18.6.10

ARRRGG.....

Sumir dagar eru leiðinlegri en aðrir. Síðasti föstudagur til dæmis. Afvherju? Jú, sumt fólk bara er svo arrggg....

Málið var það að Sögu var boðið í afmæli. Stelpan sem átti afmæli sagði mér frá veislunni með viku fyrirvara og ég sagði henni strax að Saga kæmist ekki því hún væri upptekin. Hún fékk samt skriflegt boðskort daginn eftir og það fannst Sögu gaman. Nokkrum dögum seinna kom skóla-stuðningsaðili Sögu til mín og sagði mér að stelpan hefði spurt hana hvort hún gæti komið með Sögu í afmælið því hún var svo óþekk í afmælinu í fyrra. (Þessi stuðningsaðili er líka liðveislan hennar eftir skóla, kalla hana C). Ég sagði henni að mér þætti það nú svolítið skrýtið þar sem ég fékk að vita í fyrra að allt hefði gengið vel og mamma stelpunnar hafði sagt yfir allann bekkinn árið áður að Saga þyrfti ekki neinn með sér í afmæli heima hjá þeim. En það gerðist ekkert meira með þetta því Saga var ekki að fara í þetta afmæli og foreldrar hennar höfðu aldrei neitt samband við mig út af þessu sem er venjan ef einhver óskar eftir að Saga hafi einhvern með sér í boð.

Tveim dögum fyrir afmælið varð svo breyting á okkar plönum svo að Saga gat farið í afmælið og ég hringdi í mömmuna til að athuga hvort það væri í lagi að hún kæmi þrátt fyrir að við værum búin að afþakka. Hún var voða ánægð og sagði að sjálfsögðu gæti hún komið og allt í fína.Ekkert merkilegt sagt í því samtali en hún minntist aldrei á að hún ætti að hafa með sér C í afmæli og ég var búin að gleyma því þar sem ekkert stóð á boðskortinu og engin hafði talað beint við mig um þetta.

Þremum klukkutímum áður en afmælið átti að byrja hringir pabbinn í mig og spurði hvort Saga kæmi ekki með C með sér. Ég sagði nei, engin hafði beðið mig um það og það stæði heldur ekki á boðskortinu. Hann varð frekar fúll og sagði að þetta boð væri bara gildandi ef að C væri með henni þar fyrst hún var svona óþekk í fyrra! Dóttir hans var við símann og hann spurði hana hvort hún hefði ekki pantað liðveisluna okkar til að koma með Sögu í afmælið og hún sagði jú. Ég sagði við hann að engin hefði talað við mig um þetta og að 10 ára barn eigi ekki að gera samning við mína liðveislu. Allt svona verði að fara í gegnum foreldrana, sem sagt frá foreldri barnsins sem á afmæli til foreldra barnsins sem á að fara í afmælið. Hann jafn fúll og ég varð að útskýra að ég gæti ekki reddað manneskju með svona stuttum fyrirvara og sagði við hann að það þýddi ekkert að segja við mig að allt hefði gengið vel í fyrra ef það væri ekki satt. Ég hefði að sjálfsögðu sent hana með manneskju hefði ég vitað það. Mér tókst á endanum að sannfæra hann um að þar sem Ida, hin stelpan í bekknum með DS kæmi ekki í afmælið ætti þetta eftir að ganga vel. Þau gætu bara hringt í mig ef eitthvað kæmi uppá. En allan tímann lét hann skína í gegn að hún væri bara velkomin ef hún kæmi með einhvern með sér.

Ég hringdi svo í C og hún gat verið með Sögu í tæpa 2 tíma í afmælinu(3. tíma afmæli). Ég hringdi aftur í pabbann og sagði honum það og þá varð hann þetta létt pirraður og sagði að núna væru þau búin að undirbúa sig andlega að hún kæmi ein og bla bla bla. Ég sagði að nú væri ég búin að redda þessu og að það væri ekkert mál en næsta skifti sem ætti að bjóða Sögu í afmæli gætu þau ekki farið svona á bak við mig og bókað liðsaukan okkar án þess að ráðfæra sér við mig þar. Við værum ekki með ótakmarkaða tíma á viku og þurfum að planleggja svona. Hann trompaðist þá, sagði að hann hefði aldrei talað við neina manneskju sem væri jafn lítið auðmjúk og þakklát eins og ég. Ég ætti bara að sýna auðmýkt yfir því að þau reyndu að vera hugguleg og bjóða Sögu með í afmælið og ég ætti ekkert að vera að segja þeim hvað þau ættu að gera og ekki gera! Ég varð þetta litla fúl á móti og svaraði að ég sæi enga ástæðu til að vera auðmjúk yfir afmælisboði. Saga væri hluti af bekknum og á meðan reglurnar séu þær að engin sé skilin útundan í afmælisboðum sæi ég enga ástæðu til að vera eitthvað ekstra þakklát. Saga væri jafns mikils virði og hinar stelpurnar og ef þau gætu bara komið almennilega fram og skrifað svona óskir í boðskortið eða allavegna látið mig vita væri ég kannski aðeins blíðari á manninn. Ég gæti ekki galdrað liðveislu með 3 tíma fyrirvara. Hann var geðveikt æstur og með þvílík læti og dónaskap, mér tókst samt á endanum að róa hann og við urðum sammála um að þetta hefði allt verið einn stór misskilningur! Nennti ekki að halda þessu rugli áfram. Og hefði Sögu ekki hlakkað svona til að fara í þetta afmæli hefði ég ekki sent hana. Tek það fram að hún tekur ekki í mál að hafa mig með á svona uppákomur. Verður meira en lítið fúl og leiðinleg og það er ekkert gaman fyrir neinn.

Skilaði Sögu í afmælið og pabbinn lét ekki sjá sig. Mamman tók á móti henni en þegar ég spurði um afmælið í fyrra gat mamman ekki ákveðið sig hvort það hefði gengið vel eða ekki, en á endanum sagði hún að þær stöllur hefðu verið frekar óþekkar. Og afhverju sögðu þið ekki það við mig á þeim tíma? spurði ég. Nei hún vildi ekki... bla bla bla og hefði kannski átt að gera það....en ekki bla bla bla...!! Þau hringdu svo eftir mér þegar var hálftími eftir af afmælinu og ég fór og náði í Sögu og það var ekkert mál. Þegar Saga er svo að fara kemur mamman og segir við Sögu að hún væri svo sæt og góð og hún viti ekki u m neitt annað barn sem væri eins sætt og gott og Saga og bla bla bla bla hvað það væri gaman að hún kom og ég veit ekki hvað. Hvað er í gangi?

FATTA EKKI SVONA! Getur fólk ekki bara hagað sér eins og fullorðið fólk, ekkert mál að redda liðveislu. Geri það með glöðu geði en ég get það ekki með 3 tíma fyrirvara. Getur ekki fólk sagt mér eins og er ef Saga er óþekk í staðin fyrir að láta mig standa í þeirri trú að hún sé þæg. Og hvernig stendur á því að fólk getur gert þær kröfur til mín að ég eigi að redda liðveislu hvenær sem er en ég megi á sama tíma ekki gera þær kröfur til fólks að það bóki ekki liðsaukan MINN án þess að tala við mig. Og hvað er að fólki að láta 10 ára gamlan krakka skipuleggja svona án þess að það fari í gegnum fullorðna. Liðsaukin er bara 18 ára og ræður engu svona. Var allavegna alveg búin á því þetta kvöldið og gerði fátt af viti. Mannskemmandi svona uppákomur. Algjörlega.

Jæja þetta var langt og fúllt! Ætla að bregða fyrir mér betri fætinum og skreppa til Köben með húsbandinu. Smá ljúf helgarferð til að rifja upp gamla tíma frá okkar tilhugarlífi, borða og drekka og slappa af. Det er dejlig i Danmark.

Held mig í gömlu deildinni þessa dagana. Eitt gamallt og gott frá guð má vita hvenær. Einhver sem veit það?



Góða sumarhelgi.

4 ummæli:

Álfheiður sagði...

Óþolandi framkoma sem segir okkur líklega meira um líðan fólksins en eitthvað annað.
Njóttu Köbenferðarinnar í botn!

Íris Gísladóttir sagði...

Maður er bara orðlaus, held samt að þetta lýsi vel óöryggi fólks í garð þeirra sem eitthvað "öðruvísi" og falla ekki 100% inn í normið. En þvílíkur dónaskapur. Njóttu þín í danaveldi í kærustuparaleik ;)

Nafnlaus sagði...

Gæti haldið langa ræðu, en ég anda djúpt og segi bara vesalings fólkið. Njóttu þín í Köben með kærri frá okkur Bróa.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Nei,nei,svona á fólk ekki að láta!
Góða skemmtun í Köben og ég rekst svo á þig eftir smá:)