25.6.10

Ljósin á ströndu skína skær..

skipið það færist nær og nær
og þessi sjóferð endi fær.
Ég búinn er að puða og púla
pokann að hífa og dekkin spúla.
Reifur ég stend í stafni hér
strax og að landi komið er
bý ég mig upp og burt ég fer.

Ég fer í fríið. Ég fer í fríið. Ég fer í fríið.

Nema nátturulega ég er ekki sjómaður og er ekki á neinu skipi sem ég er búin að spúla en ég fer nú samt í fríið. Að vísu ekki fyrr á fimmtudaginn í næstu viku en þetta verður samt síðasta bloggið fyrir frí því ég veit að næsta vika verður tekin á tvöföldum hraða til að klára að gera það sem þarf að gera fyrir fríið. Og svo verður haldið heim á leið á Humarhátíð og 40 ára afmælisfögnuð bekkjarinns. Já við ætlum að hittast við sem verðum á staðnum og halda upp á afmælin okkar í sameiningu. Ekki á hverjum degi að við verðum fertug. Jibbí hlakka til. Er líka að spá í að skella mér í Lónsöræfin í ár. Og svo nátturulega norðurlandið og suðurlandið sem bíða mín líka. Tek heila þrjá landshluta í einu fríi. Þetta kalla ég að slá þrjár flugur í einu höggi. Djí hvað maður er effektívur. Jæja þetta er gott í bili.

Ef þetta er ekki sumarfílingur þá veit ég ekki hvað. Passar mjög vel með kældu hvítvíni í kvöld. Hækkaðu í botn og taktu nokkur valin dansspor meðan þú sötrar á víninu og nýtur þess að það er sumar og kvöldið langt.



Bið að heilsa og óska þeim sem ramba hérna inn góðs sumars og ljúfra daga.

18.6.10

ARRRGG.....

Sumir dagar eru leiðinlegri en aðrir. Síðasti föstudagur til dæmis. Afvherju? Jú, sumt fólk bara er svo arrggg....

Málið var það að Sögu var boðið í afmæli. Stelpan sem átti afmæli sagði mér frá veislunni með viku fyrirvara og ég sagði henni strax að Saga kæmist ekki því hún væri upptekin. Hún fékk samt skriflegt boðskort daginn eftir og það fannst Sögu gaman. Nokkrum dögum seinna kom skóla-stuðningsaðili Sögu til mín og sagði mér að stelpan hefði spurt hana hvort hún gæti komið með Sögu í afmælið því hún var svo óþekk í afmælinu í fyrra. (Þessi stuðningsaðili er líka liðveislan hennar eftir skóla, kalla hana C). Ég sagði henni að mér þætti það nú svolítið skrýtið þar sem ég fékk að vita í fyrra að allt hefði gengið vel og mamma stelpunnar hafði sagt yfir allann bekkinn árið áður að Saga þyrfti ekki neinn með sér í afmæli heima hjá þeim. En það gerðist ekkert meira með þetta því Saga var ekki að fara í þetta afmæli og foreldrar hennar höfðu aldrei neitt samband við mig út af þessu sem er venjan ef einhver óskar eftir að Saga hafi einhvern með sér í boð.

Tveim dögum fyrir afmælið varð svo breyting á okkar plönum svo að Saga gat farið í afmælið og ég hringdi í mömmuna til að athuga hvort það væri í lagi að hún kæmi þrátt fyrir að við værum búin að afþakka. Hún var voða ánægð og sagði að sjálfsögðu gæti hún komið og allt í fína.Ekkert merkilegt sagt í því samtali en hún minntist aldrei á að hún ætti að hafa með sér C í afmæli og ég var búin að gleyma því þar sem ekkert stóð á boðskortinu og engin hafði talað beint við mig um þetta.

Þremum klukkutímum áður en afmælið átti að byrja hringir pabbinn í mig og spurði hvort Saga kæmi ekki með C með sér. Ég sagði nei, engin hafði beðið mig um það og það stæði heldur ekki á boðskortinu. Hann varð frekar fúll og sagði að þetta boð væri bara gildandi ef að C væri með henni þar fyrst hún var svona óþekk í fyrra! Dóttir hans var við símann og hann spurði hana hvort hún hefði ekki pantað liðveisluna okkar til að koma með Sögu í afmælið og hún sagði jú. Ég sagði við hann að engin hefði talað við mig um þetta og að 10 ára barn eigi ekki að gera samning við mína liðveislu. Allt svona verði að fara í gegnum foreldrana, sem sagt frá foreldri barnsins sem á afmæli til foreldra barnsins sem á að fara í afmælið. Hann jafn fúll og ég varð að útskýra að ég gæti ekki reddað manneskju með svona stuttum fyrirvara og sagði við hann að það þýddi ekkert að segja við mig að allt hefði gengið vel í fyrra ef það væri ekki satt. Ég hefði að sjálfsögðu sent hana með manneskju hefði ég vitað það. Mér tókst á endanum að sannfæra hann um að þar sem Ida, hin stelpan í bekknum með DS kæmi ekki í afmælið ætti þetta eftir að ganga vel. Þau gætu bara hringt í mig ef eitthvað kæmi uppá. En allan tímann lét hann skína í gegn að hún væri bara velkomin ef hún kæmi með einhvern með sér.

Ég hringdi svo í C og hún gat verið með Sögu í tæpa 2 tíma í afmælinu(3. tíma afmæli). Ég hringdi aftur í pabbann og sagði honum það og þá varð hann þetta létt pirraður og sagði að núna væru þau búin að undirbúa sig andlega að hún kæmi ein og bla bla bla. Ég sagði að nú væri ég búin að redda þessu og að það væri ekkert mál en næsta skifti sem ætti að bjóða Sögu í afmæli gætu þau ekki farið svona á bak við mig og bókað liðsaukan okkar án þess að ráðfæra sér við mig þar. Við værum ekki með ótakmarkaða tíma á viku og þurfum að planleggja svona. Hann trompaðist þá, sagði að hann hefði aldrei talað við neina manneskju sem væri jafn lítið auðmjúk og þakklát eins og ég. Ég ætti bara að sýna auðmýkt yfir því að þau reyndu að vera hugguleg og bjóða Sögu með í afmælið og ég ætti ekkert að vera að segja þeim hvað þau ættu að gera og ekki gera! Ég varð þetta litla fúl á móti og svaraði að ég sæi enga ástæðu til að vera auðmjúk yfir afmælisboði. Saga væri hluti af bekknum og á meðan reglurnar séu þær að engin sé skilin útundan í afmælisboðum sæi ég enga ástæðu til að vera eitthvað ekstra þakklát. Saga væri jafns mikils virði og hinar stelpurnar og ef þau gætu bara komið almennilega fram og skrifað svona óskir í boðskortið eða allavegna látið mig vita væri ég kannski aðeins blíðari á manninn. Ég gæti ekki galdrað liðveislu með 3 tíma fyrirvara. Hann var geðveikt æstur og með þvílík læti og dónaskap, mér tókst samt á endanum að róa hann og við urðum sammála um að þetta hefði allt verið einn stór misskilningur! Nennti ekki að halda þessu rugli áfram. Og hefði Sögu ekki hlakkað svona til að fara í þetta afmæli hefði ég ekki sent hana. Tek það fram að hún tekur ekki í mál að hafa mig með á svona uppákomur. Verður meira en lítið fúl og leiðinleg og það er ekkert gaman fyrir neinn.

Skilaði Sögu í afmælið og pabbinn lét ekki sjá sig. Mamman tók á móti henni en þegar ég spurði um afmælið í fyrra gat mamman ekki ákveðið sig hvort það hefði gengið vel eða ekki, en á endanum sagði hún að þær stöllur hefðu verið frekar óþekkar. Og afhverju sögðu þið ekki það við mig á þeim tíma? spurði ég. Nei hún vildi ekki... bla bla bla og hefði kannski átt að gera það....en ekki bla bla bla...!! Þau hringdu svo eftir mér þegar var hálftími eftir af afmælinu og ég fór og náði í Sögu og það var ekkert mál. Þegar Saga er svo að fara kemur mamman og segir við Sögu að hún væri svo sæt og góð og hún viti ekki u m neitt annað barn sem væri eins sætt og gott og Saga og bla bla bla bla hvað það væri gaman að hún kom og ég veit ekki hvað. Hvað er í gangi?

FATTA EKKI SVONA! Getur fólk ekki bara hagað sér eins og fullorðið fólk, ekkert mál að redda liðveislu. Geri það með glöðu geði en ég get það ekki með 3 tíma fyrirvara. Getur ekki fólk sagt mér eins og er ef Saga er óþekk í staðin fyrir að láta mig standa í þeirri trú að hún sé þæg. Og hvernig stendur á því að fólk getur gert þær kröfur til mín að ég eigi að redda liðveislu hvenær sem er en ég megi á sama tíma ekki gera þær kröfur til fólks að það bóki ekki liðsaukan MINN án þess að tala við mig. Og hvað er að fólki að láta 10 ára gamlan krakka skipuleggja svona án þess að það fari í gegnum fullorðna. Liðsaukin er bara 18 ára og ræður engu svona. Var allavegna alveg búin á því þetta kvöldið og gerði fátt af viti. Mannskemmandi svona uppákomur. Algjörlega.

Jæja þetta var langt og fúllt! Ætla að bregða fyrir mér betri fætinum og skreppa til Köben með húsbandinu. Smá ljúf helgarferð til að rifja upp gamla tíma frá okkar tilhugarlífi, borða og drekka og slappa af. Det er dejlig i Danmark.

Held mig í gömlu deildinni þessa dagana. Eitt gamallt og gott frá guð má vita hvenær. Einhver sem veit það?



Góða sumarhelgi.

11.6.10

Title......!!!

Verður ekki neitt sumarhús í bráð. Það sem við vorum spenntust fyrir reyndist ekki hafa neina kvöldsól og þó að sumum þykji það kannski vera smáatriði þá finnst mér það mikilvægt. Veit að ég ætti eftir að pirra mig á því að sitja úti á heitu sumarkvöldi í skugga frá 6 –7 á kvöldin og horfa yfir vatnið og pirra mig á allri sólinni sem sumarhúsin hinumegin við vatnið baða sig í. Þar að auki eiga trén bak við lóðin eftir að hækka ansi hratt og þau verða ekki höggvin niður næstu 10-20 árin og þá verður enn dimmara en það er núna. ALGJÖR BÖMMER! Ég var svo tilbúin í að kaupa þetta hús og gera það fínt. En við verðum bara að halda áfram að leita. Einn góðan veðurdag.....

Annars er lítið að frétta héðan. Sumarfríið farið að taka á sig mynd, ein vika á Höfn með hátíð og öllu tilheyrandi. Tvær nætur á Mývatni og 5 á Akureyri og svo vika í höfuðborginni. Þá verða Saga og húsbandið farin heim því Saga vildi fara í sumarbúðir og hún fékk að ráða því í þetta sinn. Þá verðum við mæðginin bara ein og ætlum að vera dugleg og hitta fólk, heimsækja ömmurnar og vini og kunningja. Ég ætla mér líka að fara með Baltasar í skoðunarferðir. Hann verður að sjá Gullfoss og Geysi og Þingvelli. Núna er hann orðin svo gamall að hann hefur gaman að því. Hann er líka búin að panta verslunarferð í Kringluna og ég sé ekki að það sé neitt því til fyrirstöðu að við gerum það :-D Tek líka nokkra túra niður Laugarveginn. Hver veit nema maður versli þar líka. Hef ekki verið svona lengi í RVK í fleiri ár svo að ég hlakka eiginlega til að fá smá tíma þar. Jú og svo sund. Maður verður nú að fara í sund og þar sem við verður hjá pabba er hægt að henda sér í Vesturbæjarlaugina eða laugina úti í Nesi. Alltaf gaman í sundi.

Annars ætlum við bara að slappa af um helgina. Engin ferð til Svíþjóðar núna, reyndum að fá að skoða eitt hús en það var ekki hægt. Verðum bara heima og förum í tvær sumarveislur. Eina með öllum downs krökkunum og eina með fjölskyldunni. Rólegt og gott.

Hér er eitt gamalt og gott að vanda.



Góða helgi.

4.6.10

Bissí bissí bissí

Mánudagur:
8-16 Vinna
18-21 Fór með Sögu og tilvonandi tengdasyni á Skólakvöldi á Haug skole

Þriðjudagur:
05-18 Fór á fætur, tók flug til Stokkhólm og fyrirlestrar allan daginn
18-nótt Matur og party!

Miðvikudagur:
8-18 Fór á fætur og á fund og flaug frá Stokkhólmi
18 Kom heim og hennti í mig mat
1830-21 Fyrirlestur um Down syndrom og unglingaárin

Fimmtudagur:
8-16 Vinna
1730-19 Leiksýning í skólanum hennar Sögu(hún leikur umhverfisprinsessu!)

Föstudagur:
8-16 Vinna
18-20 íþróttamót - Saga tekur þátt í 25 m sundi
20- ??? Út að borða og djamma með mömmum í bekknum hans Baltasar

Laugardagur:
9-12 íþróttamót - Saga keppir í 100 m hlaupi
12-18 Fótbolltamót Baltasar
19-??? Tónleikar í Osló með Jamie Cullum

Sunnudagur:
9-12 Fótbolltamót Baltasar
12-21 Svíþjóð að skoða bústað

ÉG ÆTLA EKKI AÐ GERA BORU Í NÆSTU VIKU(eða allavegna eins lítið og ég get). Makalaust hvað sumar vikur eru geðveikislega pakkaðar og svo aðrar alveg tómar. En það get ég svarið að ég hef sjaldan verið eins þreytt eins á á fyrsta fyrirlestrinum í Stokkhólmi sem fjallaði um hvernig tryggingafélög reikna út skaðabætur. Man hreinlega ekkert hvað var sagt. Ekkert smá spennandi viðfangsefni fyrir vefhönnuð! Við vorum ansi mörg sem tókum okkur óviljandi powernaps öðruhverju yfir daginn. En svo að sjáfsögðu vaknaði maður á slaginu sex þegar kampavínið flaut og maturinn var borin á borð fyrir okkur. Og það var alveg merkilega góður matur miða við að við vorum svona mörg.

Erum að fara að skoða 2 af 4 bústöðum sem við sáum síðustu helgi. Erum mjög spennt fyrir báðum og viljum sjá þá aftur til að taka endanlega ákvörðun. Kannski verð ég búin að kaupa bústað fyrir lok júní. Og kannski ekki. Maður veit aldrei hvað gerist en ég er nú alveg til í að vera búin með þetta ferli. Er svo fjandi tímafrekt.

Jæja verð að fara að vinna. Ekki hægt að sitja og hanga hér í allan dag.

Hvernig væri nú með eitt gamallt og gott danslag?




Góða sumarhelgi.