27.7.07

"Sumar"fríið alveg á síðasta snúning!

Jæja þá er 4 vikna fríi að ljúka og fastir liðir eins og venjulega taka við á mánudaginn. Ég vill nú vera sparsöm við að nota orðið sumarfrí um þetta frí enda hefur veðrið verið með votasta móti. Hér verður stiklað á stóru um hvað við höfum gert þessar vikur.

Fríið byrjaði á laugardagsmorgni 31 júní en pabbi og mamma höfðu komið með næturfluginu og það var lagt í þegar þau komu. Áfangastaður var Hardangerfjorden.Pabbi alveg ósofin(var boðið að leggja sig en afþakkaði!)settist inn í sinn bílaleigubíl og við okkar og svo var brunað af stað. Mamma hefur trúlega aldrei séð eins lítið af neinu landslagi því hún var svo upptekin við að halda pabba vakandi en hann var nú orðin ansi lúin á tímabili. Á meðan þessu stóð var ég í okkar bíl upptekin með Sögu nánast alla leiðina því hún ákvað að gerast bílveik og ældi af mikilli innlifun. Ég varð að vera hálf aftur í með poka því það þýddi ekkert að gefa henni tóman ælupoka því hún blés þá bara upp og sprengdi þá. Sem betur fer tóma! En þrátt fyrir ælu og þreytu komumst við á áfangastað og fengum fína viku. Veðrið var svona upp og ofan en þó aðalega ofan. Var heitt og fengum nokkra sólardaga og 2 þar sem rigndi en annars bara milt og fínt. Og mikið agalega er nú fínt þarna í Hardangerfirðinum. Höfðum það alveg topp. Myndir frá Hardanger finnurðu hér.

Önnur vikan var á suðurlandinu, nánar tiltekið í Kristianssand.Þar fengum við fínan bústað(einbýlishús vill ég kalla þetta). Flott svæði við sjóinn og allt rosa fínt. Nema veðrið. Það var miklu kaldara þessa viku og ringdi meira svo að við vorum meira inni. Var líka endalaust rok! Eyddum 2 dögum í Dyreparken og það var alveg æðislegur garður.Það er að finna fullt af dýrum(sem hafa nóg pláss), Kardemommubæinn, Sjóræningjaþorp með skipum sem sigla um svæðið, tívolí og fullt af leiktækjum og fjöri. Þurfti alveg 2 daga til að ná að sjá allt. Stutt í barnið í manni á svona stað. Fórum líka á miðnætursýningu í garðinum að sjá Kaptein Sabeltann og Den Forheksede Øya.Það var alveg ægilega gaman og bæði börn og fullorðnir voru hæstánægð. Allt í allt fín vika en veðrið skemmdi smá! Myndir frá Kristiandsand finnurðuhér

Þriðja vikan var barnlaus fyrir okkur skötuhjúin. Baltasar fór til íslands með afa sínum og ömmu og fór á leikjanámskeið á Höfn og Saga fór í sumarbúðir. Á meðan nutum við JC þess að vera í rólegheitum, fórum út að borða nokkru sinnum, í bíó og keyptum nýtt parkett.

Vika 4. Farið til íslands.Búið var að ná í Sögu lúsuga í sumarbúðir og stefnan tekin á Hornafjörðin fagra til pabba og mömmu. Þar var öll fjölsk. samankomin enda Óskar og fam flutt þangað og Viggó og amma voru líka sem var mjög gaman. Ég byrjaði á því að verða veik og endaði á heilsó þar sem ég fékk pensilín. JC varð svo veikur og svo Baltasar og Saga með lús svo að þetta varð nú smá skrýtin vika. En samt voða gaman að koma heim og náði að hitta stelpurnar í mýflugumynd sem var betra en ekkert.Alltaf jafn yndislegar þessar elskur. Komum heim í gær og erum að hlakka til að fá húsið afhent á mánudagsmorguninn. Myndir frá þessari viku finnurðu hér

Over and out í bili.