10.6.08

Kominn heim í heiðardalinn

eða sonurinn allavegna. Öndin floginn úr hálsinum og núna hefst íslenskukennsla 101 hjá þeim stutta. Hann er nú ekki iðinn við að æfa sig blessaður en skilur nú mest allt nema nýyrði og fagorð og maður getur nú ekki búist við því heldur.

Svo þið Hornfirðingar sem lesið þetta, ef að þið skilduð hitta lítinn og mjóann strák sem talir ekki svo mikið íslensku þá er það Baltasar minn. Hann ætlar að byrja í sundnámskeiði og fótbollta í dag og verður án efa bissí í þessa 17 daga sem eru í endurfundi.

Annars bara fínt hér, trópíski hitinn sem er búin að vera hér í 10 daga farin og fastir liðir eins og venjulega teknir við.

skjáumst á föstudaginn.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann á eftir að verða ánægður og duglegur í íslensku 101. Það er ég viss um. Í sundinu og fótboltanum á hann eftir að kynnast fullt af krökkum, þetta verður bara fjör.
Kveðja Íris Gíslad

Nafnlaus sagði...

Mikid verdu gaman hjá honum :)thyrfti eiginlega ad send amínar stlpeur sona einar líka uppá íslenskuna.
Hitinn líka farinn hédan og mikid er thad nú gott, má madur segja thad, vona ad hann komi aftur thegar ég er kominn í frí :)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Hornfirðingar og Baltasar eiga eftir að ná vel saman enda á drengurinn eftir að heilla alla upp úr skónum!!!