7.11.08

Annar í Óperu




Jæja það kom að því. Frumsýning á óperunni "Jenny - en anderledes opera" og það gekk alveg ljómandi vel. Á þriðjudaginn hefði ég veðjað á að þetta myndi engann veginn ganga en það er svo merkilegt með þennan hóp að æfingarnar geta gengið hörmulega en þegar alvara lífsins tekur við klikka þau ekki. Ég var bak við senuna, hjálpaði prímadonnunni að skifta um búinga og grét þegar við átti en þetta er dramatísk ópera eins og þær að vanda eru sem endar með dauðsfalli í lokin. Á eftir var rosa veisla með ræðuhöldum frá menningarráðherranum, Oslo ordförer og öðru merku fólki. Það voru veittar peningargjafir og fékk Dissimilis í allt um 500 þús norskar, ekki slæmt það. Svo voru borðaðar pulsur og kökur og drukkið djús með sólhlífarpunti, horft á galdramenn og spilað og sungið. Glæsilegt og gaman að þetta skuli hafa verið gert fyrir hópinn. Öll voru þau stolt yfir þessu afreki en þetta er í fyrsta skifti í norskri sögu að svona hópur setur upp óperu. Mikið var gaman að hafa verið með í þessu. Skrýtið að á sunnudaginn er þetta búið. Það ferli sem hófst fyrir 14 mánuðum er allt í einu að ljúka, allavegna í bili. Förum á suðurlandið í mars svo æfingar hefjast eftir áramót að nýju. Set inn nokkrar myndir af dömunni. Hún var nátturulega sætust eins og alltaf.

Guðrún Sigfinns á þetta lag vikunnar. Hún sendi mér link á youtube sem ekki virkaði en ég fann lagið engu að síður. Góða skemmtun Guðrún sem er hjá þýsku þjóðverjunum.



Í kvöld ætla ég í óperuna að sjá dóttur mína, þá verður stuðningsfulltrúinn hennar Sögu með henni. Hlakka voða til. Góða helgi.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábær föstudagspistill og til hamingju með Sögu og sýninguna. Frábært framlag frá einstökum einstaklingum.
Hilsen frá Lier.

Nafnlaus sagði...

Dugleg þessi stelpa þín annars góða helgi kv Unnur

Iris Heidur sagði...

Glæsilegt hjá Sögu! Til hamingju með hana. Bestu kveðjur úr sveitinni.
Íris og co

Valkyrjan sagði...

Flott hjá Sögu og gaman að sjá hvað er stutt við þetta allt saman !

Eigðu gott kvöld í kvöld og góða helgi !

Ameríkufari segir fréttir sagði...

til hamingju Saga!!!Og til hamingju með Sögu. Ég væri sko mikið til í að sjá þetta, það get ég sagt þér.Hafið það gott og góða skemmtun á óperu.

Nafnlaus sagði...

Mikið ofboðslega hlýtur þú að vera montin af henni Sögu þinni. Mér finnst þetta frábært framtak að setja upp þessa óperu. Krakkar eru svo ótrúlega klár og geta svo margt, bæði fötluð og ófötluð.
Til hamingju með þetta allt og vona að þú njótir þín í óperunni!

Kveðja Íris Gíslad