16.9.11

Mikið að gera

Ég var alveg búin að gleyma því hvað er alltaf mikið að gera hjá okkur á veturna. Finnst ég bara vera heppin þegar ég næ að búa til mat, sem er að vísu flesta daga en stundum endum við á að borða brauð í kvöldmatinn. Það gerist samt sjaldan um helgar og aldrei þegar við erum með gesti. Ójá í dag fáum við góða gesti frá Íslandi. Gugga, vinkona mín til margra áratuga kemur ásamt Hafsteini syni sínum sem er líka besti vinur Baltasar á Íslandi. Nú skal vi kose oss. Held hreinlega að Gugga sé mín elsta vinkona. Við kynntumst sumarið sem við fluttum á Höfn.Svei mér þá. Allavegna þá ætlum við að hafa það gaman um helgina, túristast smá, trúlega verða nokkrar búðir skoðaðar og svo gert eitthvað skemmtilegt fyrir stákana.

Svo er Saga að fara á leirskole frá mánudags til fimmtudags. Leirskóli er þegar heill bekkur(alltaf 7. bekkur) fer frá mánudegi fram á fimmtudag eitthvað upp í fjöll og læra um nátturuna, sigla kanó, grilla úti og fara í langa göngutúra. Sá lengsti verður 10 km. Fæ þreytta stelpu heim á fimmtudaginn. Held að við sleppum fimleikum og Dissimilis það kvöldið. Spennandi fyrir hana. Hún gistir í hytte ásamt stelpunum í bekknum, kennararnir gista í annari hytte svo að þetta verður í fyrsta skifti að Saga er ein án stuðnings. Mömmuhjartað pínu viðkvæmt en hún á eftir að taka þetta með stæl. Er orðin svo stór stelpa. Hún skrifaði bréf til eins ungs drengs í fyrradag þar sem hún bað hann um að verða kærastinn sinn. Hún bað hans að vísu líka en pabbi hennar bannaði henni að tala um giftingu svona ung svo að hún breytti textanum svo að hún ætlar víst að giftast honum þegar þau verða fullorðin. Bara sætt.

Baltasar fór í strætó með vini og mömmu síðasta föstudag. Næst fara þeir einir! Fegin að hann á síma. Pínu erfitt að senda þá svona eina en eftir nokkur skifti eiga þeir eftir að vera eins og kóngar. Annars verð ég nú að segja frá því að Baltasar var í norsku samræmdu prófi á miðvikudaginn. Hann sat rólegur og vann í heilar 90 mínútur. Það er algjört met fyrir hann. Skólaáhuginn er ekki beint alveg að drepa hann. Sátum í gær og skrifuðum bókarumsögn. Hann skrifaði um eina bók í heilum bókaflokk og ætlaði aldrei að nenna að skrifa undirtitilinn á bókinni. Það er sá titill sem segir til um hvaða bók í bókaflokknum um er að ræða. Fannst það minna mikilvægt. En þetta kemur allt saman!

Jæja verð að þjóta á fund. Hætti snemma í dag. Allir dansa nú.



Gæða helgi.

4 ummæli:

Íris sagði...

þetta hljómar allt gasalega spennandi. Mér finnst Baltasar duglegur að fara í strætó, ég þori ekki enn ein í strætó hér :) Njótið þið Gugga samverunnar.

ellen sagði...

Vonandi var helgin gód med gestunum :) Og svo er alltaf erfitt ad sleppa thessum börnum í byrjun, en thau klára náttúrulega miklu meira en vid höldum :)

Nafnlaus sagði...

Úff Helga mín, þau vaxa svo hratt þessi blessuð börn. Njótið ykkar með kærri frá okkur Bróa.

Guðbjörg sagði...

Helga mín kærar þakkir fyrir okkur Hafstein, þetta var alveg frábær helgi og er ég bara svo gáttuð hvað við náðum að afreka en samt svo slakar líka :-) Ég á núna alveg nýja uppáhalds borg, ég kem örugglega fljótt aftur og aftur.