21.9.07

Fastir liðir eins og venjulega

Enn ein vikan liðin og hef ekki frá neinu skemmtilegu að segja. Hversdagsleikinn tekin við af fullum krafti og þessa dagana geri ég lítið nema sofa,borða, vinna og setja upp ljós,sofa, borða, vinna og setja upp annað ljós,sofa, borða, vinna og taka niður ljósið og skila því aftur í búðina og kaupa nýtt, sofa, borða, vinna og setja upp nýja ljósið, sofa, borða, vinna og taka niður nýja ljósið og skila því aftur í búðina og kaupa enn eitt ljósið osfr..............
AFHVERJU SAGÐI MÉR ENGINN AÐ ÞAÐ VÆRI ORÐIÐ SVONA ERFITT AÐ VELJA RÉTT LJÓS! Eða eru það bara við sem erum haldin svona rosalegum valkvíða. Sem betur fer má skila segi ég nú bara. Allavegna er staðan sú að við erum ekki enn komin með ljós í stofuna, borðstofuna eða vinnuherbergið (The Library eins og ég kýs að kalla það!).Og þar sem þessi herbergi eru eitt og sama rýmið er soldið dimmt hjá okkur en eins og alþjóð veit er komið haust og þá dimmir fyr! Jæja nóg um það. Myndir af höllinni koma þegar við verðum komin með ljós því það er svo lítið flasið á myndavélinni minni!

Stuðlag vikunar er gamalt að vanda, veit ekki alveg hvaða tónlistargeira það fellur undir. Alveg bráðfyndið, maður fer í svo ljómandi gott skap af að horfa á þetta video(takk fyrir að minna mig á þennan sjónvarpsþátt Svanfríður). Hækka hátalarana NÚNA!



Góða Gísli Eiríkur Helgi.(æm só funní æ kúd spring)

4 ummæli:

kollatjorva sagði...

Góða helgi mín kæra, næst þegar ég kem til Norge þá hef ég samband! var orðin ansi eitthvað leið á því að horfa á myndir í tölvunni eða drekka bjór með köllunum og horfa á bbc síðast :)

Oskarara sagði...

Talandi um ljós. Vorum búinn að kaupa þetta fína Norm ljós, vorum með það aftur í bíl. Íris var að setja eitthvað dót afturí fyrir utan búðina hérna,tók ljósið út,setti dótið inn og keyrði svo í burt. Daginn eftir sáust svo einhverjir krakkar að hoppa á því á bílastæðinu. Smá innlegg í ljósaumræðuna.Caio

Nafnlaus sagði...

Klárlega valkvíði Helga mín, settu bara upp rúsneskar perur þær venjast ótrúlega vel;O)
Manamanamm....dúdurururu

Ameríkufari segir fréttir sagði...

þetta er bara snilld..ég get endalaust hlegið að þessu.
Ætlarðu að kaupa þér svona klappljós, ljós sem kvikna á þegar þú klappar:)