8.4.11

Vorið er komið og grundirnar gróa

Já haldið þið ekki að snjórinn sér byrjaður að bráðna. Loksins. Allur snjór farin af pallinum og eftir stendur þar restar af gólfdúkum og flísum síðan í þe big oppússning. Mega drasl sem verður keyrt burtu sem fyrst. Og haldið þið ekki að upp úr snjónum í garðinum mínum hafi birtst eins og eitt stykki klósett. Voða lekkert. Húsbandið var að spá í hvort við ættum bara að gróðursetja í það og setja fyrir framan húsið. Þá værum við þekkt fyrir að búa í klósetthúsinu! Æi ég veit ekki hversu spennt ég er fyrir þeirri hugmynd. En allavegna frábært að þessi vetur sé búin. Er hreinlega búin að vera í dvala, hef ekki heimsótt neitt fólk eða farið neitt nema í einstaka afmæli. Hef verið heima í 6 mánuði. Núna ætla ég að fara að dusta rykið af mér og koma mér út. Hitta fólk og spjalla og vera smá hugguleg. Allavegna um helgar.

Saga er að fara að taka þátt í fimleikamóti í lok mai og svo íþróttamóti fatlaðra helgina eftir svo að allur maí fer í æfingar. Fjögur kvöld í viku fara í æfingar og það er nú ekki svo lítið finnst mér. Baltasar fer að byrja í fótbollta, æfingar 1x í viku og leikur 1x í viku svo að það verður meira en nóg að gera á næstunni.
Búið að panta far til Íslands fyrir drenginn þann 9. juní. Pabbi hans fer með honum, keyrir honum austur og svo fer hann(pabbinn) í veiði með pabba mínum og Óskari. Planið er að keyra á fjórhjólum inn í land, í nágrenni Laka og dvelja í einhverjum kofa, veiða og vera karlmenni. Rosa spennandi fyrir húsbandið sem aldrei fer í svona ferðir hér. Baltasar verður að fá að koma með seinna. Er ekki mikið veiðibarn enn sem komið er!

Verð að fara að vinna. Geðveikt að gera. Greinilega fleiri en ég sem hafa verið í dvala í vetur. Allt að lifa til lífsins núna.

Hei nýtt lag!


Góða vor helgi.

p.s ef snóar eitthvað meira núna fer ég í útlegð. Vildi bara að þið vissuð það.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lovely lag kæra og hvaða neikvæðni er þetta, er ekki bara töff að búa í klósetthúsinu ;-) kæmist kannski í bæjarblaðið hehe:-)
Sjáumst að öllum líkindum á morgun.
Klem

ellen sagði...

mikid er ég glöd ad vetrurinn skuli vera farinn hjá ykkur ég pakkadi nefnilega ekki eninum kulddaskóm í morgun fyrir ferdina ;) já og nú kemur vorid og allt sem thví fylgir.... eftir svona tvaer vikur áttardu thig á thví ad thad er ekki eins helgi sem ekki er uppbókud fram í midjan júní :)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég samgleðst þér með að sjá í draslið í garðinum:) Snjórinn er þó farinn! Njóttu þess að vakna úr dvalanum Helga mín.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með vorið.
kv Íris Gíslad