1.12.08

1. Desember

Finnst þér að fólk eigi allt og það sé erfitt að finna góðar og nytsamlegar jólagjafir hvert ár? Örvæntu ekki því hér er jólagjafahugmyndir ársins. Vertu viss um að fólk á ekki þessa hluti og vissi ekki einu sinni að þeim vantað þá heldur. Þú getur líka glatt sjálfa(n) þig á þessum nytsamlegu gjöfum.


Hvernær hefurðu ekki verið að borða súpu og kex og hugsað með þér hvað væri nú gott að spara uppvaskið því það er nú mikið að vaska upp bæði skál og disk! Já nú er hægt að borða súpu og kex og bara skíta út eina skál.Er hægt að óska sér meira en það? Þetta er tilvalin gjöf handa húsmóðurinni.

Hvenær hefurðu ekki verið að hreinsa út úr eyranu og hugsað með þér að það væri nú aldeilis gaman að geta séð mergin inn í eyranu og skoðað svo eftir á hvað eyrað er orðið hreint. Nú er þetta hægt með þessum sniðuga spegli. Er þetta ekki alveg tilvalið handa afa gamla.



Hvenær hefurðu ekki verið nýbúin að lakka á þér neglurnar og verið leið yfir því að enginn sjái það því þú notar sokka daglega. Núna geturðu bæði verið í sokkkum og sýnt fólki hvað þú ert með flottar tær og á sama tíma fengið flott millibil milli tánna. Held nú að heimasætan yrði ánægð með þessa gjöf.


Hversu oft hefurðu verið að pirra þig á því hversu oft þarf að ryksuga á þínu heimili. Núna geturðu bara hent ryksugunni og keypt moppuinniskóna handa allri fjölskyldunni. Garantera að því fleiri börn sem þú átt því hreinna verður gólfið. Og þú færð þessa rykhanska í kaupbæti, núna verða aldrei lengur fingarför á sjónvarpinu. Þetta er gjöf handa öllum í fjölskyldunni.


Hvenær hefurðu ekki horft á sjálfan þig í spegli fyrir ársártíðir og aðrar mikilvægar skemmtanir og óskað að þú ættir sparitennur. Núna geturðu verið eins fín(n)og þig langar með þessum glæsilega tanngarði sem passar í alla góma! Held að pabbinn á heimilinu kynni að meta þessar tennur!


Og að lokum - jólagjöf ársins - Sjálfvirki teljandi sparibaukurinn. Kaupirðu þetta handa vinum og kunningjum sleppur fólk alveg við að nota banka til að geyma peningana sína! Hér færðu nákvæma stöðu yfir þín fjármál og sleppur á sama tíma að eiga viðskifti við bankana um áraraðir. Þetta er klárt jólagjöfin í ár, hentar öllum í fjölskyldunni og það besta er að baukarnir fyllast fljótt og þá er bara að kaupa nýjan næstu jól!


Þetta var mitt framlag til jólagjafa hugmynda fyrir bloggvini mína.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábærar hugmyndir Helga mín en hvar fær maður tak í þær ... er það bara að senda SMS á þig eða!!!
Hilsen fra Lier

Nafnlaus sagði...

tack för dessa fina och användbara tips :)

Iris Heidur sagði...

Hahahaha.....algjört möst þessi eyrnamergs-spegill ;) og smart þessir moppuskór! Hiklaust jólagjafinar í ár.

Álfheiður sagði...

Góðar hugmyndir! Takk fyrir ...

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt
Frábærar hugmyndir og kærkomin viðbót við kertin og spilin