16.5.07

Komin tími fyrir eina lauflétta uppskrift - Parmesanpai



þetta pai hef ég eldað ansi oft. Er bæði gott og einfalt. Hægt að skifta rjomanum út með undanrennu eða léttmjólk ef maður vill hafa það aðeins fituminna.

Deig:
ÉG kaupi venjulega tilbúið í pokum frá Maizena en ef þú villt gera það sjálf þá er uppskriftin hér:
2 - 2.5 dl hveiti
100 gr smjör
salt
2 matskeiðar vatn

Ofninn hitaður(225). Hveiti, salti, smjöri blandað vel saman(best í blender eða annari eldhúsvél)vatnið sett smátt og smátt og blandað vel saman. Keflaðu út í stórt paiform eða 6 lítil og steikt í ca.10 mín.

Fylling:

2 egg
3 dl rjómi
3 dl parmesan ostur grófrifinn
100 gr ruccola salat
salt/pipar

Blandað saman og sett í ofn. Bakað í 30-40 mín á 225.

2 ummæli:

Oskarara sagði...

Hæ og til hamingju með þetta,ofurflottar myndir. Á kannski eftir að prófa uppskriftina, er alveg dáinn í matseldinni.........hilsen Skari bró

Nafnlaus sagði...

Hæ er í Bergen (þarf ég að segja að það er rigning). Flott hús, til lukku.
Kv
Kári