7.1.11

Gleðilegt ár kindurnar mínar

Já það er sko komið nýtt ár - mehe fyrir því. Með því koma nýir möguleikar. Og nýtt eldhús. Ekki ekki má gleyma nýrri mokkakápu sem húsbandið gaf mér í 40 ára afmælisgjöf. Maður er sko glæsilegur á gamals aldri. Áramótaheitin alltaf söm við sig. Hreyfa sig meira og borða minna. Eða var það öfugt? Svei mér þá það er ekki alltaf gott að segja hvaða áramótaheit maður hefur sett sér.

Jólin fóru í alla staði vel fram. Allir fengu pakka,maturinn var góður, Viggó frændi var hin rólegasti(hi hi, þetta skilja bara þeir sem þekkja hann) og Saga var veik. Ég veit hreinlega ekki um neinn sem ekki átti annaðhvort veik börn eða var sjálf/ur veik/ur þessi jólin. Meiri pestarjólin. Saga var meira segja svo veik að hún læsti sig inni á klósetti á aðfangadagskvöld í staðin fyrir að opna jólapakka. Hún var nú hin hressasta daginn eftir þegar móðir hennar ákvað að fara í stutta gönguferð. Ekki nema 11 stiga frost og smá gjóla og þegar við komum heim, 2 klukkustundum seinna var sú stutta alveg búin á því. Kannski að maður ætti að fara að muna að það er ekki nóg að komast á valin stað, maður þarf líka að labba tilbaka. Gosh hvað lærin á mér voru freðin. Sem betur fer varð þeirri stuttu ekki meint af og lærin mín höfðu nú örugglega gott af smá blóðstreymisbreytingu(er það orð?).

Viggó fór svo heim á annan í jólum og ég fór að vinna í nokkra dag. Nú og svo gleymdi ég syni mínum. Ekki má gleyma því! Hann hafði farið á snowboard námskeið. Ég átti að ná í hann kl 1400. Klukkan 1440 kom pabbi hans heim og spurði hvernig Baltasar hafði gengið á námskeiðinu. Ups! Hafði mín ekki bara steingleymt að ná í barnið. Hverskonar móðir er það sem gleymir barninu sínu ég bara spyr. Ég hafði semsagt fengið gesti 10 mínútum áður en ég átti að ná í hann og það var hreinlega eins og ég hefði fengið snöggann heilaþvott. Allt gleymt. Eins gott að skíðabrekkan er hér rétt handan við hornið. Tók ekki langann tíma að ná í hann. En drengnum var nú ekki meint af. Honum fannst þetta nú bara fyndið, húmoristi hann sonur minn.

Ætla að halda smá veislu á morgun. Verðum 13 til borðs(er ekki hjátrúarfull). Bara konur sem ætla að borða Tapas, drekka vín og hafa það gaman. Sá mér ekki fært að ná svona háum aldri án þess að halda smá teiti. Hlakka til.

Hendi mér bara strax í stuðið með þessu ljómandi góða lagi.



God helg.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alltaf hressandi að lesa pistlana þína Helga mín. Á föstudagsmorgnum byrja ég alltaf á að klikka á þig. Gerði það líka í gær en er að kvitta núna. Kærust í partýið frá okkur Bróa.

Íris Gíslad sagði...

Gleðilegt ár kæra frú og takk fyrir alla pistlana á liðnu ári.

ellen sagði...

jaeja thá er allt ad komast í ganga
aftur fyrst föstudagsbloggid thitt er komid í gang :) Gód faersla eins og vanalega hjá thér já og gledilegt nýtt ár :)