17.9.10

Bö!

Mikið vildi ég að ég væri séð og skrifaði þetta blogg á fimmtudögum í staðin fyrir að reyna að finna upp á einhverju áhugaverðu snemma á föstudagsmorgnum. Er svo fjandi þreytt og svo er oft svo mikið að gera hér í vinnunni á þeim degi. Persónulega finnst mér nú að föstudagarnir ættu að vera svona kósí dagar á vinnustöðum þar sem maður getur spjallað smá ekstra, hangið meira á internetinu og verið með föstudagskaffi og hygge. En nei, það er ekki tilfellið hjá okkur, við erum meira að segja með deildarfundi á föstudögum eftir hádegi. Skil ekki hver valdi þann hálfvitalega tíma. Ég meina, maður er lagstur á gólfið og farin að rótera þegar klukkan er að nálgast 3 og ekkert bendir til að fundurinn sé neitt að verða búin. Ég get bara hreinlega ekki einbeitt mér þegar svona langt er liðið á vikuna. Ég verð líka alltaf svo vandræðalega þreytt á fundum að það er ekki einleikið. Get hreinlega orðið rangeygð og á í mestu basli við að halda mér vakandi. Fæ gamla fílinginn frá menntó þegar maður sofnaði í miðjum tíma og vaknaði slefandi við að kennarinn spurði mann að einhverju. Hver hefur ekki slefað á skólabækurnar sínar ég bara spyr!

Annars lítið að frétta af okkar herstöðvum. Farið að kólna og fer að koma tími á gammósíurnar fínu. Ég er alltaf mjög sexý á veturna bara svo að það er sagt.

Jú lenti illa í því í gær, helvíti maður. Það er húseignarfélag í götunni okkar, allir sem búa þar eru meðlimir og hefur félagið eigin stjórn eins og vera ber. Nágranni minn hefur verið formaður í eitt ár og vildi láta af formennsku en gat samt hugsað sér að sitja áfram í stjórninni, ég hugsaði með mér að ég gæti alveg tekið þessa formennsku að mér og verið í stjórninni ásamt honum og einni í viðbót sem mætir samt lítið á fundi. Engin í félaginu gerði neinar athugarsemdir þegar þetta var tilkynnt og gerðum við ráð fyrir að það yrði þá ekkert nema formsatriði á aðalfundinum fyrst að engin bauð sig fram á móti okkur. Viti menn, á sjáfum fundinum sem var í gær var einn gamall íbúi sem fannst það alveg til vandræða að það væru bara nýir íbúar sem væru í stjórn. Yrðu að vera einhverjir eldri íbúar líka, við sögðum að það hafði engin gefið kost á sér og þessvegna hefði þetta verið svona. Hann tuðaði um þetta heillengi og á endanum sagði nágrannin sig úr stjórninni og þessi gamli fékk hans pláss. ÆÐISLEGT!! Hefði aldrei boðið mig fram hefði ég vitað að þetta myndi gerast. Ekki nóg með að þessi karl sé hundfrekur, vill ráðá nánast öllu og voða reiður, þá frétti ég í gær eftir fundin að það sé farið að slá út fyrir honum. Annar nágranni fann hann á flakki um daginn alveg út út kú. Akkúrat það sem félagið þurfti á að halda, formaður sem hefur ekki hugmynd hvað hún á að gera og stjórnarmeðlimur sem er alveg að missa sig og bókahaldari sem ekki nennir að mæta á aðalfundi. Vá hvað ég skaut sjálfa mig í fótin við þessa frábæru ákvörðun.

Jæja held að það sé komin tími fyrir eitt gamalt og gleymt með henni Cyndi - manstu eftir þessu? Sá mynd um daginn þar sem konan spurði manninn sinn ef hann gæti sofið hjá einni frægri konu hver það myndi vera. Hann svaraði Cindy Lauper!! Óborganlegt alveg.



God helg.

2 ummæli:

ellen sagði...

ha ha ha ha takk fyrir ad gera föstudaginn minn adeins skemmtilegri.... sé thig sérstaklega fyrir mér róterandi á gólfinu á fundunum og já mér finnst thetta MJÖG asnalegur tími, ja nema sé bodid upp á snakk og bjór á fundinum.....
Alla vega gang thér sem best á "húsafundunum" ykkar, thetta verdur agalega spennandi ;)

Íris Gíslad sagði...

fáránleg tímasetning á þessum deildarfundum, jú ég hef sofnað ofan í skólabækurnar mínar veit ekki hvort ég slefaði á þær en hraut hátt og hressilega fyrir viðstadda ;)