30.9.07

Enginn latur í Latabæ


Við,ásamt pabba og Steinunni fórum til Osló í dag því krakkarnir voru að fara að taka þátt í Latarbæjarmaraþoni. Fyrst var upphitun með íþróttaálfinum og það var sko mikið stuð. Hann bauð krökkum að koma upp á svið og hita upp með sér og Saga og Baltasar fóru galvösk þar upp - aldrei feimin. Baltasar var nú frekar hæverskur og hélt sig í bakgrunninum allann tíman en Saga var sko ekkert á þeim buxunum og dansaði við hliðina á íþróttaálfinum allann tíman. Var sko ekkert hægt að fá hana bakvið hann. Þegar þessu stuði lauk var svo hlaupið 500 m og svo skundað beint á McDonalds í smá hressingu. Vel heppnaður dagur þar sem hún dóttir mín fékk að hitta einn af hennar átrúnaðargoðum. Var nú smá fúl yfir að Solla léti ekki sjá sig!





Fleiri myndir af þessum bráðskemmtilega degi má finna hér.

28.9.07

Hekla var það heillin!

Var bennt á að handavinnumaturinn hérna fyrir neðan er semsagt heklaður og ekki prjónaður. Ekki von um að maður viti svona, hef bara prjónað tvenna hálfa trefla á ævinni, amma prjónaði hina helmingana og engin heklun. Bjó til aftur á móti fullt af batik - hefur reynst nýtilegt við margar aðstæður.Er með batik gardínur í öllum gluggum, batik rúmteppi, rúmföt og gólfteppi, batik jóldúk, afmælisdúk og hversdagsdúk. Batik handklæði og viskukstykki..... Nei bara grínast.

Annars lítið að frétta, dagarnir bara sjálfum sér líkir.Er komin í smá pásu frá að gera fínt í nýja húsinu. Orðin smá lúin og þarf bara smá tíma til að gera eitthvað annað. Eins og til dæmis ekki neitt.Þótt maður sé orðin fullorðin þá má maður það líka- er það ekki? Eða þarf ég alltaf að vera að gera eitthvað nytsamlegt fyrir fjölskylduna, heimilið eða vinnuna. Er að fara að láta laga á mér augnabrýrnar í dag, fyrsta skifti síðan í vor. Er orðin eins og skógarhöggsmaður fyrir ofan augu. Er það nytsamlegt eða bara pjatt? Sú sem hefur gert þetta skifti allt í einu um vinnustað og ég varð að eyða smá tíma í að finna hana. Hleypi ekki hverjum sem er í andlitið á mér.Eða hárið. Eða tennurnar. Eða kjallarann. Eða.. nei ekkert meira.


Lag vikunar er pjúra girlpower med diskóívafi. Hækka í hátalanum og stattu upp frá tölvunni og sheik som as beibe! (kannski ekki verra að hafa sólgleraugu - shæní glimmer út um allt)



for you all!

24.9.07

Húsfreyjan


Þegar amma var ung fór hún í Húsmæðraskólann í Reykjavík til að læra að vera góð húsfreyja. Hálfri öld seinna fór gömul bekkjasystir mín frá Höfn í Húsmæðraskólann á Hallormstað til að læra það sama. Mig minnir að hún hafi lært að úrbeina allann fjandann af kjöti,allskonar saum og þvott og ég veit ekki hvað. Gvuð hvað hún hlýtur að vera betri húsmóðir en ég, ég sem ekki einu sinni kann að stoppa í sokka en get þó skift um tölu ef ég má. Á menntaskólaárunum var ég að vinna hjá RVK borg sem heimilshjálp og þar þreif ég og saumaði af gamalli fyllibyttu og sjóara. Ekki nóg með að ég festi tölur á allar buxurnar hans heldur stoppaði ég í ógeðslegar nærbuxur af honum(þær voru í tætlum að aftan með brúnu að framan) og saumaði fóður inn í jakka - allt í höndunum. Ég sagði upp á endanum þetta var alveg að fara með sálartetrið á mér. Þessar nærbuxur eiga eftir að fylgja mér alla ævi.

Maðurinn minn gaf mér einu sinni saumavél í jólagjöf og ég verð að viðurkenna að það er versta jólagjöf sem ég hef fengið og ég er nú ekki vön að kvarta yfir gjöfum. Hef notað þessa maskínu einu sinni sjálf, mamma nokkrum sinnum og maðurinn minn oftar en ég. Þau saumuðu gardínur saman hér um árið. Síðan þá hefur þessi fína vél verið geymd og líka gleymd!

Prjóna er bara blindgata fyrir mig, og hekla sömuleiðis. En alveg er ég viss um að þessum fínu húsfreyjum úr húsmæðrarskólunum hefur aldrei dottið í huga að prjóna mat - eða hvað! Ha ha got you there.



Vissi ekki að það væri hægt að prjóna mat - sumir hafa bara alls ekki nóg að gera.

21.9.07

Fastir liðir eins og venjulega

Enn ein vikan liðin og hef ekki frá neinu skemmtilegu að segja. Hversdagsleikinn tekin við af fullum krafti og þessa dagana geri ég lítið nema sofa,borða, vinna og setja upp ljós,sofa, borða, vinna og setja upp annað ljós,sofa, borða, vinna og taka niður ljósið og skila því aftur í búðina og kaupa nýtt, sofa, borða, vinna og setja upp nýja ljósið, sofa, borða, vinna og taka niður nýja ljósið og skila því aftur í búðina og kaupa enn eitt ljósið osfr..............
AFHVERJU SAGÐI MÉR ENGINN AÐ ÞAÐ VÆRI ORÐIÐ SVONA ERFITT AÐ VELJA RÉTT LJÓS! Eða eru það bara við sem erum haldin svona rosalegum valkvíða. Sem betur fer má skila segi ég nú bara. Allavegna er staðan sú að við erum ekki enn komin með ljós í stofuna, borðstofuna eða vinnuherbergið (The Library eins og ég kýs að kalla það!).Og þar sem þessi herbergi eru eitt og sama rýmið er soldið dimmt hjá okkur en eins og alþjóð veit er komið haust og þá dimmir fyr! Jæja nóg um það. Myndir af höllinni koma þegar við verðum komin með ljós því það er svo lítið flasið á myndavélinni minni!

Stuðlag vikunar er gamalt að vanda, veit ekki alveg hvaða tónlistargeira það fellur undir. Alveg bráðfyndið, maður fer í svo ljómandi gott skap af að horfa á þetta video(takk fyrir að minna mig á þennan sjónvarpsþátt Svanfríður). Hækka hátalarana NÚNA!



Góða Gísli Eiríkur Helgi.(æm só funní æ kúd spring)

14.9.07

How time flies!

Svei mér þá dagarnir bara fljúga áfram. Það er bara ekkert svo langt í jólin. Djíngelbells og allt það.

Við erum búin að vera að berjast við þráðlaust internet alla vikuna og þeirri baráttu er langt frá að vera lokið. Meira helv.. ansk... draslið. Eina mínutuna er ég með tengingu og þá næstu ekki og maður veit bara ekkert í sinn haus lengur. Þetta er alveg rosalega erfitt fyrir manneskju eins og mig sem alltaf er svo nátengd!Kannski að ég þurfi á áfallahjálp að halda.

Lag vikunar er gamalt, næstum jafn gamalt og ég. Allavegna jafn gamalt og Vestmannaeyargosið. Gamalt semsagt! Allar ballhljómsveitir með einhverja virðinu fyrir sjálfri sér spiluðu þetta á böllum hérna í den. Minnir mig samt mest á hestamannamótarböllin, veit ekki afhverju. Hott hott!




Have a nice weekend thank you very much.

7.9.07

Hvað er klukkan er spurt!

Loksins er allt að skríða saman á heimilinu. Farin að finna mestu nauðsynjatækin og tólin og þetta fer allt að koma. Mikið er nú ekki gaman svona fyrstu vikurnar eftir flutninga en þetta verður svo fínt hjá okkur með tíð og tíma. Ánægð með húsið. Annars allt fínt af öllum. Baltasar byrjaði í fimleikum á þriðjudaginn, þeir voru 2 vinirnir sem fóru saman.Það fór nú ekki betur en pabbi vinarins fór í vitlausan sal með þá svo að þeir æfðu fyrsta daginn í barnagrúppu með vitlausu fimleikafélagi! Reynum að rata á réttan stað næst.

Stuðlag vikunar er aldrei þessu vant íslenskt og mæ god hvað það er gamalt og gott. Og bæ ðe vei veit einhver hvað klukkan er?



Helgin!

4.9.07

Lítið að gera!

Mér leiddist svo gasalega um daginn að ég skar út þessar bækur svona til að hafa eitthvað að gera. Hvað finnst þér um þetta?







Nei annars var nú bara að skopast! Fann þessa síðu á netinu og hugsaði með mér að mér yrði að leiðast alveg stjarnfræðilega mikið til að fara að stunda svona hobby! Ekkert smá flott samt. Tær snilld.
over and out.

1.9.07

Síðsumar



Í fyrsta skifti á ævinni get ég rétt hendina út um gluggan á heimili mínu og náð mér í plómu. Er semsagt með plómutré rétt fyrir utan nýja húsið mitt. Verð víst að búa til eitthvað úr öllum þessum plómum. Sultu og svoleiðis. Suma dag finnst mér ég búa meira í útlöndum en aðra daga og í dag er einmitt svoleiðis dagur. Allavegna þá hefur mér áskotnast við þessa flutninga, eitt stk. plómutré, eitt stk. rifsberjarunna, 1 stk. baðkar og 1 stk. arinn og svo auðvitað nýja fína gólfið mitt. Jeremías hvað maður er stundum ríkur.

Lifðu í lukku en ekki í krukku(sultukrukku allavegna)!