24.9.07

Húsfreyjan


Þegar amma var ung fór hún í Húsmæðraskólann í Reykjavík til að læra að vera góð húsfreyja. Hálfri öld seinna fór gömul bekkjasystir mín frá Höfn í Húsmæðraskólann á Hallormstað til að læra það sama. Mig minnir að hún hafi lært að úrbeina allann fjandann af kjöti,allskonar saum og þvott og ég veit ekki hvað. Gvuð hvað hún hlýtur að vera betri húsmóðir en ég, ég sem ekki einu sinni kann að stoppa í sokka en get þó skift um tölu ef ég má. Á menntaskólaárunum var ég að vinna hjá RVK borg sem heimilshjálp og þar þreif ég og saumaði af gamalli fyllibyttu og sjóara. Ekki nóg með að ég festi tölur á allar buxurnar hans heldur stoppaði ég í ógeðslegar nærbuxur af honum(þær voru í tætlum að aftan með brúnu að framan) og saumaði fóður inn í jakka - allt í höndunum. Ég sagði upp á endanum þetta var alveg að fara með sálartetrið á mér. Þessar nærbuxur eiga eftir að fylgja mér alla ævi.

Maðurinn minn gaf mér einu sinni saumavél í jólagjöf og ég verð að viðurkenna að það er versta jólagjöf sem ég hef fengið og ég er nú ekki vön að kvarta yfir gjöfum. Hef notað þessa maskínu einu sinni sjálf, mamma nokkrum sinnum og maðurinn minn oftar en ég. Þau saumuðu gardínur saman hér um árið. Síðan þá hefur þessi fína vél verið geymd og líka gleymd!

Prjóna er bara blindgata fyrir mig, og hekla sömuleiðis. En alveg er ég viss um að þessum fínu húsfreyjum úr húsmæðrarskólunum hefur aldrei dottið í huga að prjóna mat - eða hvað! Ha ha got you there.



Vissi ekki að það væri hægt að prjóna mat - sumir hafa bara alls ekki nóg að gera.

7 ummæli:

Valkyrjan sagði...

Mikið er ég glöð að sjá að ég er ekki sú eina sem vantar handavinnu-genin í ! Ég á ekki saumavél og mun sennilega aldrei eignast það tæki ! Skál fyrir okkur !

Guðrún

Nafnlaus sagði...

Breyttir tímar, breyttar áherslur:o)
Já það er nú bara einhvernvegin þannig í dag að við lifum nú alveg af án þess að vera sí saumandi og prjónandi. Hver hefur svo sem bjargað lífi sínu með saumaskap og pottaglamri. Miki nær að læra á tölvur....það hefur allavega alveg bjargað lífi mínu uppá síðkastið að vera nokkuð fær á því sviði...Html kódi gefur meira en prjónles:o)

Álfheiður sagði...

Hehe ... þessi umræddi matur er heklaður ;o)

Egga-la sagði...

Þarna sjáið þið hvað ég er vel að mér í handavinnu :-) Skál!

Nafnlaus sagði...

Nei Helga mín þú ert sko ekki sú eina sem handavinnu genin vantar í. Þau vantar algjörlega í mig. Og svei mér ef tölvugenin vantar ekki líka. En ég man eftir þessum karli sem þú er að tala um, var það ekki hann sem notaði uppþvottaburstann sem tannbursta líka? kv.Anna

Nafnlaus sagði...

Gaman ad sjá ad thad eru fleiri sem ekki kunna ad sauma, mig langar til ad kunna og kaupi stundum (lestu sjaldan) efni í dúk eda gardínur en gefst oftast uppp eftir 10 mín og thá tekur hann Styrmir vid... gott ad eiga mann sem kann ad sauma :)

Nafnlaus sagði...

já gleymdi ad segja thér ad vid vorum í Berchtesgaden í fríinum okkar, alveg yndislegur stadur og frábaert ad vera tharna, sendi thér "länk" á heimasídu íslenskrar konu sem rekur bed and breakfast tharna, vid höfum gist hjá henni ádur en thví midur var allt fullt í sumar.
http://www.friedwiese.de/isl.htm
//eb