31.10.08

Ég var að ljúka við að lesa 980 síðna bók, byrjaði á henni í sumar, tók pásu og byrjaði svo aftur í haust. Í bókinni er kynntar um 5 persónur sem maður fylgist vel með og nokkrar aðrar sem maður fylgist einnig með bara ekki eins náið. Hvernig endar svo bókin, jú allar nema tvær persónur drepast. Hvað er þetta eiginlega. Hvað er verið að láta mann lesa svona helv.. langa bók og svo drepast allir. Algjör bömmer. En þegar þessi var búin varð ég að finna nýja bók og þar sem ég er í íslenska fílingnum þessa dagana valdi ég íslenskt, að sjálfsögðu. Og nú er spurningin, hvaða bók er ég að lesa? Hún hefst á þessa leið."Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin varð til fjár. Það var klukka. þessi klukka hékk fyrir gafli Lögréttuhússins á Þingvöllum við Öxará, fest við bjálka uppí kverkinni" Sá fyrsti til að svara þessu fær vegleg verðlaun. Þau eru að viðkomandi fær að velja lag vikunnar í næstu viku. Hversu frábært er það! Eina skilyrðið er að lagið verður að finnast á Youtube. Væri samt gaman ef allir myndu geta á bókinni því þetta á hvert mannsbarn að þekkja.

Tæp vika í frumsýninguna hjá Dissimilis í Óperunni. M og P koma á miðvikudaginn og það verður voða gaman og svo förum við öll að sjá sýninguna eftir viku. Verð þá búin að sjá hana nokkru sinnum en aldrei alla í einu. Verð nú að viðurkenna að ég er smá stressuð fyrir þeirra hönd.

Annars er ég öll í sárum vinstra megin í munninum, var hjá tanna í gær en það hafði brotnað upp úr jaxli og hann deyfði mig svo einstaklega vel að ég var allann daginn í gær að bíta smá stykki úr innri kinn. Voða næs. En engar holur. Gat ekki verið betra en ég HATA tannlækna af ástríðu og skil ekki að einhverjum heilvita einstaklingum geti langað að vinna við þetta.

Jæja lag vikunnar bíða allir eftir. Rólegt og jollý fíling og allt það. Er í rólegu skapi þessa dagana.



Góða helgi allir sem einn.

p.s ég slökkti á Bylgunni í dag, get bara ekki meira.

7 ummæli:

Valkyrjan sagði...

Ohhhh ég er glötuð í ísl bókmenntum ! Segji Íslandsklukkan !

Góða Helgi - Guðrún

kollatjorva sagði...

hæ skvís, hef ekki hugmynd um hvaða bók þetta er .. og dettur ekkert í hug til að giska, allavega ekki núna, kannski eftir nokkra kaffibolla..
aaalllavega, ég er á leiðinni til Osló á mánudaginn og verð fram á föstudag þannig að ef þig langar í kaffibolla, öl eða hvítvín eftir vinnu einhverntíman í næstu viku þá hóaru..
Ekki get ég sagt - Gangi Sögu vel, því segi ég - megi hún brjóta fót :)

Nafnlaus sagði...

já er thetta ekki hann Halldór Laxnes sem skrifar.......

týpískt ad ná ekki ad vera fyrst :)

Nafnlaus sagði...

Er farin að hlakka mikið til að koma - bókin já, besta bók íslandssögunnar Íslandsklukkan.
kv mútta

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Halldór og Íslandsklukka. Þarf að klára hana, hef aldrei gert það (skamm, ég veit)
Já!!! Óperan er að skella á. Úff hvað ég skil að þú skulir vera stressuð en þetta hlýtur að fara vel enda er Saga snillingur:) Hafðu það gott.

Nafnlaus sagði...

Íslandsklukkan var það heillin. Mér fannst gaman að lesa hana í Heppuskóla hér í denn og líka Gísla Súrsson(dettur alltaf Stebbi í hug standandi upp á kennaraborði með klossan í hendinni, þegar ég heyri minnst á Gísla Súra). Enda held ég að kennaranum okkar honum Stebba hafi fundist lang skemmtilegast að kenna þegar hann var að fara yfir kaflana sem maður las heima. Hef ekki lesið þessar bækur síðan þá, maður ætti kannski að fara að kíkja í þær aftur.

Kveðja Íris Gíslad

Álfheiður sagði...

Ég þekki Íslandsklukkuna :o)
Skilaðu kveðju til foreldra þinna