24.3.09

Matur


Í gær eldaði ég þennan fína fisk.Ég hafði keypt Isgalt sem er víst Langhali á íslensku og er í ætt við þorsk virkaði bara aðeins fastari og minna fiskibragð af honum. Allavegna þá velti ég fiskinum upp úr hveiti og snöggsteikti og henti svo inn í ofn í nokkrar mínútur meðan ég bjó til sósuna. Sósan var ekkert annað en smjör sem ég brúnaði á pönnu, hellti slatta af kapers yfir og sítrónusafa og þessu hellti ég svo yfir fiskinn.Borðaði soðið spelt og grillað grænmeti með. Alveg ljómandi gott og líka hollt.


Svo eldaði ég alveg geðveikann kjúkling um daginn. Bara með því besta sem ég hef smakkað lengi þó ég segi sjálf frá. Fyrst skar ég kjúklingabringur í litla teninga. Bjó svo til marinade:
15 limeblöð
2 msk fiskisósa
2-3 msk fljótandi hunang
2 hvítlauksrif
1 lítinn smátt skorinn lauk
olíu þar til þetta er orðið fljótandi og dekkar kjúklinginn.

hakkaði limeblöðin fínt ásamt lauknum og hvlauk. Blandaði öllu hinu saman við og maríneraði í tæpan tíma.

Á meðan bjó ég til þessa ægilega góðu dip.

2dl risvinedik
1 dl sykur
þetta tvennt er sett í pott og soðið þangað til þetta fer að þykkna, 10 mín kannski.Svo er þetta kælt og þegar kalt bætti ég út í 1 chili, slatta af fersku koriander og slatta af ósöltuðum peanuts sem ég settí blenderinn í smá tíma.

Svo er kjúklingurinn steiktur á pönnu og borin fram með litlum skálum með chili/peanut dippinu. Þetta var æði.

2 ummæli:

Álfheiður sagði...

mmmmmmmm ........ hljómar vel!

Nafnlaus sagði...

Mmmm bádar uppskriftirnar hljóma vel, ég var ad borda en vard svöng aftur :)