25.1.08

Stutt og laggott

verður þetta hjá mér í dag, er að fara til Köben með henni dóttur minni.Í svona mæðraferð! Ætlum að gista hjá vinkonu minni sem heitir Nacima en hún á dóttur sem heitir Elisa og er 2 vikum eldri en Saga. Hún er líka með downs heilkenni og við kynntumst þegar þær voru bara nokkra vikna. Höfum haldið sambandi síðan, stundum miklu og stundum minna en alltaf eitthvað band. Hlakka þvílíkt til, er alltaf eins og að koma heim.Á trúlega alltaf eftir að sakna Köben. Hún er mín borg. Hef aldrei saknað Reykjavíkur á sama hátt enda hef ekki búið þar jafn lengi eða allavegna samfleytt jafn lengi. 10 ár er langur tími og svo er nú ekki erfitt að láta sér líka við Köben. En danir er aftur á móti alveg hræðilega gamaldags þegar kemur að fötlunarmálum. Langt aftur í rassi þar. Var rosalega á móti þeirra kerfi en þeir stunda stífa aðskilnaðarstefnu fyrir þessa krakka. Þeir gátu ekki skilið þarna á fötlunarskrifstofunni hennar Sögu þegar hún var lítil að ég vildi að hún gengi í venjulegum leikskóla.Það er ekkert bannað, bara mál og ekki mælt með því.Steinaldarmenn!

En úr einu í annað þá las ég þessa frétt hér á Vísi.is og mikið innilega vildi ég óska að þetta væri lifandi vera Vá hvað yrði gaman. Spáðu ef það loksins eftir allann þennan tíma kæmi í ljós að það væri í rauninni líf á Mars.Hef verið að bíða eftir lífsmarki frá ég var krakki. En þetta er samt örgugglega bara klettur.

Nú þetta var kannski ekki svo stutt. Er allavegna farin. Þessa vikuna ákvað ég að breyta aðeins til legg hér út þetta fyndna video um dani!




Ha' en god weekend alle sammen

22.1.08

Hendi inn hér einni uppskrift


enda orðið langt síðan síðast.
Eldaði þennan fína lax(eða var það bleikja!) um daginn. Svo einfalt og gott og hollt.

600 gr fiskur (hvaða sem er)
2 dl sweet chili sósa
1/2 dl sesamolía
slatti af fersku kóríander hakkað eða hægt að nota úr krukku


þetta er blandað saman og dreift yfir fiskinn sem er svo settur í ofn þangað til hann er tilbúin(það fer svo eftir stærð fisksins).


Með þessu var ég með wokkað grænmeti og núðlur með soyasósu og ristuðum sesamfræum sem ég dreifði yfir fiskinn.


Enjoy.


p.s tók enga mynd svo ég læt hér fylgja mynd af Nemo greyinu, þótt ekki hafi það verið hann sem var til átu.

18.1.08

Austurland og Austurland að glettingi

Norðlæg átt, víða 10-15 m/s og snjókoma eða él, þokubakkar við ströndina. Útlit fyrir hvassa suðaustan átt með slyddu og rigningu og hlýnandi veðri og glerhálku og hræðilegri bleytu og eymd og volæði. Móðir Náttúra haldin alvarlegum valkvíða og veit ekkert hvort á að vera vetur eða vor eða rosalega síðbúið haust. Tókst að týna nýju regnhlífinni minni og komst einnig að því að það er ekki viturlegt að stytta sér leið í glerhálku og vaðandi vatn upp að öklum! Maður sparar hvorki tíma né bleytu.

Annars var hún Swaný hér að spyrjast fyrir um börnin mín, hvort þau gerðu eða segðu aldrei neitt sniðugt. Það held ég nú, all the time. Er bara svo ægilega léleg í að muna svona enda er það ekki eins áberandi eins og þegar þau voru lítil. Baltasar er hættur að klifra upp á 2. hæð og ganga jafnvægisgang á svalahandriði og ekki hefur hann heldur kúkað á tröppurnar úti lengi! Og ekki hefur Saga horfið úr skólanum nú í að verða ár, og ekki hangið utan á 2. hæða húsi. Okkar líf er orðið svo rólegt miða við fyrri ár að manni(og konu(vill ekki fá femínista félag íslands á hnakkann!)) finnst bara lítið gerast.

Saga er að vísu rosa upptekin af að skifta um hlutverk og klæðir sig eftir því. Einn daginn er hún Hermine í Harry Potter og ég verð að laga hárið hennar og svo finnur hún sér dökk föt, eða þá er hún Stefani og vill endilega klippa sig stutt og láta lita á sér hárið bleikt(over my dead body) eða svo er hún hundleiðinlega Lotta sem flytur að heiman og er alltaf í fílu. Okkur leiðist hún.

Baltasar er bara sætur að vanda, komin með tvöfaldan tanngarð í neðri og við verðum bara að bíða eftir að barnatönnunum þóknist að detta út. Er farin að æfa bandy og voða ánægður með það og er ekki enn búin að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Síðast var það spæari! Hann ætlar allavegna að búa á Mallorca og eiga hunda. Og við megum koma í heimsókn á sumrin.

Þetta var nú bara slatti.

Lag vikunar, Girlpower delux með einni sem hefur verið að í langann tíma. Hefði sko ekkert á mótir því að vera svona glæsileg og svöl á sekstugsaldri. Finnst þetta æðislegt lag hjá henni,rokk on Blondie. Þetta er svona lag sem manni langar til að hoppa við á tónleikum.



Vonandi áttu notarlega janúarhelgi. Over and out frá austurlandi hinu norska

15.1.08

Bloggarar hér og þar og allstaðar

Ég er svona frekar forvitin manneskja að eðlisfari og blogg hefur alveg hitt í mark hjá mér. Í gegnum það get ég "njósnað" um fólk án þess að hanga á glugganum hjá viðkomandi(hætti því um 12 ára aldur).Komist að hinu og þessu, bæði nytsamlegu og svo minna nytsamlegu. Nenni samt ekki að lesa stjórnmálaþvaður og svoleiðis neikvætt - tel það ekki nytsamlegt. Stoppa samt oftast stutt við hjá ókunnugum, finnst skemmtilegra að lesa um vini og kunningja og hvað þeir/þau/þær eru að gera. Mikilvægt að fylgjast með.

Rakst á einn blogg um daginn hjá guðfræðinema sem ætlar sér að verða djákn þegar hún er búin með nám. DJÁKN ! Verð nú bara að viðurkenna að ég er svo vitlaus að ég veit ekki hvað svoleiðis fólk gerir - hef bara heyrt um djáknan á Myrká. Fannst það allavegna voða spennó að ætla að verða djákn!

Og svo eru öll útlensku bloggin með allskonar skemmtilegum myndum og videoum sem er algjör nauðsyn að skoða svona við og við. Mikið hlæ hlæ oft á tíðum. Finnast líka íslensk blogg eins og þetta "fréttablogg". Algjör della en stundum er ágætt að lesa algjöra dellu sem mótvægi við allar harmafréttirnar maður les um í blöðunum daglega.

Matarblogg ættu að vera öllu mataráhugafólki skyldulesning. Það er ekki neitt smá spennandi heimur þarna úti. Það sem maður á eftir að læra í matargerðarlist. Þessi síða er algjör snilld. Ætlaði nú að vera svo dugleg og prófa eina nýja uppskrift á viku en verð nú að viðurkenna að það hefur ekki alveg tekist - enn!

Það er svo mikið spennandi og áhugavert og líka óspennandi og óáhugavert þarna úti í himin-blogg-geiminum. Ætli mitt blogg teljist nú ekki sem það síðara enda færi ég engum neina visku, bara góða tónlist öðru hverju ;-)



Vildi bara blogga aðeins um blogg og deila með ykkur þessum mjög svo krúttlega kettlingi sem ég fann á einum af mínum ferðum um bloggheiminn.

sjáumst á föstudaginn

11.1.08

Djí hvað tíminn líður hratt !

Núna er janúar alveg að verða hálfnaður. Mér finnst ég stundum lifa í einhverju vakúmi,veit ekki alveg hvað verður að tímanum. Finnst ég ekki nota hann neitt gáfulega. Ætla alltaf að æfa meira, borða minna óhollt, elda fyrir alla vikuna, taka til í skápum, læra meira, heimsækja vini mína oftar, fara á tónleika og leikhús og bara lifa skemmtilegra. En fyrr en varir hafa vikurnar liðið og ég hef ekki gert neitt af því sem ég ætla mér. Það var víst einhver vitur maður eða kona sem sagði að "Life is what happens when you're busy making other plans". Mikið rak sú manneskja naglann á höfuðið. Vikan semsagt farið í ekki neitt, hef að vísu farið í gymmið 2x(geðveikar harðsperrur) og svo eldaði ég fisk á þriðjudaginn svo ég hef nú allavegna eldað hollt og svei mér þá eldaði líka stóran skammt af súpu og gat fryst restina(talandi um myndarlega húsmóður). Jú og byrjaði á ljósmyndanámskeiði á miðvikudaginn. Hmm, kannski að það gerist fullt í mínu lífi! Hef bara ekki tekið eftir því.

Annars var hún dóttir mín svolítið fyndin um daginn, hún var að læra heima í stærðfræði og ég var eitthvað að reyna að hjálpa henni. Þetta var ekki alveg að falla í kramið og sagði sú stutta hátt og skýrt við móður sína "Láttu mig vera, ég vill vinna sjálfstætt". Well eksjús mí!Held allavegna að hún eigi sko alveg eftir að pluma sig í lífinu.(Vill vekja athygli á að hún er búin að skifta um nafn og heitir núna Stefani(eða Solla stirða á ísl.))

Lag vikunar er ekki gamallt. Ákvað að breyta aðeins til og taka smá pásu(en bara smá)á þessu gamla og góða og leggja út mín uppáhalds lög bæði róleg og ekki.Troða upp á ykkur mínum tólistarsmekk. Þetta lag hér er með noskri rokk hljómsveit sem heitir Maderudgada, einhverra hluta vegna gáfu þeir út hálfgert kántrílag sem ég fíla bara svona rosa vel. Hvað finnst þér um þetta lag?



Gróðahelgi!

7.1.08

Gleðilegt 2008

Jæja þá er hversdagsleikinn tekinn við. Byrjuð að vinna aftur, pabbi og mamma farin til Íslands og krakkarnir byrjuð í skólanum.

Það verður nú að segjast að 2007 hafi verið viðburðarríkt ár. Eitt að þessum árum þar verða eitthvað nýtt gerist.

Við byrjuðum að leita að nýju húsnæði í 2006.Eftir árs leit fundum við loksins það sem leitað var að og við keyptum loksins nýtt hús sem við tókum við 1.ágúst 2007. Svo byrjaði Baltasar í Levre barnaskóla í lok ágúst. Ég fetjaði í hans fótspor og fór í fjarnám í Háskólanum í Bergen í margmiðlun. Bara ein önn, svona til að bæta aðeins við mig. Við vorum svo allt haustið að koma okkur fyrir og læra heima! Gekk vel í prófum og við erum búin að koma okkur fyrir að mörgu leiti, verðum samt örugglega að í mörg ár. Tekur alltaf tíma að ákveða hvar myndir eigi að vera, kaupa gardínur osfr. Eigum eftir að gera fullt eiginlega en það verður gert smám saman.

Núna fer garðverkefnið mitt að byrja, erum að fara að teikna garðinn og ákveða hvað á að gera í sumar.Við erum með 3-5 ára plan fyrir garðinn. Gera lítið í einu svo maður eyði ekki öllu sumrinu i garðframkvæmdir.Ætlum að byrja á að byggja pall og setja upp sandkassa handa heimasætunni. Hún er enn þar og finnst fátt skemmtilegra en að moka(hún kallar það baka). Verðum að hafa eitthvað fyrir hana að dunda sér í garðinum því hún fer ekkert ein út að leika. Verðum að geta fylgst með henni öllum stundum. Er svo mikill álfur þessi elska. Ætlum líka að rífa upp fullt af ljótum runnum sem hvorki blómstra fallega eða bera ávöxt. Og fjarlæga/flytja rósarunnana sem eru staðsettir undir öllum svefnherbergisgluggunum. Skil ekki hvaða staðsetning það er fyrir rósir. Vespur og aðrar flugur keppast við að halda sig í námunda þessi blóm og fyrir vikið eru vespur á sveimi þar sem við sofum. Ekki sniðugt.

Jólin hafa annars verið ansi ljúf. Búið að slappa mikið af, sofa lengi, borða alveg óhugnalega mikið af öllu góðu og ekki endilega svo hollu. Það var nú enginn snjór hér í jólafríinu en var samt kallt svo það var hægt að fara á skauta. Keypti mér skauta og fór á skauta í fyrsta skifti síðan ég var 12 ára. Verð nú að viðurkenna að það gekk betur en ég hafði reiknað með. Dett allavegna ekki en get nú ekki sagt að ég þjóti neitt um ísinn. Og er búin að gleyma hvernig maður bremsar en það hlýtur að koma. Baltasar byrjaði svo að æfa bandy en hann er nú bara nokkuð seigur á skautum. Saga líka. Pabbi keypti sér skauta og dreif sig á svellið með okkur, gekk alveg vonum framar. Datt allavegna ekki!

Önnur plön eru að ég er að fara á ljósmyndanámskeið, ætla loksins að læra á nýjustu myndavélina mína.Förum til Rómar í apríl en eigimaðurinn verður 40 ára gamall/ungur! Komum til Íslands í júlí og verðum tæpar 3 vikur. Gerum ráð fyrir að heimsækja mágkonu mína í Portúgal líka í júlí.Semsagt nóg að gera eins og alltaf.

over and out í bili.

p.s. gleymdi lagi vikunar í síðustu viku.Gleymi því ekki þessa vikuna.

3.1.08

HANN Á AFMÆLI Í DAG

Pabbi minn á afmæli í dag, er 60 ára. Ekki finnst mér hann nú gamall, hvorki í anda né útliti. Alveg ótrúlega unglegur drengurinn þótt toppurinn sé farin að þynnast! Svo skemmtilega vill til að hann er hérna úti hjá okkur á þessum merka degi og ætlum við að halda upp á daginn með að fara út að borða á voða góðan kínveskan veitingarstað.

Smá myndasería af afmælisbarninu.






Til hamingju með daginn.Hipp Hipp Húrra