17.12.10

Bókajól

Ég var svo heppin sem barn að ein amma mín vann á bókasafni og önnur átti bókabúð. Vantaði ekki bækurnar í mínu lífi. Fannst svo gaman að lesa, man ein jólin. Fékk bara eina bók í jólagjöf, verstu jól ever. Þegar ég bjó í bænum og var í 1-3 bekk kom amma oft og náði í mig í skólann og ég fór með henni í vinnuna. Það voru meiri draumastundirnar. Fyrst fékk ég kók og snúð eða súkkulaði sem annaðhvort amma eða Finnur sem vann með henni voru búin að kaupa handa mér. Svo lá ég endilöng og las og las og las. Ég var mest fyrir stelpubækur og teiknimyndasögur. Held hreinlega að ég hafi lesið allar Tinna bækurnar, Sval og Val, Astrix,Lukku Láka og svo allar hinar sem ég man ekki svo vel eftir. Hver man ekki eftir honum Gormi? Eða Dalton bræðrunum? Fannst voða gaman líka að lesa bækur um hvernig það var í gamla daga, bækurnar hennar Lauru Ingals og svo eina bók sem ég á enn sem heitir Bernska í byrjun aldar og fjallar um lífið í Reykjavík rétt eftir aldamót. Held að mamma hafi átt hana þegar hún var lítil. En hafði samt ekki gaman af bókunum um vesalings strákin frá í gamla daga sem var tekin frá fátækri mömmu sinni sem var farandvinnukona og hafði ekki efni á að hafa hann hjá sér. Var hann sendur á bóndabæ til að vinna fyrir fæði og húsnæði. Hitti mömmu sína nokkru sinnum á ári og þetta var allt mikil eymd og volæði. Man ekki hvað þessar bækur hétu en þær voru margar - heill bókarflokkur. Og sorglegar. En ég las þær nú samt.

Svo fór maður að eldast og fór að lesa bækur fyrir aðeins eldra fólk. Ísfólksbækurnar voru nú kapítuli í mínu lífi og enn þann daginn í dag það bláasta sem ég hef lesið. Það sem ég hafði gaman af þessum bókum. Hvaðan haldið þið að Sögu nafnið komin frá?? Jú jú, Ísfólkinu. Þegar ég las um hana Sögu Símonar ákvað ég að þessu nafni ætti mitt fyrsta barn að heita. Eins gott að ég eignaðist stelpu fyrst. Var nú alveg til í enn eitt ísfólksnafn þegar Baltasar fæddist. Mér hefur nefninlega alltaf þótt nafnið Sölvi svo flott.En Sölvi er konu nafn í Noregi, hann hefði þurft að heita Sölve og það er ekki flott og fáir sem heita því líka hér í landi.Hef ekki lagt í að lesa þær aftur, er hrædd um að ég verði ansi vonsvikin. Held bara að ég lifi í minningunni.

Já mikið var gaman að lesa sem barn. Hef illan grun um að börn í dag séu ekkert sérstaklega iðin við frístundarlestur lengur. Þarf allavegna að pína mín börn í það. Les enn daglega,en bara áður en ég fer að sofa. Get ekki sofnað öðruvísi. Mér til mikillar ánægju fæ ég íslenska bók fyrir jólin. Ánægð með lífið.

Hendi inn einu jólalagi svona í tilefni jólanna í næstu viku. Eitt með púrungum David Bowie,ekki láta blekkjast af öllu talinu í byrjun.Það kemur lag.



Góða oghlýja aðventuhelgi.

7 ummæli:

Helga Antons sagði...

Ég man sko eftir þessum bókum :) Eins bókum Enid Blyton. Gleðileg jól nafna mín.

ellen sagði...

já og Nancy bókunum.... ég elska ad lesa og allavega önnur dóttir mín (hún Saga) les allt sem hún naer í og sumar baekur jafnvel oftar en einu sinni :)
Hafid thad gott um helgina :)

Álfheiður sagði...

Lestur er bestur!
Ég á tvo lestrarhesta sem lesa allt sem að kjafti kemur ... a.m.k. svona flest. Unglingurinn er daprastur í lestrinum en á köflum dugleg.
Ég vona að ég fái bók í jólagjöf :o)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Elska þessa útgáfu af þessu lagi.Takk fyrir að setja það hér.
Ohhh bækur.Gæti illa verið án þeirra.Geri eins og þú,les fyrir svefninn-alltaf.
Enid Blyton var í uppáhaldi þegar ég var yngri og svo allar bækurnar sem pabbi og mamma geymdu frá þeirra bernskuárum.Aldirnar okkar fannst mér og finnast enn frábærar. Vona að þú fáir fullt af bókum í jólagjöf:)

Nafnlaus sagði...

Já það er gaman að lesa góða bók - þú last nú meðan þú borðaðir Helga mín.Þetta eru Hjaltabækurnar sem þú ert að tala um - þoldi þær ekki heldur og almennt ekki svona misréttis- og misþyrmingalýsingabækur eins og t.d. Hann var kallaður þetta.
Verð gripin vanmáttugri reiði og sorg.
Heyrumst um helgina - Mútta

Íris Gíslad sagði...

Það er yndislegt að lesa. Ég man eftir mér að stelast til að lesa þegar ég átti að vera sofnuð, með vasaljósi undir sæng ;)
Dóttir mín hefur aldrei verið spennt fyrir því að lesa, en strákarnir sjá um það svo um munar. Báðir lærðu þeir að lesa einir og sjálfir áður en þeir náðu skólaaldri, annar 5 ára og hinn 4 ára. Sá eldri les ennþá mikið og eru ævintýrabækur í uppáhaldi, sá yngri les hins vegar Andrés Önd eins og honum sé borgað fyrir það :)

Arna Ósk sagði...

Ég er sammála þér með lesturinn, hann er nauðsynlegur. Ég las mikið sem barn og geri enn. Ég held samt að þetta með að börn lesi minna en áður sé hluti af því að mörg börn eru seinlesnari en áður. Ég held að það sé hluti af öllu þessu talsetta barnaefni. Þegar við vorum litlar þá var nánast allt barnaefni textað og til þess að geta fylgst með þá þurftum við að lesa textann og með því náðum við upp ákveðnum lestrar hraða!
Ég óska þér og þinni fjölskyldu gleðilegrar hátíðar og megi nýja árið færa ykkur öllum gleði og gæfu.