28.5.10

Fúll tæm jobb

Já að er full vinna að leita að sumarbústað. Eða allavegna helgarvinna. Fórum síðasta fimmtudag að skoða bústað og aftur sunnudaginn eftir að skoða þann sama. Algjör draumabústaður og allt alveg pottþétt nema... engin kvöldsól. Vorum þar í 2 klst að horfa á sólin og komumst að því að það er engin sól eftir kl 1730 og það finnst mér fjandi snemma. Hefði ekki verið gaman að sitja í skugganum á sólríku sumarkvöldi og horfa á nágrannabústaðinn baðaðann í sól. Seljandinn var tilbúin að lækka sig í verði en enn sem komið er erum við ekki sannfærð. Erum að fara á morgun að skoða 3 bústaði.

Þegar við byrjuðum þetta ferlið ætluðum við að kaupa bústað sem var max 2. tíma akstur að heiman. Núna erum við komin í 2 og 1/2 tíma en eftir að hafa skoðað slatta höfum við séð að bústaðir nær landamærunum fara á miklu hærra en þeir eru settir á. Svo er verðið sem við settum okkur farið að hækka. Bæði því bústaðir á þessu svæði hafa hækkað og svo er spurning hvort það sé ódýrara að kaupa ódýran bústað sem þarf að gera allt við, leggja vatn og klóakk og byggja og bæta eða hvort eigi að kaupa dýrara sem þarf lítið sem ekkert að gera nema mála. Sparar allavegna fyrirhöfn og mikla vinnu og kemur kannski niður á sama stað fjárhagslega þegar upp er staðið. Allavegna miklar pælingar. Bústaðarnir sem við erum að fara að skoða á morgun eru við Saffle í Varmland en þar búa tengdó.

Annars bara lítið að frétta. Hitastigið 4 gráður kl 7:30 í morgun. Fjandi kalt miða við árstíma orðin alveg desperat eftir sumri. Núna er Egyptaland langt í burtu.

Jæja verð víst að fara að vinna.Lag vikunar er nýtt - aldrei þessu vant. Rólegt og fínt lagt.



Glóða helgi.

21.5.10

Fyrst á réttunni svo á röngunni

tjú trjú trallala. Nema hvað? Já maður er nú létt andlaus þessa dagana.

Vindi mér þar af leiðandi beint í lag vikunar. Frá þeim árum þegar ég var ung og fögur og gekk í kjólum sem voru næstum bolir. Eða þeir voru ekkert næstum bolir þeir voru bolir. Fyrstu árin í Köben keypti ég alltaf JBS karlmanna hlíraboli og notaði sem sumarkjóla og svo var gengið í Dr. Martins skóm við! Glæsileg alltaf.



Lofa að vera skemmtilegri í næstu viku. Gleðilega hvítasunnu.

14.5.10

Löng helgi

Det er bare dejlig. Heima í gær, hálfur dagur í dag með heimaskrifstofu. Restin fer í generalprufu hjá dótturinni og Dissimilis og sýning í kvöld. Bissí á morgun, Svíþjóð að skoða bústað á sunnudaginn og svo býð í matarboð sama kvöld. Þjóðhátíðardagur á mánudaginn. Ég elska svona stuttar vikur.

Í morgunmat í dag borðaði ég Ritzkex með túnfisksalati og drakk kók með. Já svona get ég verið óholl stundum. Bý til svona salat kannski 2x á ári og er sú eina á heimilinu sem borða það og mér finnst það svo gott en það verður mikið salat úr einni dollu af túnfiski og ekki get ég látið það eyðileggjast. Nei heldur læt ég það eftir mér tvisvar á ári að borða óhollustu í morgunmat og drekka kók með því mér finnst það passa svo vel við svona salat og kex. Hvað er gaman að lífinu ef maður gerir ekki öðruhverju nákvæmlega það sem manni langar til. Mér fannst allavegna ægilega notalegt að sitja á náttbuxunum og flísinni fyrir framan tölvuna og gæða mér á þessu á föstudagsmorgni. Skál fyrir mér.

Hef þetta stutt í dag. Langara að stuðla að góðu skapi og ætla þessvegna að deila þessu fína videoi með þér(man ekki hvort ég er búin að hafa það hérna áður). Ef þú ferð ekki í gott skap af þessu þá ertu fýlupoki og hana nú!



En lag vikunar má samt ekki gleymast. Mikið youtúbast hér í dag eins og sjá má. Helli mér út í púddelrokkið eins og það er kallað hér í Noregi.



Megi alheimurinn veita þér og þínum helgi fulla af góðu víni og góðum mat.

7.5.10

Allir vilja lifa lengi en enginn vill verða gamall.

Fékk þetta netta sjokkið á þriðjudaginn. Þá var tilkynnt í útvarpinu að þann daginn væru 25 ár frá að Bobbysocks unnu Júróvisjon með La det svinge. Góðann daginn, ég man bara þennan tíma eins og það hefði verið í fyrra. Það þyrmdi yfir mér þegar það rann upp fyrir mér að ég er ekkert sérstaklega ung lengur. Ég er fjandakornið að nálgast það að vera miðaldra. Og ég er ekki einu sinni orðin fullorðin, svona almennilega allavegna. Eða kannski er ég bara ekki eins þroskuð og maður hélt á þessum Bobbysocks árum að ég yrði um fertugt. Og það sem mér fannst mamma vera ellismellur þegar hún varð fertug. Hálf í gröfina og allt það. Djí, mér finnst ég enn vera voða pæja og er hreinlega að pæjast meira með árunum. Verð nú samt að viðurkenna að ég læt enn sjá mig úti í búð án farða og í náttbuxum en ætli ég verði ekki að hætta því í desember. Eða ætli ég komist upp með það nokkur ár í viðbót? Já það er að miklu að huga þegar maður er að eldast.

Annars er bara vorið ekkert að láta sjá sig hér. Það var meira að segja algjört kaos hér á þriðjudaginn(La det svinge afmælinu) því það snjóaði svo mikið og allir komnir á sumardekki. Já þá var sko hægt að segja la det svinge við bílinn sinn. Það vantar ekki upp á fína gluggaveðrið en það er ekki nóg lengur. Hvar er vorið?

Maí er annars einn af mínum uppáhalds mánuðum því þá er svo mikið að frídögum í Noregi. Fer að líða að 17 maí sem er "the big thing" hérna(þjóðhátíðardagurinn). Í tómu rugli spurði ég húsbandið hvort við ættum ekki að fara eitthvað í burtu þann daginn og sleppa þessu 17 maí standi. Steinleið yfir hann! Hef ekki spurt hann aftur.

Jæja lag vikunar. Alveg er ég viss um að þú haldir að ég hafi valið Bobbysocks en nei aldeilis ekki. Hef enga löngun til að pína þig með svoleiðis bulli! Nei er að fara á ball í kvöld og finnst þetta lag svo gott upphitunarlag. Lovely lag.



Gísli Eiríkur helgi skál!