22.8.08

aldskjfoaeiøu nlkdfsjaoi

Já stundum veit maður ekki alveg hvaða fyrirsögn maður á að nota.

Einn morguninn þessa vikuna þegar ég var að keyra niður að lestarstöð kl 6:50 sá ég konu með barnavagn og í honum sat lítil stelpa ca. ársgömul. Mamman var ansi ferskleg og vakandi að sjá. Mig grunaði að hún væri búin að vera vakandi ansi lengi og mér varð ósjálfrátt hugsað tilbaka þegar Saga var lítil. Þegar hún fæddist fengum við bækling um Downs heilkenni.I honum var m.a frásögn föðurs sem var að leika í lego við son sinn kl 6 um morgunn. Ég man eftir hvað ég var hneyksluð á þessum pabba að hafa vakið barnið sitt svona snemma til að geta leikið við hann áður en hann færi í vinnuna. Hvarflaði ekki að mér að barnið hafi vaknað og pabbinn þurft að fara svona snemma á fætur. Svona lítið vissi ég um börn! Nokkrum mánuðum seinna kom í ljós að dóttir mín var alveg einstök A manneskja og vaknaði í síðasta lagi 5:30 og svona eldhress í þokkabót. Maður gat alveg gleymt að kúra aðeins lengur með henni. Nobb, á fætur varð maður að fara.

Fyrsta sumarið hennar fórum við til Íslands þar sem er tveggja tíma munur miða við DK. Þetta þýddi að fyrstu vikuna áður en hún var kominn inn í íslenskan tíma vaknaði hún 3:30 á nóttunni.Við vorum í íbúð á Laugarveginum ásamt pabba og mömmu og þau sváfu í stofunni. Saga vaknaði kl 3:30 sharp fyrstu helgina. Þetta var lítil íbúð og þegar klukkan var um hálf fimm ákváðum við bara að fara í göngutúr því Saga var orðin eitthvað leið á að hanga inni í herbergi. Ákváðum að athuga hvort við fyndum bakarí sem væri að fara að opna(bjartsýn!). Svo við skelltum dömunni á bakið á pabba sínum í hásætið sitt og svo var arkað af stað niður laugarveginn - á laugardagsnóttu! Ekki veit ég hvað fólk hefur haldið þegar það sá okkur. Kannski haldið að við værum svo samheldin fjölskylda að við gerðum ALLT saman, til og með djamma! Veit ekki en allavegna fundum við ekkert opið bakarí , bara fullt af fullu fólki á leiðinni heim af djamminu. Dóttir okkar var samt hæstánægð með þetta ferðalag. Mikið er ég fegin að hún sefur til 6:30 í dag og stundum til 7.

Annars lítið að frétta.Skólinn byrjaður hjá krökkunum og þau hæstánægð með það. Ég er spennt að sjá hvernig veturinn hjá Sögu verður núna þegar hún er farin að lesa. Vonum að einkasonurinn taki systur sína sér til fyrirmyndar og læri það líka. Erum svo að fara í brúðkaup á morgun hjá henni Aldísi og Vidar. það verður ekki leiðinlegt.

Brjálað veður í gær. Geðveikar þrumur og eldingar og hagl. Og það var ekkert smá hagl,ekki svona venjulegt hvítt eins og er á veturnar heldur stórir ísmolar. Húsbandiði var úti að hjóla á meðan óveðrinu stóð - úti í skógi! Ekki sniðugt. Hjólakeppnin hans er svo næstu helgi. God hvað ég verð stressuð held ég.

Jæja hendi inn einu lagi. Girlpower.



Gróðahelgi.

p.s orðin stutthærð.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa þetta þar sem ég hef aldrei þurft að glíma við að börnin mín vakni svona snemma (b-manneskjur eins og mamman).....
en viti menn engin veit ævi sína fyrr en öll er...;o) nú er lítill hvolpur á heimilinu sem vekur heimilisfólkið kl 6 á morgnanna....múhahahah:) gott á mína

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Mér finnst líka gaman að lesa svona "how it was" pistla. Ég talaði við eina nýbakaða mömmu um daginn og ég spurði út í svefnmynstur hennar nýfæddu. Mamman kvartaði mikið um lítinn svefn, sagði að hún (þá eins og hálfs mán) svæfi BARA frá hálf eitt e.m til hálf sex um morguninn og vildi þá drukk. Ég sagði að það teldist nú bara ágætt. Svo líka sefur hún eins og engill yfir daginn. Mér fannst þetta nú ekkert athugavert og sagði henni að EA hefði vaknað á eins og hálfs tíma fresti til að súpa brjóst svona til að sýna henni hversu ágætt hún hefur það:)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ.. þú ert nokkuð fín með svona stutt hár :)
Gaman að hitta þig á laugardaginn í brúðkaupinu.
Hafið það alltaf sem allra best.
Kveðja Helga Aldísar vinkona frá Íslandi.

Nafnlaus sagði...

Það er svo gott að kúra á morgnanna, en börnin mín eru ekki sammála mér. Ég skil þig svo vel. En ég ætla að leiðrétta þig varðandi veðrið á íslandi í sumar, það var mjög gott hér í Rvk. En reyndar ekki á Hornaf. kv Anna