29.10.10

Fyndið fyndnara fyndnast

"Once upon a time there was a lovely little sausage called Baldrick and it lived happily ever after" Veit einhver úr hvaða þáttaröð þessi fræga setning kemur úr? Hló mig máttlausa þegar ég sá þennan þátt. Ég er að öllu jöfnu ekki manneskja sem hlær mikið af bröndurum. Það er ekki það að mér finnist ekki brandarar fyndnir, bara ekki nógu fyndnir svo að ég skelli upp úr. En ég get samt enn hlegið yfir bjána myndum og gamanþáttum. Hlæ alltaf yfir Friends og Fraiser. Hlæ aldrei yfir Seinfeld!! Fyndasti þáttur sem ég hef séð til þessa var Frasier þáttur þar sem var verið að setja upp útvarpsleikrit. Ég hló svo mikið að ég sá bara hálfan þáttinn og hló hinn helminginn og missti því af restinni. Dó næstum því út hlátri. Næsta skifti sem ég sá þáttinn komst ég aðeins lengra en hló aftur svo mikið að ég sá ekki endirinn. Þriðja skiftið var ég stödd í flugvél á leiðinni til Íslands. Sá allan þáttinn loksins er hló samt alveg þvílíkt, fólk hélt trúlega að ég væri eitthvað að bilast. Hreinlega með því fyndnasta sem ég hef séð um ævina. Hér er smá partur úr þessum þætti. Horfa! Fyndið.

Annars er haustið hér í algleymingi, snjórinn sem betur fer farin og komið rigning og rok. Svona eins og haust eiga að vera. Erum enn á kafi í eldhúspælingum, skifta um vatnskút/tank og bara það sama og síðast. Ætla ekki að útskýra hvað er á botninum á 40 ára gömlum vantstanki - bara úlekkert. Annars gerist svo voða lítið á einni viku, James Bond lífið sem ég ímyndaði mér að ég myndir lifa hefur einhvernveginn látið bíða eftir sér. Sem betur fer verð ég að segja, hef ekki tíma í svoleiðis aksjon. Verð með enn eina afmælisveisluna fyrir heimasætuna í kvöld. Núna verður Downs genginu boðið, 6 hressir krakkar með downs og tvö börm með önnur heilkenni koma hér í kvöld og borða pizzu og gera eitthvað skemmtilegt. Það er nóg aksjón fyrir mig. Maður veit aldrei hvað getur gerst á svoleiðis samkundum.

Hugsa um að henda inn nokkrum tapas uppskriftum næst.Á eina vinkonu sem ég var búin að lofa að senda henni uppskriftir en get alveg eins sett þær hér á bloggði, þá fá fleiri að njóta.

Best að chilla með þessu gamla góða lagi. Takið eftir mjaðmahreyfingunum. Maður er bara smá abbó yfir þessum hæfileikum.



Gleðilega helgi.

3 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

hahahaha-ég horfði og þetta var frábært.Sá þennan aldrei..en Fraiser er fyndinn:) Góða skemmtun í afmælinu.

Íris Gíslad sagði...

Sammála þér að Fraiser er ótrúlega fyndin, hlæ líka lítið sem ekkert að Seinfeld. En ég er ómöguleg að muna svona frasa svo ég reyni ekki einu sinni að geta úr hvaða þætti þessi yndislegi frasi er. Held að fjölskyldulífið innihaldi mun meiri og gefandi aksjón en James Bond lífið ;)

ellen sagði...

hef ekki hugmynd um hvadan thetta er, hefdi viljad "Googla" thad en thad er svindl.....
Vonandi gekk afmaelid vel hjá ykkur! Bestu kvedjur frá okkur í Gautaborginni!