6.11.09

Góð lykt

Baltasar er að vonast til að fá að ganga í skóla á Höfn í lok skólaársins. Það fer samt eftir námsárangri hjá honum hvort hann fær að fara, hann er ekkert ægilega áhugasamur um nám og árangur eftir því. Ef hann tekur sig á og lærir að lesa á íslensku í vetur fær hann að fara. Honum langar rosalega. Við vorum að labba í skólann um daginn og þá fór hann að tala um hvað hann saknar vina sinna á Höfn en hann hefur verið mikið með frændum sínum, Hafsteini(Gugga og Steini) og Axel (Eva og Frissi) og svo nágrannastrák sem heitir Andri. Svo saknar hann afa og ömmu og restinni af fjölskyldunni og svo saknar hann lyktarinnar á Höfn. Hún er svo góð!! "Ha" sagði ég, finnst þér góð lykt á Höfn. Já það er svo góð lykt þar sagði hann og svo er svo notalegt hvað er langt á milli húsana þar. Og svo er svo notalegt hvað er stutt til allra vina minna þegar ég er þar. Ég myndi segja að sonur minn sé Hornfirðingur í hjarta, en hann hefur verið þar undanfarin sumur og á vonandi eftir að dvelja þar hvert sumar þangað til afi hans og amma segja að þau vilji ekki fá hann lengur. Ég vona að hann eigi eftir að fá að vinna á Höfn á sumrin. Það var alltaf svo ægilega gaman á Höfn á þeim árstíma eða nei, það var kannski of mikið stuð til að ég þori að senda hann þangað sem ungling!

Fékk svínabóluna í gær og enn sem komið er finn ég ekki fyrir svo miklu nema mér er hundillt í handleggnum þar sem ég var sprautuð. Vaknaði oftar en einu sinni í nótt til að skifta um stellingu og hagræða handleggnum. Vona að þetta verði það eina sem ég finn fyrir af aukaverkunum.

Jú og svo eigum við hjónakornin brúðkaupsafmæli á sunnudaginn. Verð nú að viðurkenna að við munum ekkert alltaf þennan dag og Jc man hann yfirleitt betur en ég. Ég er voða léleg í afmælum og svoleiðis. Hef meira að segja gleymt sjálfri mér hálfan dag, mundi það eftir hádegi að ég ætti afmæli. Maður er ekki alltaf í lagi!


Lag vikunar er norskt og mér finnst það gott og flott video.



Goða helgi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Baltasar veit sínu viti, og vonandi geta þau bæði eytt tíma með ömmu og afa + hinum vinunum í framtíðinni. Þetta með þá svínslegu, ég varð handlama og þar afleiðandi fótlama líka! Kærust í kotið. Gulla

Nafnlaus sagði...

Hann kann gott að meta peyjinn. Til hamingju með daginn, það er nú allt í lagi að muna svona dag. kveðja Skari bró

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Mér líkar nú enn betur við herra Baltasar eftir þennan lestur;) Ég vonast til að geta sent mína gutta heim á Höfn líka,það væri nú ekki leiðinlegt.
Til hamingju með daginn ykkar á morgun.Njótið vel.