25.4.08

When in Rome...

Þá verður maður að fara oft út að borða, og drekka góð vín og slappa af. Kannski að skoða eitthvað menningarlegt og jú svo verður maður að kíkja aðeins í búðir. Smá föt en aðalega delikatessebúðir. Ó je beibí ég er á leiðinni til Rómar - á eftir. Húsbandið verður 40 ára gamall á sunnudaginn. Hólí mólí hvað við erum að eldast. Vonast eftir góðu veðri. Verð lítið fúl ef rignir í Róm. Búin að pakka og alles klar, húsbandið er að bíða eftir þvottavélaviðgerðarmanninum. Fín vika fyrir þvottavélina að bilast.

Annars allir í góðum gír. Baltasar verður hjá Marianne systur JC en honum er búið að hlakka til lengi enda á hún hund. Saga verður hjá Line, stuðningsfjölsk hennar en þar fer hún með þeim í afmæli og mikið um að vera.Það sem er svo fínt með svona stuðningsfjölskyldur fram yfir skammtímavistanir er að Saga er bara ein af fjölskyldunni.Fer með í afmæli, minningarstund í kirkju hefur hún farið í og fullt af Bandy keppnum.Maður er ekki að hafa áhyggjur af henni þegar hún er í svona góðum hóp.

Lag vikunnar er í anda helgarinnar, á ítölsku. Besta júróvisjon lag fyrr og síðar. Mig langar alltaf svo að kunna ítölsku þegar ég heyri það. Þegar ég var 16 og þetta var í keppninni fannst mér han Raf(þessi mjói)sætastur, ef ég þyrfti að velja á milli þeirra í dag myndi ég velja Umberto þann rauðhærða því hinn er aðeins of mjór fyrir min smekk. En þegar ég var 16 ára vissi ég ekkert verra en rauðhærða stráka. Í dag er mér nokk sama hvaða háralit þeir hafa svo lengi sem þeir eru ekki með hárræmur greidda yfir skallan(afturábak og fram semsagt)í von um að fela skallann. Hef séð fullt af rauðhærðum sætum strákum síðan ég var 16 en engann sætann með hárræmuna yfir skallanum. Það er bara ósexý.Hey - takið eftir hvað þeir eru í flottum mittisjökkum.


Arrivederci amici.

6 ummæli:

Iris Heidur sagði...

Já, sá horaði er líka full horaður fyrir minn smekk, svo við förum ekki út í klæðnaðinn....scheize!
En lagið er flott, engin spurning og þið eigið örugglega eftir að skemmta ykkur hrikalega vel, njóta góða vínsins og snæða dýrindis mat. Það er sko langt þangað til þið verðið gömul.......;)
KV, Íris

Nafnlaus sagði...

Oh en gaman hjá ykkur ... góða "afmælis"ferð ! Hlakka til að lesa pistil um ferðina.

Góða Helgi*
Guðrún

Nafnlaus sagði...

Góða ferð til Rómar og njótið þess að vera þar saman :o)
Lagið er hreinasta snilld og að mínu mati eitt af bestu júróvisjónlögunum sem ég man eftir.

Nafnlaus sagði...

Vonandi var helgin í Róm alveg frábaer, mikid vaeri ég til í ad komast í smá frí....

Oskarara sagði...

Innilega til hamingju með eiginmanninn. Vonandi hafið þið átt frábæra daga saman í Róm.
Skilaðu kærri kveðju!
Familían á Mánabrautinni

Nafnlaus sagði...

Frábær síða hafið það gott kv unnur