30.5.08

Móðir náttúra lætur vita af sér

Stórar fréttir frá Íslandi en bara rúm vika í að einkasonurinn leggi land undir fót. Verð nú að viðurkenna að kvíðinn fyrir að senda hann svona langt frá mömmu sinni skánaði ekki við jarðskjálftan á suðurlandi.Jarðskjálftar eru svo óhugnalegir sérstaklega þegar svona mikið tjón verður en sem betur fer urðu enginn alvarleg mannatjón í þessum. Man nú ekki eftir að það hafi gerst á Íslandi í seinni tíð en veit svo sem ekkert um það þannig að ég ætla ekkert að vera að fullyrða neitt. Vona bara að þetta sé búið - krossum fingur fyrir því.

En eins og þú hefur væntanlega tekið eftir er kominn föstudagur og det er bare dejlig.Vikan alveg með eindæmum bissí. Eitthvað hvern einasta dag eftir skóla/vinnu og svo er líka skólaverkfall með tilheyrandi röskun hjá Sögu. Húsbandið að fara á vinnugleði í kvöld og ég með Baltasar í enn einn eftirskólahittinginn(þann 4.í röð)Annað kvöld er svo Kiss og svoleiðis stuð og svo boðið í gleði hjá nýja nágrannanum þegar heim verður komið (sjáum nú til með það)!! Sunnudagurinn fer svo í íþróttamót með Sögu og svo fjölskyldu hitting um kvöldið. Já sumar vikur er svo lítið að gera að ég hef ekkert að segja og stundum svo mikið að ég hreinlega nenni ekki að telja það upp. Svona er að vísu alltaf hjá okkur í lok maí, byrjun júní en hér eru sumarslútt bæði í skólum, vinnum, félagsstörfum osfr.

Hér er líka sumarið komið af fullum krafti,20-25 stiga hiti og sól meira eða minna í spánni fyrir vikuna. Vona að það haldist.Var einmitt að hlusta á í útvarpinu viðtal við mann sem býr í Kristianssand en þar er spáð sól og hita í heila viku og hann var að fara til Barcelona í vikuferð þar sem er spáð rigningu í heila viku. Thí hí hí!

Lag vikunnar verður nú að vera með Kiss. Finnst bara ekki annað hægt,hef að vísu haft þetta lag áður en það er bara í lagi.Erþaggi!



Góða sumarhelgi.

27.5.08

Áttu svona skó?

Væri ekki frábært að fá sér svona skó fyrir Kiss tónleikana næstu helgi og tjútta smá! Ég myndi allavegna sjá sviðið þótt ekki væri það annað.




23.5.08

Fyrsta ástin

Ástin er ekki alltaf auðveld, alveg sama á hvaða aldri þú ert.

Baltasar kom til mín á mánudaginn og sagði mér að Synne(sú sætasta í bekknum) hefði orðið veik um helgina og væri á sjúkrahúsi. Sagði að hún vissi ekkert hvað hún héti eða hvar hún væri og væri rosa veik í höfðinu. Ég spurði hvort hún væri kannski með flogaveiki en hann sagði að kennarinn þeirra hafði sagð að þetta væri ekki flogaveiki. Mér stóð nú ekki alveg á sama um þessar upplýsingar. Við spjölluðum um þetta í smá tíma og Baltasar lét mig lofa sér að kaupa handa henni gjöf þegar hún kæmi aftur í skólann. Það var lítill drengur sem grét sig í svefn þetta kvöldið.

Á miðvikudaginn þegar hann kom heim úr skólanum sagði hann að hún væri komin tilbaka og þetta hafði verið flogaveiki. Hann var voða glaður að hún væri ekki lengur svona veik og minnti mig á loforðið. Svo segir þessi elska "mamma ég vildi óska að það væri ég sem væri veikur svo að Synne gæti verið heilbrigð". Litli karlinn minn., svona sætur er hann nú. En Baltasar er búin að vera rosalega skotinn í henni frá fyrstu sýn .

Annars ekkert fréttnæmt þessa vikuna nema að Baltasar er að fara til íslands 9 juní, ferðast með Ellu Siggu vinkonu og fer með henni austur. Hann verður svo þar mömmulaus í 3 vikur áður en við komum. Ætlar að fara í fótbollta með Sindra og leikjanámskeið og hafa það gaman. ÓMG hvað ég á eftir að sakna hans. 3 vikur er langur tími svo ég ætla að biðja ykkur sem verða stödd á Höfn frá 9-27 júní að passa upp á einkason minn.

Jú og svo er ég með harðsperrur frá helvíti. Get ekki labbað upp eða niður stiga. En þeir segja að það sem ekki drepur mann styrkir mann. Vona að það sé rétt!!

Ákvað að halda við sumarfílinginn því mér sýnist að það sé nú eitthvað að hlýna hér eftir helgina. Hold on be strong segi ég nú bara(smá júrovisjonskot fyrir ykkur sem fylgjast með því). Lag vikunnar er því gott danslag frá ..................................................nobb, ekki áttunda áratugnum - níunda (ha ha þarna gabbaði ég ykkur). Fór einu sinni á tónleika með þessari hljómsveit í Vega í Köben. Ekki leiðinlegt kvöld það. Ef þú kemst ekki í smá vorfíling af þessu lagi hlýturðu að vera alveg steindauð(ur) svo náðu þér í hvítvínsglas og hækkaðu í botn og dillaðu aðeins afturendanum og tjillaðu út í vornóttina.





Gróður helgi.
p.s örfáar myndir frá heimsókninni hér

19.5.08

Heimsókn lokið


Begga og litli Kristófer fara heim í dag eftir að hafa verið í heimsókn í 4 daga. Mikið var það nú gaman að fá vinkonu heimsókn. Og þvílíkt ljós þessi litli stubbur er. Heyrðist varla í honum og var bara brosandi og glaður. Ef maður fengi garanterað svona barn væri nú ekki málið að koma með fleiri. Annars var nú Begga svo stálheppin að upplifa kaldasta 17 maí(þjóðhátíðardag)í 50 ár. Hversu heppin er hún! Og núna sit ég hér við tölvuna í vinnunni í úlpu og með "mellu"klút eða svo minnir mig að þeir voru kallaðir (eða er ég alveg í tómu rugli).

Við vorum að planta fullt af plöntum í gær og sumar litu nú ekki vel út í morgun en það var semsagt frost hjá mér í nótt. Bölvað veðrið. Annars var 17 maí eins og gengur og gerist hér. Skrúðganga frá skólanum um morguninn og farið svo í skólann og borðað pulsur og kökur og á eftir til tante Marianne(systir JC) í boð með humri, kampavíni og jarðaberjum. Ekki amalegt það.

Sunnudag fórum við Begga með Kristófer og Sögu til Osló og skoðuðum nýju Óperuna og Akershus festning sem er svæði frá 1200 og eitthvað og Saga var alveg viss um að þarna byggi prinsessa og prins. Og þegar hún sá lífvörðinn sagði hún, sjáðu mamma þarna er kóngurinn. Svo fann hún líka borð og stóla sem voru fyrir utan eitthvað kaffihús og var alveg viss um að það væri prinsessu skólinn. Hún kallar sig Mjallhvít þessa stundina!

Jæja nóg um það, best að halda áfram að vinna og drepast úr kulda. Ætla að leggja út myndir frá Beggu heimsókn bráðlega á Flickr og læt bara vita af því. Notast bara við þessa gasalegu krúttlegu/skerí mynd af litlum mínídúkkum.

15.5.08

Fyrirfram föstudagur

Í síðustu viku lauk leiklistarskólanum hans Baltasars en hann hefur gengið í hann í eftir jól.Það var sett upp leiksýning með öllum hópunum og hver hópur lék eitthvað ævintýri. Baltasars hópur setti upp Rottufangarann frá Hameln.Hann lék rottu og var voða sætur. Allt gekk vel og nú verður sett lok á leiklistina um stund. Fótbolltaskólinn er að hefjast og minn maður er tilbúin í það. Fyrsta fótbolltamótið verður víst um mánaðarmótin, á sama tíma og Saga verður á íþróttamóti fatlaðra. Of kors!En við erum semsagt að stíga okkar fyrstu spor inn í heim fótbolltaforeldra og geri ráð fyrir að við eigum eftir að standa okkur með sóma.Allavegna pabbinn en hann verður að þjálfa liðið, ég er ekkert mikill fótbolltafílari en hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín.

Annars var hvítasunnan bara róleg. Laugardagurinn var tekin í að versla og sóla sig enda 25 stiga hiti og sól og maður fékk smá lit meira að segja(sem er nú eiginlega farin núna). Á mánudeginum fór ég með krakkana í gönguferð inn í skóg upp að seli þar sem hægt er að dóla sér við hitt og þetta(grill, lavo,hindurhlaup, þemastíga og fl). Voða fínt að komast aðeins í hreyfingu, krakkarnir hlupu alla leið alveg eins og kálfar á vorin. Þarna er búið að setja upp rosa flott hindranir í trjám þar sem krakkarnir þurfa að láta á reyna jafnvægisskynið og það gekk rosa vel. "Baltasar sá létti" þaut um þetta eins og ekkert væri enda komin af öpum, Saga komst yfir en þurfti smá að hjálpa henni en það var nú ekki mikið. Ekki alltaf tekið út með sældinni að vera með stutta handleggi.

Annars tökum við helgina snemma þessa vikuna.Begga vinkona að koma á eftir með lítin son sinn og það verður voða gaman að fá þau. Fyrsta vinkonan sem kemur í heimsókn til mín. Verð hreinlega að gefa henni viðurkenningu fyrir það. Ella Sigga kemur svo í júní.Min bara bissí í gestgjafahlutverkinu og hæst ánægð með það.

Þjóðhátíðardagur nossara verður um helgina og fullt að gerast og því segi ég bara góða helgi. Lag vikunnar minnir mig alltaf á Beggu og þessvegna valdi ég það þessa vikuna. Ætlaði nú eiginlega að taka smá pásu frá þe eitís en geri það bara næst.



Og svona í lokin þá var ég að lesa kommenta á blogginu hennar Svanfríðar þar sem einhver var ekki að fatta hvaða Rósu frænku hún var að tala um og ég gat nú ekki annað en brosað. Hef verið svona fattlaus sjálf. Ég var frekar uncool þegar ég var 14ára og Hlynur Sturla var að tala um lóu fimmboga!!! Ég vildi nátturulega vera með á nótunum og sagði"já er það ekki þessi sem er að vinna í búðinni sem er með gleraugu og bólugrafinn!!!"

Sjáum hvort einhver fattar þennan.

Túrílú!

9.5.08

Hæ hó jibbí jæ það er komin helgi

Það er til svo mikið af frábærum lögum. Og alltaf eru einhver lög sem minna mann á eitthvað sérstakt - eithvað skemmtileg, leiðinlegt eða bara einhverja stund sem hefur setið í manni einhverra hluta vegna. Ég man sum lög langt aftur í fornöld. Geri mér ekki alveg grein fyrir hvaða lag ég heyrði fyrst, svo minnug er ég nú ekki. Man lög frá ég bjó í Danmörku þegar ég var 2-3 ára,bara barnalög að vísu. Lög úr útvarpinu frá ég bjó á Höfn þegar ég var lítil. Sérstaklega lögin með 3 á palli úr leikritinu "þið munið hann Jörund". Fannst þau alveg voða skemmtileg. Arí-dúarí-dúra-dei og svo framvegis.

Man eftir að hafa verið úti á Nesi og heyrt "Isn't She Lovely" í fyrsta skifti með Stevie Wonder og frændur mínir sögðu mér að hann væri blindur. Þetta þótti barninu alveg ótrúlegt, að blindur maður gæti sungið! Ég átti voða erfitt með að skilja það en fannst hann alveg gasalega flinkur að geta það.

Svo eru alltaf lög sem minna mann á einhvern.
Lagið "Just a gigolo" með Dabba Rotna minnir mig alltaf á Hönnu Siggu því hún var svo ákveðin að læra að syngja með þegar han syngur "hammelibibbelisibbelibibbeli hammelibibbelisibbelibob".Spurnig er hvort hún man tekstan í dag! Hanna Sigga hvernig er það eiginlega?

Óskar bróðir elskaði "One way ticket" og söng það inn á spólu(þessar gömlu sem voru kringlóttar og maður notaði mígrafón). Hann var ekkert sérlega fær í ensku á þeim tíma enda bara 3 ára en ákafinn bætti það alveg upp. Alveg drepfyndið.

Og var ekki fyndið þetta með að taka sjálfa sig upp á kassettutæki. Ég og Hjördís gátum eytt alveg ómældum tíma í þetta. Endursungum inn á kassettu Söngvakeppnina 1983 á öllum tungumálunum. Og hversvegna gerðum við það? Tja það er ekki gott að segja. Og þegar "hjálpum þeim" lagið kom út var ein hliðin á plötunni "instrumental", örugglega til þess að æska Íslands gæti sungið þetta mæta lag inn á kassettu. Við gerðum það allavegna og það heyrðist alla leiðina út í búð(innfrá). Og við sungum raddirnar alveg eins og í frumútgáfunni - or not!

Það eru samt meira gömul lög sem minna mig á eitthvað enda hlustaði maður á sömu lögin aftur og aftur og aftur. Hlusta á aðeins fjölbreyttari tónlist í dag og verð fljótt leið á lögum ef þau eru spiluð alveg endalaust.Það er ekki lengur lífsnauðsynlegt að kunna ALLA teksta við ÖLL vinsælustu lögin. Ég er ekkert minna svöl fyrir vikið. En ég get ekki lifað dag án þess að hlusta á einhverja tónlist enda er útvarpið á hjá mér allan daginn í vinnunni. Tónlist er bara mikilvæg. Ekkert meira um það að segja.

Lag vikunnar er svo agalega sumarlegt og létt og skemmtilegt, videoið alveg hörmung.Þetta lag minnir mig á vorið sem við Anna og Ella bjuggum á Lokastígnum - það var sko ekki leiðinlegt hjá okkur þá ef einhver skildi halda það.



Góða helgi og hvítasunnu.

6.5.08

HA ha ha ha ha ha ha ha

ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha

ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha

ha ha ha ha ha ha ha ha ha

ha ha ha ha ha ha

ha ha ha ha ha ha

ha ha ha ha ha

ha ha ha

ha

2.5.08

Ó hve létt er þitt skóhljóð

og svo framvegis. Maí hefur haldið innreið sína og ég lýsi því hér opinberlega að vorið er komið til að vera.


Vikan búin. Stutt og laggóð var hún í þetta skiftið.Smiðurinn klikkaði eitthvað á efni í pall og núna er bara búið að byggja grindina og einn blómakassann. Pallaframkvæmdum sem átti að ljúka í dag er frestað um tæpa viku en Berglind þarf samt ekki að hafa áhyggjur, pallurinn verður tilbúin áður en hún kemur.Garðurinn verður kannski ekki eins flottur og áætlað var. Verð líka búin að þrífa grillið, verður gert á sunnudaginn. Er annars búin að gróðursetja japanskt kirsuberjatré í garðinum hjá mér.Með tíð og tíma verður það eins flott og þetta á myndinni. Ég og húsbandið erum að fá græna fingur svei mér þá - ljósgræna allavegna.

Búin að setja inn nokkrar myndir hér frá Róm. Tók ekki svo margar,maður var svo upptekin af að skoða og svoleiðis.

Valgkvíðinn að drepa mig í dag. Gat valið að spila Maístjörnuna svona í tilefni maímánaðar eða svo gat ég valið eitthvað létt og skemmtilegt. Ákvað að Maístjarnan væri heldur deprimerandi fyrir allann vorfílinginn sem mér finnst að þið eigið að vera að komast í svo ég valdi eitt lauflétt lag og svo má ekki gleyma að það er annar í afmæli hjá honum bróður mínum. Hann getur kannski dillað sér aðeins með þessu lagi í því tilefni. En það sem mér fannst söngvarinn í þessari hljómsveit sætur, tók ekkert eftir því að hann getur ekki dansað. Hann hefði betur horft á finnska diskóvideoið.



p.s Saga er að æfa sig í að tala íslensku og hún sagði þetta um daginn:
"Mamma hvor er náttfötin mitt?" Dugleg stelpa segi ég bara.

Góða grillhelgi.