7.12.07

Dagur 7. Kæri Jóli

Föstudagur eina ferðina enn - surprise! Á morgun er jólatónleikar Dissimilis.Búið að vera mikið um að vera þessa vikuna hjá Sögu við æfingar og workshop en það er Dissimilishópur frá Rússlandi sem ætlar að taka þátt í tónleikunum og vikan hefur farið í æfingar með þeim. Þetta er 3. árið sem Saga er með í þessu og orðin hefð. Kemst í þokkalegt jólaskap. Og svo fær maður alltaf tár í augun og svoleiðis því þessar elskur eru svo sæt og saklaus. En það sem þau eru dugleg. Það er einn sem spilar á hljómborð sem er blindur og spastískur, já hann kann að spila og það vel og syngur líka ágætlega. Spilar í kross!! Er það hægt þegar maður er blindur og alltaf með krampa spyr maður sjálfan sig - já greinilega.

Lag vikunar er Himlen i min famn með Carola(komandi íslandsvinkona)sem Dissimilis flutti svo vel í fyrra og verður að segjast þá líkaði mér flutningur þeirra betur enda fíla ég ekki Carola neitt sérstaklega.En þetta er samt voða fallegt lag.

Är du en av tusen små?
Är du han dom väntar på?
Du mitt lilla barn,
en ängel givit namn.

Är du jordens dolda skatt?
Jag fått skydda denna natt.
Är det själva himlen
som jag gungar i min famn.

Vem har tänt den stjärnan som speglas i ditt öga
Himmeldiamanten, över staden betlehem



Tek mér helgarpásu.Verð tilbaka á mánudaginn til þess að koma þér og þínum í jólastemningu!

Góða helgi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða helgi og skemmtið ykkur nú vel á tónleikunum á morgun :) kv.Anna

Nafnlaus sagði...

Það er fátt Helga mín sem þessum börnum er ofviða, það erum við, liggur mér við að segja sem erum tréhestar! Góða skemmtun og góða helgi. Gulla Hestnes