29.1.10

Þorra blótað

Já ég ætla að blóta eins og mér einni er lagið eftir rúma viku á Íslandi því ég ætla nefninlega á Hornfirðingaþorrablót. Hef ekki farið í um 20 ár svo kannski tími til þess. Annars lítið núna að segja og lítill tími. Er að fara með báða krakkana til tannlæknis í árlegt tjekk. Saga með 2 laflausar sem ég vona að tanni kippi út svona í leiðinni hann skoðar tennurnar. Honum munar ekkert um það og þá sleppi ég. Er ekki manneskja í svoleiðis. Lausar tennur finnast mér nánast skerí. Verð að hafa þetta stutt í dag og þjóta. Túrílú.

Er orðin svo rugluð í hvaða lag ég hef haft hér að ég verð að fara að vera með lista. Man ekki hvort ég hafi haft þetta lag einhverntíma fyrir löngu eða hvort ég bara hugsaði um það.



Glóðhelgi.

22.1.10

Vá hvað það eru margir föstudagar

Finnst ég ekki gera annað en að blogga þessa dagana. Eða eitthvað. Var að lesa bloggið henna Gullu þar sem hún er meðal annars að tala um hvað heimurinn er lítill. Að allstaðar sem maður fer geti maður rekist á íslending eða einhvern sem maður þekkir eða þekkir til. Alveg er ég sammála þessu. Ég hef nokkur svona dæmi sem eru ansi skondin. Árinu áður en ég flutti til Köben var ég í Lýðháskóla á norður sjálandi, nánara tiltekið Humlebæk og þar eignaðist ég góða vinkonu sem er ensk. Hún var í námi við Háskóla í London og nam þar norræn fræði. Þessi dvöl hennar í DK var hluti af hennar námi. Ári seinna flutti ég til Köben og á Öresundskollegið. Á ganginum mínum bjó danskur strákur, Dennis frá Álaborg sem átti enska kærustu. Kom í ljós að hún gekk í sama skóla og vinkona mín og þær þekktust. Þessu komumst við að þegar að enska vinkona mín heimsótti mig og fór að spjalla við Dennis.

Önnur saga er um íslenskan flugmann sem lést á besta aldri. Hann átti dóttur sem fór í nám til Moskvu. Besti vinur flugmannsins var svo mörgum árum seinna á ferðalagi um Sovétríkin og heimsótti eitthvað land sem ég ekki man hvað heitir en það var eitt af þessum lokuðu ríkjum. Daginn hann átti að fljúga heim var honum boðið að velja milli tveggja skoðunarferða, skoða verksmiðju og svo eitthvað annað sem ég ekki man lengur hvað var. Hann valdi verksmiðjuna og fór þar að spjalla við eina konuna sem vann þar. Í því samtalinu kom í ljós að hún þekkti dóttur vinar hans frá árunum hennar í Moskvu.

Einu sinni var ég í Feneyjum með afa og ömmu og stóð á Markúsartorginu og hvern hitti ég þar. Jú Jón pabba minn sem var á ferðalagi í Evrópu. Svona er heimurinn lítill. Maður getur alveg garanterað að ef maður hittir íslending hvar sem er í heiminum finni maður minnst eina manneskju sem báðir aðilar þekkja eða kannast við.

Kannski var ég búin að skrifa um þetta áður. Hreinlega man það ekki enda ekki von þar sem aldurinn er farin að færast yfir á methraða.

Annars bara allt venjulegt. Lífið gengur út á að vinna, borða, sofa og bora í nefið. Kannski hélt einhver að ég ætlaði að segja að lífið væri saltfiskur en nei, ekki hjá mér. Borða ekki svoleiðis.

Hendi mér út í rómantíkina frá menntaskólaárunum. Ekki það að hún hafi blómstrað neitt sérstaklega hjá mér þá. En rómantísk var ég engu að síður.



Gróða helgi.

p.s er enn verst í brekkunum.

15.1.10

Yei!

Ef þú spyrð manninn minn hvort ég sé trektasti ferðalangur sem finnst þegar við erum að fara í flug þá myndi hann svara já. Ég er alveg meiriháttar upptekin af að vera á réttum tíma úti á flugvelli og fátt í þessu lífi pirrar mig meira en að vera of sein í flug. Ég vill geta spókað mig í taxfree og skoðað dót sem mig ekki vantar og ég vill geta sest niður og fengið mér eitthvað að drekka og ég verð að kaupa mér blað til að taka með í flugið. Svona er þetta bara. En stundum fer eitthvað úrskeiðis eins og núna á miðvikudaginn þegar ég var að fara til Stockholm á fund. Átti flug 7:40 og var mætt á góðum tíma út á völl og búin að kaupa mér blaðið og kaupa í taxfree og settist niður með samstarfsmanni mínum og fékk mér morgunmat. Þegar voru 20 mín í brottför ákváðum við að núna væri komin tími til að fara að hliðinu. Eg ákvað að skreppa á pisseríið fyrst og hélt að það væri bara rétt handan við hornið. Lét samstarfsmann minn fá veskið mitt og síma og hann benti mér áttina sem hliðið var og ég skrapp. Þetta skrepp var svolítið lengra en ég hélt því klósettið var ekki bara rétt handan við hornið, þetta var frekar langt horn og svo var það niður í kjallara líka. Ég pissaði á mettíma og dreif mig upp og fór að hliðinu. Þar var fullt af fólki og ég gat bara engan veginn fundið vinnufélagan, var nú að undra mig á því hversu mikið af ellilífeyrisþegum voru að fara til Stockholm svona snemma morguns í miðri viku en hafði engan tíma til að velta því lengi fyrir mér því ég varð að finna kauða því hann var með allt draslið mitt. Mér var litið á skermin ofan við flughliðið og þar stóð Allicante! Greit, semsagt vitlaust "geit" og skýring á öllu gráa hárinu í kringum mig. Ég hljóp áfram inn ganginn en fannst svo tómt þar að ég ákvað að snúa við og hljóp allt ég gat til baka til að reyna að finna upplýsingaskerm. Fann það á endanum og fattaði að ég hafði ekki hlaupið nógu langt inn ganginn og varð að snúa við og djöflaðist eins hratt og ég gat til að ná fluginu því ég vissi að núna væri ég orðin mjög sein.

Á meðan ég var að bíða við Allicante hliðið hafði flugvallarfólkið sagt við samstarfsmann minn að ef ég kæmi ekki núna yrðu þau að fara á undan mér og akkúrat þá sá hann mig hlaupa í áttina að hliðinu og gladdist mjög og sagði þeim að ég væri að koma og benti á mig á sama tíma þar sem ég snérist um hælt og hljóp á tvöföldum hraða í vitlausa átt. Hann fór alveg í kuðung því hann var búin að reyna að hringja í mig en síminn var í veskinu mínu sem hann hélt á. Greyið hann var orðin alveg sveittur en sá mig svo á endanum koma tilbaka. Ég var semsagt hundsein, allir löngu búnir að setjast og setja handfarangurinn á sinn stað og allt það og öll vélinn horfði á mig þegar ég hljóp inn í vélina löðursveitt í flísinni minni og dúnúlpu með trefil! "The queen has arrived" sagði ég bara og brosti og veifaði létt og allir klöppuðu á endanum og fyrirgáfu mér. Eða - kannski var mig bara að dagdreyma þetta síðasta. Óskhyggja eintóm. Hver veit? HATA AÐ VERA SEIN.

Já sådan er livet. Annað ferlegt sem gerðist þessa vikuna. Ég fór á skíði. Saga var að fara á skíðanámskeiði sitt og ég ákvað að drífa mig með og reyna að æfa mig. Ég er afleit skíðamanneskja og þegar ég tel saman tímann sem hef ég staðið á skíðum síðust 5 árin verða það um 7 klukkustundir í allt svo að það væri synd að segja að ég væri æfð. Allavegna þá fékk ég lánuð skíði og dreif mig í brekkuna vitandi að í fyrra stóð ég í 1 1/2 klst og ekkert árið áður. Vá hvað það var augljóst. Ég var hræðileg. Langverst af öllum í barnabrekkunni, sá krakkana með downs bruna fram hjá mér og vinka og ég stóð í bremsustöðunni niður alla brekkuna í heilan klukkutíma. Gvuð hvað mér var illt í lærunum. Verð að viðurkenna að sjálfsálitið er ekki í botni þegar maður er verstur í hópnum og hópurinn samanstendur af þroskaheftum krökkum á aldrinum 10-16. Og það versta er að ég fer örugglega aftur á mánudaginn og held áfram þessari sjálfspíningu.

Í kvöld er stórkvöld hjá Sögu. Í fyrsta skifti er hún að fá vinkonu í heimsókn sem ætlar líka að gista. Búið að vera mikið umstang og pælingar hvaða mat vinkonan vill borða og hvort hún vill horfa á mynd áður en þær fara að sofa og hvaða mynd osfr. Ægilega spennandi að sjá hvernig þetta á eftir að ganga.Við höfum ekki treyst okkur í svona gistiheimsóknir fyrr en núna en því vinkonan var alltaf frekar þver og mikið umstang þegar þær voru saman en núna virðist sem þær eru orðnar nógu þroskaðar til að prófa þetta. Krossa fingurnar.

Jæja er ekki komin tími á eitt af mínum uppáhaldslögum frá árunum mínum á Öresunds. Jú ég held það bara.



Glóðahelgi.

8.1.10

Árið komið.

Gleðilegt ár kindirnar mínar. Var víst búin að lofa að skrifa milli jóla og nýárs en það fór nú aldrei svo því maður var svo dofin af ofáti og kulda. Var búin að lofa að ljóstra upp leyndarmálinu stóra. Jú þannig er mál með vexti að við hjónin ásamt börnum erum að fara að ættleiða kínverska tvíbura. Búin að vera að vinna í þessu í laaangann tíma og fengum fyrst fréttirnar í des en samt ákváðum að bíða þangað til allt væri pottþétt. Semsagt fjölgun í fjölskyldunni í sumar en miklu meira um það síðar. Jibbíjei. Ekki áttirðu von á þessu?

Annars bara rosa fínt yfir hátíðirnar. Mamma og pabbi voru hér og það vara bara borðað og slappað af. Baltasar fékk snowboard og við keyptum 1 og hálfan tíma með kennara og eftir 3 tíma í barnabrekkunum var hann tilbúin í stóru brekkurnar á brettinu. Ótrúlegt hvað hann er fljótur að ná svona. Væri óskandi að hann væri jafn fljótur að fatta þegar hann týnir einhverju. Er algjör Denni dæmalausi stundum. Kom heim á mánudaginn og hafði gleymt úrinu sínu, sundbuxum, húfunni(15 stiga frost og var í sundi!) og svo norsku lesbókinni. Hann skildi bara ekki neitt í neinu hvað varð um þetta dót. Hafði líka tínt tvennum skíðabuxum fyrir jól. Ætli maður geti fengið ríkisstryrk útaf svona?

Saga fékk ný gönguskíði og hún skíðaði öll jólin. Þvílíkt dugleg á skíðum og ætti mamma hennar að taka hana til fyrirmyndar. Hún er að byrja á skíðaæfingum,slalám eða svigskíði eins og það heitir á ísl. Þetta er 3. árið hennar. í fyrra ákvað pabbi hennar að láta hana prófa fullorðinsbrekkuna og mín húrraði niður brekkuna á ógnarhraða og hann sá að hún er ekki alveg tilbúin í þær svona andlega. Hún er svo mikill álfur stundum að hún fattar ekki hvað það er hættulegt að bruna niður svona langa og bratta brekku á heljarhraða og aldrei bremsa. Sem betur fer vissi ég ekkert af þessu fyrr en eftir á, hefði fengið nett taugaáfall.

Þetta síðasta árið mitt sem 30 og eitthvað er ég búin að ákveða að hafa það árið fyrst og fremst skemmtilegt. Það var nýársheitið mitt. Skemmtilegheitin byrja í kvöld með partý, og svo er ég að fara í annað partý eftir 2 vikur og svo 2 vikum eftir það fer ég til íslands á Hornfirðingaþorrablót. Hef ekki djammað svona mikið í heilan áratug. Djí hvað ég ætla að skemmta mér og nota flotta dótið sem eiginmaðurinn gaf mér í jólagjöf. Veski og armband frá einhverjum Jimmy Choo. Hann er víst voða frægur.Ég er algjör auli þegar kemur að tísku. Ég ákvað annað í framhaldi af öllu þessu skemmtilega í ár og það var að ekki kaupa mér fleiri svört föt. Svo í gær fór ég á útsölu og keypti mér kjól sem var beige með bláu og rauðu munstri. Og svo keypti ég mér fjólubláa skyrtu. Byrjar semsagt vel. Og annað. Ef þú trúðir þessu með tvíburana - þá kínversku - þá skál fyrir þér. Leyndóið var nú ekki annað en við erum að fara til Egyptalands um páskana en börnin fengu fréttirnar í jólagjöf og þessvegna vildum við halda því leyndó í smá tíma. Ég vildi bara gera smá grín afþví það er svo skemmtilegt. Ha ha ha ha ha ha ha æm so funní æ kúd spring. Ég er næstum eins og spaugstofan!! En eitt get ég sagt og það er að tilhugsunin um að fá smá yl í kroppin í vetur er yndisleg sérstaklega núna þegar er -20 gráður úti.

Jæja er þetta ekki orðið gott. Vildi gjarnan sjá að fólk kvitti svona í byrjun árs svo að ég viti hverjir kíki við.

Lag vikunar er eldgamalt og rólegt með háan hallæris faktor. Fannst þetta lag svo skemmtilegt þegar ég var lítil og kann bara vel við það enn. Fannst ekki við hæfi að spila eitthvað fjörugt þegar er svona kallt úti. Maður er eiginlega gaddfreðin þessa dagana og hreyfir sig hægt.



Góða helgi.