25.11.11

Dottin í það.

Eða svona hér um bil. Jólaskapið það er að segja. Tók meira að segja smá forskot á sæluna og hengdi upp heimagerðu vitringana í gluggann minn í gær. Svo fííínt.

Fyrsta helgin heima í heilar 4 vikur. Komin með nóg í bili. Orðin smá leið á að mála allar helgar. En demit hvað það er orðið fínt í stofunni minni uppi í bústað.

Annars vill ég bara tilkynna að mér leiðis Shania Twain alveg óstjórnlega. Ásamt Celine Dion og Michael Bolton. Þau eru bara leiðinlegust. Svo leiðist mér líka að sofa í sokkum. Og fara til tannlæknis. Verð samt að viðurkenna að mér þykja tannlæknar leiðinlegri en Shania. Held að tannlæknar séu það versta sem ég veit. Ef þetta var ekki mikil speki fyrir ykkur að lesa þá veit ég ekki hvað.

Fyrir utan þetta þá gengur lífið bara sinn vanagang. Ekkert farið að bóla á snjó hér í landi sem fyrir mig er nátturulega algjör draumur en börnin aftur á móti farin að þrá snjóinn. Garðurinn enn grænn en það var nú smá frost hér í gær. Og þá meina ég hér heima hjá mér. Gatan mín er nefninlegasta kaldasta gatan í bæjarfélaginu. Í fyrra var orðin alhvít jörð hér í götunni og ekki neinstaðar annarstaðar. Það var eins og að keyra inn í allt annan heim að keyra inn í götuna mína. Sama í gær, hált og frost hér og rigning annarstaðar. Algjör kuldapollur sem ég bý í. Og ég sem er svo mikið fyrir kulda!

Jæja er ekki komin tími fyrir fyrsta jólalag ársins. Of snemma kannski. Veit ekki og er alveg sama. Finnst þetta svo fínt lag. Leiðinlegt myndband ef myndband skyldi kalla. En ég kann bara svo vel við hann Helga. Kannski afþví ég heiti Helga! Ha ha ha ha ha..........mí só fönní.



Have a very nice weekend thank you very much!

18.11.11

Og orðið var.....

Fraumkrapi!! Þýðir ekki neitt, bjó það til í sömu andrá sem ég skrifaði það. Vildi bara tjekka á hversu margir myndu trúa því að þetta væri ekta orð. Greinilega auðvelt að búa til orð, maður ætti að gera það oftar:-D Svona gerist þegar maður hefur ekki frá neinu að segja.

Ekki tími í dag fyrir löng skrif. Er á leiðinni upp í bústað að mála. Síðasta helginn þennan veturinn og svo verður honum lokað um tíma. Núna þurfum við að snúa okkur að jólaundirbúning heimilisins. Það verður nú gaman. Jólíjólí!!

Ekki gefast upp á þessu lagi. Það er eiginlega leiðinlegt en frábær texti. Þetta eru 2 gamanleikarar hér í Noregi sem eru að gera grín af hvernig tónlist í dag er, sérstaklega þá textarnir sem bara fjalla um kynlíf og það að vera sexý.Og svo myndböndin sem innihalda mikið af hálfberu fólki og spila á kynlíf þrátt fyrir að lagið fjalli um eitthvað allt annað. Mér finnst þeir hafa neglt þetta ansi vel.



Gleðilega helgi.

11.11.11

Fraumkrappi!

Getur einhver sagt mér hvað fraumkrappi er?

Loksins skriðin saman og á leiðinni í aðra málningaferð. Annars bara allt fínt, veðrið bara gott og hef ekki yfir neinu að kvarta. Svona ef við lítum framhjá kreppum, gróðurhúsaáhrifum, stríðshrjáningum, fátækt og hungursneyð um víða veröld. En hefur það ekki alltaf verið svona? Lífið gengur upp og niður og stundum eru góðir tímar og stundum slæmir. Er allavegna fegin að ég var ekki uppi á svörtustu miðöldum. Held ekki að það hafi verið neinn dans á rósum heldur.

Annars fékk Saga langþráðan draum uppfylltan í gær. Hún fékk að fara til tannlæknis. Mikið var hún glöð. Þar ekki mikið að gleðja þessa elsku. Því miður grunar mig að þetta eigi allt eftir að enda með spöngum. Verður eins og mamma sín þegar hún var ung og fögur(ehem!). Með spangir, gleraugu og trúlega fær hún einhverjar bólur líka. En hún fær ekki stórt nef! Elska unglinga.

Jæja best að demba sér í tónlistina. Allir dansa núna.



Glóða helgi.

4.11.11

Ekki alveg dauð enn...

Nobb, ekki alveg hætt að blogga en hafði ekki tíma í síðustu viku vegna anna og annars. Búin að vera frekar hálf síðustu vikur. Byrjaði á því að á fimmtud fyrir 2 vikum fór ég til húðlæknis sem fjarðlægði einhverja örmyndun á leggnum á mér. Bara smá skrap, ekkert sem var hættulegt bara ljótt. Tók ca 3 mínútur og skildi eftir sig pínulítið sár á stærð við nögl. Átti ekki að vera neitt mál með það. Einum og hálfum sólarhring seinna vakna ég um miðja nótt alveg að drepast í fætinum. Skrönglaðist á fætur og sá að ég var öll bólgin og ljót í kringum sárið. Fór aftur til læknisins á mánudeginum sem sagði mér að ég væri komin með súpersýkingu hvorki meira né minna og gaf mér eitthvað súper krem sem átti að laga þetta. Næstu daga var ég með rýting í sárinu, var rosa illt og það var ekkert að skána þrátt fyrir súperkremið. Fór aftur til læknisins fimmtudaginn fyrir viku og þá var ég sett á pensilín. Var svo voða bissí þann daginn að pakka og gera tilbúið fyrir sumarbústaða ferðina sem ég hlakkaði ægilega til.

Föstudagur fyrir viku: vakna fyrir allar aldir, enn illt í sárinu og Pensilínið ekki gott í magann minn. Sest upp og vupsi, hnakkinn allur lokaður og læstur og sársaukinn bara vondur. Ekkert að gera við því urðum að fara til Svíþjóðar og í bankann. Man daginn í hálfgerðri móðu vegna verkja. Gat eiginlega ekki hreift mig, þurfti og þarf enn að vakna á nóttunni til að skifta um stellingu. Svo að síðustu helgi horfði ég á húsbandið þrífa og vinna í bústaðnum og ég bara sat. Fór til sjúkró á þriðjdaginn og er að fara aftur á eftir í smá losun. Búin að staulast í vinnuna alla vikuna að drepast, er núna komin í 50% veikindaleyfi til að leyfa þessum fjandans hnakka að lagast. Og við erum aftur að fara upp í bústað að mála, sjáum til hvað ég fæ til. Get allavegna horft á húsbandið mála!! Ekki alveg það sem ég ætlaði mér. En mikið verður fínt hjá okkur þegar stofan verður orðin hvít. Vona að ég geti sett út myndir fyrir jól. En núna erum við semsagt að reyna að klára stofuna því það er svo mikið annað mig langar til að gera í sumar en að hanga inni og mála.

Over and out frá Noregi.

Er fólk alveg hætt að búa til svona lovlí lög eins og þetta? Hljómar best hátt svo hækka í hátalaranum NÚNA!!



Góða helgi!