30.3.12

Ormasteik

Er farin upp í bústað að veiða höggorma. Kannski maður bara grilli þá og éti! Aldrei að vita. Ætla bara að vera stuttorð í dag og óska þér og þínum góðra páska.

Hér er eitt páskalag sem ég valdi sérstaklega. Verður að hlusta á ALLT lagið. Það kemur manni í svo mikið páskastuð. Skrýtið að það séu ekki búin til fleiri svona páskalög!



Og ekki má gleyma helginni.Góða helgi.

23.3.12

Dullarfulla lyklahvarfið - framhald

Húsbandið og einkasonurinn fóru upp í bústað síðustu helgi. Mission kjallarahurð var efst á dagskrá. Kjallarahurðin var brotin upp með stæl og komst húsbandið inn til að gera það sem hann þurfti þar að gera. Seinna sama dag var hann eitthvað að væflast oní kommóðu og viti menn - fann lykillinn. Í þessari kommóðu þar sem engir lyklar eiga að vera! Svo að þetta dulafulla lyklahvarf var ekki dulafyllra en svo að húsbandið hafði sett lykilinn þar frostadaginn mikla í febrúar og geymt þá minningu í gleymskudagbókinni.

Og ekki er nú allt búið enn. Hefur að vísu ekkert með lykla að gera. Haldið þið ekki að það sé höggormabú í lóðinni hjá okkur. Þeink jú verí möts. Fullt af eitruðum ormum sem búa í hlaðna veggnum sem heldur litla grasbalanum í réttri stöðu. Og eins og það væri ekki nóg eru þessi kvikindi friðuð í svíaríki. Húsbandið var að spá í að gera eins og pabbi sinn sem drap og fláði höggorma og notaði skinnið í belti. Ég benti húsbandinu á að hann er ekki haldin sömu veiðigleði og karl faðir hans. Og ég sé hann í anda flá þessi kvikindi. Nei húsbandið er meiri borgarbarn en hann vill viðurkenna. En núna þurfum við semsagt að reyna að losna við þessi kvikindi fyrir sumarið. Annars verð ég bar inni í sumar og það er ekkert gaman. Ef það er ekki lyklar þá eru það snákar. Það er alltaf eitthvað.

Eitt nýtt lag er ekki verra á þessum hlýja marsdegi. Vill upplýsa að það var 16 stiga hiti og sól hjá mér í gær og það var bara lovlí.



Gleðilega helgi.

16.3.12

Lítið að gerast

Nema náttúrulega það að snjórinn er að mestu farin. Lovlí. Nú er maður farin að finna fyrir vorinu en hér í Noregi er samt engin ástæða til að fagna of snemma. Getur dælt niður snjó alveg fram í maí.Vona að það verði ekki raunin í ár.

Síðustu helgi var brunað í bústaðinn að gera við rafmagn. Planið var að skifta um öll öryggi í rafmagnstöflunni sem er staðsett í kjallaranum. Komum á staðin og fundum ekki lykilinn að kjallaranum. Er enn týndur!! Svo að plan B er að brjóta upp hurðina á kjallaranum til að komast inn. Alltaf eitthvað hægt að finna að eyða peningunum sínum í. En rafmagnið er samt komið í lag. Álpaðist inn til nágrannans og fór eitthvað að tala um þetta og minn maður bara rafvikri dreif sig á staðinn, fann rafmagnstöflu á tré úti í lóð og reddaði málunum á nóinu.

Dóttir mín spurði mig í gær hvort pylsur væru hollar. Nei svaraði ég, en þær eru matur! Er ekki alveg viss um hvað mér finnst um það svar. Maður ætti kannski bara að sleppa að borða þennan fjanda.

Jæja núna er ég bara komin með nóg af íslenskum lögum svo að ég er hætt í þeirri deild í bili.Hér er eitt flott.


Góða helgi.

9.3.12

Ljósmyndarinn

í gær var ansi gaman í vinnunni. Svo er mál með vexti að fyrir nokkrum vikum var ég að vinna við auglýsingarherferð. Það var söngvakeppni þar sem fólk söng inn lagið Don't You Worry 'Bout A Thing en það lag hefur verið notað í allar If auglýsingar síðustu árin. Þetta var gert í gegnum netsíðu sem við gerðum og tók um 60 manns þátt með söng og myndbandi. Fyrir utan að gera flestar auglýsingarnar í herferðinni var ég líka ein af þeim sem sat í dómnefnd. Eftir þá reynslu verð ég að viðurkenna að dómarar í Idol eiga samúð mína alla. Þvílík reynsla!! Allavegna, þá völdum við út fjögur ungmenni sem unnu keppnina. Verðlaunin voru styling (hár og andlit), hádegisverður og svo klukkustund pr sigurvegara í studio með upptöku á sama lagi. Allir fá svo sendan geisladisk með laginu sínu og flottu CD coveri hönnuðu af yours truly þegar hljóðverið verður búin að mixa upptökurnar. Svo að í allan gærdag vann ég sem ljósmyndari þar sem ég tók myndir af öllu þessu fallega og hæfileikaríka unga fólki. Sumum gekk betur en öðrum eins og gengur og gerist en öllum fannst þetta æðislega gaman og fóru heim alveg í skýjunum. Ég var að samferða einni á leið heim sem tók þátt og aðeins er 16 ára og hún var með stjörnur í augunum. Gaman að sjá þetta unga fólk leggja svona mikið á sig á stuttum tíma til að fá það mesta úr deginum. Og gaman að gera eitthvað allt annað en að sitja á skrifstofunni eins og ég alltaf geri. Bara deilig.

Er annars að fara upp í bústað á morgun með húsbandinu og reyna að laga rafmagnið þar. Jebb er líka orðin rafvirki. Er svo gasalega fjölhæf. Við förum barnslaus þar sem við vitum ekki hvað er kallt í bústaðnum. Vitum allavegna að ofninn inni í okkar herbergi virkar og þá verðum allavegna hægt að sofa í hita.

Nóg í bili. Held að mars verði síðasti mánuðurinn með íslenskri tónlist. Þetta er orðið ágætt í íslensku deildinni.



Góða helgi.

2.3.12

stutt styttra styðst!

Ég er góð í að: skera lauk.

Ég er léleg í að: pakka inn gjöfum.

Hana nú þá veistu það!




Góðar stundir.