með litlu stelpuna sem þau höfðu óskað sér og fengið. Við komumst að því saman við mömmurnar að foreldrar hennar áttu hana ekki skilið. Fólk getur verið svo vont.Jæja þetta var smá hugleiðing í tilefni dagsins.

Annars verður bowlingveisla hjá minni í dag. Bananastuð finnst mér líklegt.Fyrir utan það allt fínt. Erum búin að ákveða að ráðast í framkvæmdir í eldhúsinu eftir jól. Skifta um innréttingu, fjarlægja veggi og upgrade fullt af drasli. Var með pípara hjá mér á mánudaginn sem sagðist aldrei hafa séð svona gamlan hitavatnstank áður!! Gasalega kvíður mér fyrir þessum vikum þar sem allt verður á hvolfi og ekki hægt að elda. En gasalega hlakkar ég líka til þegar þær vikurnar verða búnar og allt orðið nýtt og fínt. Já svona getur maður nú verið klofin stundum!

Lag vikunnar er ægilega fallegt lag fyrir prinsessuna mína.



Góða helgi.

8.10.10

Hefði átt að blogga í gær

Búin að vera í fríi alla vikuna með mömmu. Búin að hafa það náðugt en hefði nú átt að fatta að blogga meðan ég var í fríi. Kom í vinnuna áðan og sá að það biðu mín um 30 mailar, flestir með ósk um að ég redda hinu og þessu. Semsagt ekki tími til að hygga sig með bloggi. Heyrumst eftir viku, þá á prinsessan mín afmæli.

Enn eitt gamallt og gott.


Helgi!

1.10.10

Ingaló og Kónguló

Mamma er að koma á sunnudaginn og verður hjá okkur í viku meðan haustfríið er. Aldrei þessu vant tek ég frí í haustfríinu og verð heima með krakkana og mömmu. Hef hreinlega ekki verið heima svona marga daga í röð þegar er frí. Maður er alltaf að andskotans eitthvað út og suður í fríunum. Hreinlega dejlig að vera bara heima og gera ekki neitt. Ætlum að kíkja á Míró sýningu, fara til Oslóar og svo ætla ég að bjóða múttu út að borða á ægilega spennandi Sushi stað sem mig hefur svo lengi langað að borða á. Húsbandið er því miður ekkert ægilega spenntur fyrir svoleiðis mat.

Annars er allt á kafi í kóngulóm hér þessa dagana. Nú er orðið kallt úti og allar vilja þær inn. Húsbandið drap eina um daginn sem var á stærð við kálf - eða nálægt því allavegna. Ég var svo hugrökk að ég sat uppi á borði á meðan. Er nú samt orðin minna hrædd við þessi kvikindi með árunum en þegar þær eru komnar upp í vissa stærð segi ég pass.

Þessi vika er búin að vera algjör geðveiki. Við Saga komum heim kl 2015 á mánudaginn, Baltasar hálftíma seinna og húsbandið enn einum hálftímanum seinna. Þriðjudag komum við öll heim eftir kl 20, miðvikudag sama og líka í gær. Þar að auki hef ég verið að æfa mig að segja linsur í Sögu, þurft að klemma því inn í dagskrá vikunnar og það hefur ekki verið allaf auðvelt. Sérstaklega þar sem ég er svo klaufsk að þetta tekur mig hálftíma.Meira sem ég er léleg í þessu linsudóti. Mikil blessun að Saga er eins þolinmóð og hún er. Núna er bara að bíða og sjá hvort augun á henni þoli linsurnar í lengri tíma í einu. En núna á að slappa af um helgina. Förum með vinafólki í fjallakofa yfir helgina. Spáð rigningu að sjálfsögðu en pakkaði regnfötum á liðið og svo er bara að koma sér út og hreyfa á sér rassinn.Jibbí. Rosalega hlakkar ég annars til að sjá nýju Harry Potter myndina.

Enn held ég áfram leitinni að löngu gleymdu lögunum. Heyrði þetta í útvarpinu um daginn og fattaði að ég var alveg búin að gleyma þessu.



gróðahelgi.