26.6.09

Minning um mann

Ég verð einhvernveginn alltaf jafn hissa þegar frægt fólk deyr, ég veit ekki afhverju því ég geri mér grein fyrir að þetta fólk er dauðlegt eins og við hin venjulegu svo að mér brá við að lesa að Michael Jackson væri dáin. Það var hægt að segja ýmislegt um hann en það var ekki hægt að taka frá honum að hann var stórmenni innan poppheimsins. Já karl greyið, hann hefur trúlega ekki átt svo auðvelt líf þrátt fyrir frægð og frama. Frekar skrúaður. Annars man ég þegar Elvis dó og John Lennon og svo auðvitað Freddy Mercury. Rás 2 spilaði ekkert nema Queen lög í 2 heila daga en ég man það því ég var að vinna í síld og var með heyrnatól með útvarpi í og mér var komin með Queen ofan í kok. Heyrði 3 lög með Michael J í morgun svo að honum verður minnst í útvarpi og sjónvarpi og blöðum næstu daga. Að sjálfsögðu.


En núna skín sólin. LOKSINS. Búin að vera bongóblíða allal vikuna. Sat á miðvikudaginn í garðinum hjá yfirmanni mínum og borðaði krabba,bláskel og annað góðgæti úr hafinu og drakk kampavín. Stundum er lífið svo ljúft. Höfum setið úti á hverju kvöldi í nánast engu enda mjög heitt. Það var 29 stiga hiti þegar ég kom heim úr vinnunni í gær. Engin ástæða til að kvarta yfir neinu þá. I kvöld er það grill með nágrönnum, Mojito og chill og svo ströndin á morgun. Um að gera að safna smá b vítamínforða í sólinni.

Lag vikunnar ætti ekki að koma á óvart eftir atburði næturinnar. Hef aldrei valið lag með Michael á föstudögum, ekki af neinni sérstakri ástæðu. Hef bara ekki komist í það enn en geri það í dag til að minnast hans. Þetta lag var alltaf uppáhaldið. Ég var stödd á skólaballi í Nesjaskóla þegar ég heyrði það í fyrsta skifti. Man það svo vel því mér fannst það æði.



Góða sumarhelgi.

19.6.09

Gleðilegt sumar

Hef lítið að segja og sýnist að fáir komi hér við þessa dagana. Vorum með skemmtilega heimsókn frá íslandi síðustu helgi og það var bara frábært. Sýningin Jenný sem Saga hefur verið að taka þátt í var sett upp í síðasta sinn og gekk mjög vel og núna er þetta búið sem betur fer. Byrjum á æfingum fyrir íslandsförina hefjast núna um helgina. Já gott að hafa nóg að gera. Var í bátsferð með vinnunni á þriðjudaginn, sigldum um Oslóarfjörðin og fundum okkur smá sker(og það eru engar ýkjur þetta var sker) þar sem við fórum í land og borðuðum rækjur og drukkum hvítvín. Bara næs en veðrið er nú samt ekkert að sýna á sér betri hliðina þetta sumarið. Vonandi verður þetta ekki eitt af "sumrinu sem aldrei kom". Búið að vera nóg að þeim síðustu árin.

Óskar bróðir vann síðustu getraun sumarsins og bað ekki um lag svo að ég vel það bara fyrir hann.Lag vikunnar hefði hann trúlega aldri valið sjálfur. Algjör sumarlaydbakcfílngur á þessu lagi. Lítið meira að segja um það nema að videoið er frábært. Hækka í hátölurunum og grúv on.



góða helgi.

12.6.09

Heimtaði með þjósti peningana og bankastjórann hneppti í bönd.

Laugardagur:Fótbolltamót. Í matinn: kanelbollur
Sunnudagur: Dissimilsæfing frá kl 12-17. Í matinn: spagettí.
Mánudagur: Saga eyrnalæknir kl 16 og kl 17 gjafakaup handa kennurum. Í matinn: afgangar
Þriðjudagur:18-21 Opin skóli hjá Sögu með skólaslútti á eftir. Í matinn: kaldur fiskur(ekki sushi)
Miðvikudagur: Pabbi og Steinunn komu, Skólaslútt hjá Baltasar. Í matinn:salat
Fimmtudagur: Fara í matarboð. Í matinn: hlaðborð.
Föstudagur: 8 manns í mat og þau fá súpu.
Laugardagur: Generalprufa kl 16 á óperunni Jenný á Oscarsborg sem er eyja langt út í hafgapi, kl 19 sýning á óperunni Jenný. Heimferð með bát ca 2130-22 og klst keyrsla eftir það heim. Í matinn: verður sleppt þennan daginn.
Sunnudagur: Slappa af og skemmta Viggó. Í matinn: Grill(afþví að ég er búin að panta sól).

Næsta vika - alveg eins.

Vá hvað ég er farin að hlakka til að fara í sumarfrí. Búið að vera geðveikt að gera síðan um miðjan maí en eftir næstu viku fer þetta að róast. Sem betur fer. Skil ekki þetta æði að hafa sumarslútt á öllu mögulegu. Brjálað að gera í nýju vinnunni líka. Gaman gaman.

En sumarið er samt ekki alveg að standa sig svona veðurfarslega séð. Hey og húsbandið búin með vatnalistaverkið í garðinum. Erum búin að kaupa vatnaliljur og aðrar ónefndar vatnaplöntur. Svei mér þá ef ég hendi ekki inn mynd af þessu við tækifæri. Ekki allar konur sem eiga menn sem steypa vatnaverk í feng shui stíl. Núna þegar ég sit í garðinum mínum og þá heyri ég dálítin lækjarnið (svona á milli umferðarhávaða,slátturvéladrunum og fótbolltaöskrum drengjana í nágrenninu) og finn hvað ég er orðin meira Zen en áður!!!

Lag vikunar er óskalag frá henni Írisi og vildi hún heyra eitthvað með undrabarninu blinda. Hún sagði samt ekki hvaða lag hún vildi heyra svo ég valdi fyrir hana. Lucky girl! Annars verður þetta síðasta getraun sumarsins.




Goða helgi.

5.6.09

Leitar, engu er nær heyr heyr, myrkvið það hlær

Já það er föstudagur eina ferðina enn. Var í Stocholm þriðjudag og miðvikudag svo að þessi vinnuvika hefur verið frekar stutt. Góða veðrið sem var hér síðustu helgi er að öllu horfið. Hitastigið hefur farið frá 28 gráðum á sunnudaginn niður í 7 gráður í gær. Er þetta hægt!! Annars bara galtóm. Hef ekki boru að segja núna. Vorum að vísu að fá nýja stuðningsfjölskyldu handa Sögu. Fyrsta skifti að við ákveðum að prófa fólk sem við þekkjum ekki neitt, en þau eru voða indæl. Hafa að vísu enga reynslu af fötluðum börnum og ég finn að ég á eftir að vera smá stressuð en við eigum eftir að taka langann tíma í að leyfa henni að kynnast þeim áður en hún fer að gista. Sú sem hefur verið með Sögu frá hún var 4 ára er að fara að eignast sitta annað barn á 2 árum svo að nú tekur hún árs frí.

Annars er ég að fara í bíó í kvöld. Í annað skifti á þessu ári og það telur til tíðinda að ég fari tvisvar sinnum í fullorðins bíó á stuttum tíma. Við hjúin ætlum líka út að borða en við hliðina á kvikmyndahúsinu hér í bæ er þessi fíni og ódýri thai-sushi staður. Ég ætla að fá mér sushi. Eins gott að gera eitthvað fullorðinslegt í dag því helgin fer í fótbolltamót með Baltasar og Dissimilsæfingu með Sögu. Baltasar á að vísu ekki að spila sinn fyrsta leik fyrr en kl 1820 á laugardagskvöldið. En sem betur fer eitthvað fyrr á sunnudaginn en því miður missi ég af þeim degi því þá verð ég með Sögu á æfingu.

Jæja hef svo sem lítið að segja annars. Er hálf þreytt eftir þetta ferðalag en það var lítið um svefn tvær nætur í röð og ég finn alveg fyrir því.

Ellen í Göteborg vann síðustu getraun og bað um eitthvað með Rod Stewart. Hann er einn af þeim sem hafa fjarlægt nánast öll sín video af youtube svo að það finnast bara life video með honum í ansi mismunandi hljóðgæðum. Fann þó þetta, athyglisvert hvað hann var vel málaður.



Frábæra helgi.