26.6.08

Sumarfrí - föstudagurinn tekin fyrirfram aftur:-)

Jæja það hlaut að koma að því. Sumarfríið loksins að hefjast, á morgun fljúgum við til Íslands og stefnan verður tekin beint á Hornafjöð og brúðkaup. Vá hvað ég hlakka til. Núna finnst mér alveg rosalega langt síðan ég sá Baltasar síðast og það verður svo gaman. Tæpar 3 vikur er nú enginn tími en samt langt og ég skil bara ekki ensku yfirstéttina sem sendir svona unga krakka í fína heimavistarskóla og sér börnin sín um páska jól og sumar. Voða fegin að ég er ekki einhver lady. En hann er búin að hafa það rosa gaman og orðin miklu betri í íslenskunni.

Annars miklar æfingar hjá Sögu og hinum í Dissimlis. Eru búin að vera í æfingabúðum hálfgerðum alla vikuna(kallast Operakamp). Eru að æfa í einhverjum skóla og koma kl 10 á morgnana og eru þar til kl 18 og það er kvikmyndafólk sem er að mynda allann tímann nánast. Í gær var hún á æfingu frá 11 um morguninn til 1530 og aðeins ein matarpása. Þau eru alveg rosalega dugleg þessir krakkar. Og svo gaman að koma þarna, allir hjálpast að og eru saman. Lítil stelpa með downs var að hjálpa eldri manni í hjólastól og fólk búið að kynnast miklu betur. Það er mjög gott því þetta er svo stór hópur sem tekur þátt í sýningunni og mikilvægt að upplifa smá "teamspirit" áður en lokasprettur haustsins hefs. Mig grunar að hann verði ansi harður. Hlakka samt til því það verður svo gaman að sjá þau í Óperunni.

Jæja þetta verður semsagt síðasta færsla fyrir frí og veit ekki hvort ég komi nokkuð tilbaka fyrr en í ágúst. Grunar að fólk sé lítið að ferðast um netheima á sumrin. Fer frekar í alvöru ferðalög.

Lag vikunnar - hvað er betra en sumardiskó frá gömlum tíma.


Góða helgi og frí.

6 ummæli:

Oskarara sagði...

Hlakka til að sjá ykkur, vonandi verða flugumferðastjórar ekki með e-ð vesen eins og stefnir í, þið athugið það bara áður en lagt er íann.......

Ameríkufari segir fréttir sagði...

ohh, það verður svo gott að faðma Baltasar!!!! Ég hlakka til að fylgjast áfram með ævintýrinu hennar Sögu. Þetta er örugglega drullu strembið en skemmtilegt engu að síður.
Hafðu það gott og góða ferð austur:)

Álfheiður sagði...

Góða ferð til Íslands og njótið tímans hér á Fróni.
Mér finnst nú dálítið langt að fara í netsumarfrí fram í ágúst ... ég verð nú bara að segja það :o)

Nafnlaus sagði...

Góða ferð og góða skemmtun í fríinu .. vona að þú náir þér ekki í pest eins og síðasta sumar !

Já ágúst er það ekki svoldið langt ... ???

Guðrún

Nafnlaus sagði...

Hafid thad sem best í fríinu ykkar og vonandi verdur fínt vedur á Ìslandi er ekki annars alltaf fínt vedur á Höfn ;) bara 2 og hálf vika í frí hér!

La profesora sagði...

velkomin heim :) hurrðu, mér líst ekkert á það sem hún amma sagði mér um að þið ætlið ekki að koma á ættarmótið. hvusslagseiginlega?