3.4.09

Það er víst best geymt sem tengt er sorg eða trega!

Var að lesa blogg um daginn og þar var bloggarinn að lýsa stefnumóti sem hún hafði verið á og hafði verið með eindæmum mislukkað. Ég hló mig máttlausa bæði því það var drepfyndið og því að það minnti mig á deit ég fór á á mínum yngri árum en ég hef farið á ansi sérstök deit þegar ég var ung og einhleyp sem er frekar skrýtið því ég fór aldrei á svo mörg - þau voru bara þess undarlegri.

Umrætt stefnumót var mjög svo eftirminnilegt en þarna er ég 19 ára og hafði verið boðið út að borða af ungum manni sem ég hafði hitt helgina áður. Ungi maðurinn hafði pantað borð handa okkur á Ítalíu og mér finnst mikilvægt að taka fram að þessi ungi maður bjó heima hjá mömmu sinni og var búin að vera að vinna í nokkur ár og átti ekki bíl. Allavegna þá komum við á Ítalíu og fengum matseðil og áður en ég náði að lesa hvað væri á boðstólnum stakk hann upp á að við pöntuðum eina pizzu saman því hann var ekkert sérlega svangur! Álfurinn sem ég var sagði já því ég kunni ekki við að vera ókurteis og segja sannleikann að mig langaði kannski í eitthvað annað og hefði nú alveg getað borðað eina pizzu ein því þær eru ekki svo matmiklar á ítalíu og ég var svöng.

Svo var farið að spjalla, eða það er að segja hann fór að spjalla og þeir sem þekkja mig vita að ég á í engum erfiðleikum með að halda uppi samræðum en þarna var ég kjöftuð í kaf. Og hvað talaði svo Rómeó um. Jú hann talaði um alla staðina hann fékk afslátt á og alla staðina mamma hans fékk afslátt og svo talaði hann um myndalega ríka vin sinn sem eyddi alveg formúgu í þær stúlkur sem hann deitaði.Og svo kórónaði hann allt saman með að enda á því að segja mér frá syni sínum sem hafði fæðst 4 dögum á undan en hann var ekki enn búin að druslast upp á spítala og sjá frumburðinn því það var svo mikið að gera í vinnunni - hann var barþjónn!!! Sjarmör aldarinnar semsagt og skildi maður halda að ég hefði bara droppað kauða á staðnum. Nei ég ákvað að gefa honum annan sjens því vinkonur mínar voru alltaf að tönglast á því hvað ég gerði alltaf miklar kröfur til ungra manna og kannski ætti ég að vera duglegri að gefa strákum sjensa og ég ákvað að gera eins og þær sögðu.

Næsta deit var vikuna eftir og hann kom og náði í mig heim. Hann var með tannbursta með sér og vildi vita hvort hann gæti ekki haft tannburstann hjá mér og einhver föt því það var miklu styttra fyrir hann að fara í vinnuna frá mér þar sem ég bjó í miðbænum og hann var jú að vinna þar. Hann myndi spara hellings pening á að ekki þurfa að borga leigubíla á kvöldin til að komast heim til sín eftir vinnu. Þarna varð mér allri lokið og varð bara að viðurkenna fyrir sjálfri mér að þetta væri alveg dauðadæmt.Ykkur grunar kannski hvernig þetta ástarævintýri fór. Jú mín droppaði kauða og til að fara nú alveg með það fór ég að deita "ríka" vininn - í laumi!! Það var líka stutt gaman því hann var að sjálfsögðu frekar sér á parti sem útskýrði hversvegna hann fór á svona mörg deit en var alltaf jafn einhleypur:-D

Gaman að rifja þetta upp því þetta var bara geðveikt fyndið og maður var nú alveg mátulega kærulaus á þessum árum og tók þessu ekki þungt. Einu sinni fór ég líka á dobbel-deit með læknanema og pabba hans!! Pabbinn var að deita eina jafn gamla mér frá Rússlandi. Á næsta deiti kynntist ég svo mömmu hans og eftir það lét ég mig hverfa.Frekar spes gæi.

Já það var nú gaman að vera ungur og vitlaus en er guðs lifandi fegin að vera orðin gömul og gift og þurfa ekki að vera að þessari stefnumótavitleysu lengur.

Svona í lokin var fyrsta deitið með húsbandinu þannig að hann gleymdi að segja mér að við værum að fara í veislu þar sem allir væru í sparifötum. Mín mætti í slitnum leðurjakka, stuttum bol og mjaðmabuxum, hann var í svörtum jakkafötum!!!En hann var allavegna ekki nískur eða hafði pabba sinn með sér og þessvegna erum við enn saman í dag;-)

Er dottin í rólegu deildina aftur, ekki margar vikur eftir í stuðið. Var búin að lofa stuði með vorinu og stend við það, vorið lætur bara bíða svolítið eftir sér í ár. Þetta lag elskaði ég þegar ég var í menntaskóla.Hef aldrei séð þetta video áður. Sérstök hárgreiðsla á söngvaranum.



ATH!! Getraun vikunnar: Úr hvaða lagi er fyrirsögnin á blogginu - Til að vinna verður þú að vera með bæði lag og flytjanda. Allir vera með, glæsileg verðlaun.


Góða helgi og gleðilegan Pálmasunnudag.

5 ummæli:

ellen sagði...

á madur ad gefa íslendingunum smá sjens their eru kanski ekki vaknadir enn....
ehh nej...

Hvervegna varstu ekki kyrr / Mannakorn, ég elskadi thetta lag!

og hvad eru mjadmabuxur?
Fredags och vårhälsningar från Sverige :)

Egga-la sagði...

Mjaðmabuxur eru stuttar að ofan, hanga semsagt á mjöðmunum. Maður er alltaf ber á milli laga. Ferlega pirrandi

Nafnlaus sagði...

Múhahahha....magnað!
Kv Ólöf

Oskarara sagði...

Gott lag!!!Soldið eitís, þetta band minnir mig jú alltaf á þig systa.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Mér finnst Hversvegna varstu ekki kyrr en mjög flott og kemst í eitthvert sérstakt stuð þegar ég heyri það.
Skemmtilegar date sögur-ég kemst varla þar sem þú hafðir tærnar í þeim málum:/ Er það gott eða slæmt?