22.6.12

:´-(

Barnaskólinn var kvaddur í gær. Ég keyrði Söguna mína grátandi heim og hún hélt áfram að gráta þegar hún kom heim. Lokahófið fyrir 7. bekk var á miðvikudagskvöldið. Fín veisla með góðum mat og mikið af ræðum. Ein af stelpunum hélt ræðu, hún grét svo mikið að allir í veislunni voru farnir að gráta. Börn og fullorðnir. Múggrátur hreinlega. Í gær var svo sameiginlegur hádegisverður fyrir allan 7. bekk og þeim veisluhöldunum lauk með að 6. bekkur færði 7. bekk blöðrur sem var sleppt og þar með var barnaskólagöngunni lokið. Mikill grátur fylgdi þar á eftir, svona hjá stelpunum aðalega. Það er alltaf erfitt að kveðja. En svona er lífið. Einum kafla lokið og nýr hefst með nýjum tækifærum. Okkur er búin að líða vel í þessum skóla, mér sem foreldri og Sögu sem nema og ég er alveg viss um að nýji skólinn verður okkur líka góður.

Og ekki getum við grátið liðna tíð lengi því nú er komið að því. SUMARFRÍIÐ ER BYRJAÐ. JIBBÍ. Fer til Íslands á sunnudaginn og Hafnar á Þriðjudaginn. Tvær vikur á gamla landinu og svo 3 vikur uppi í bústað. Fimm heilar vikur þangað til ég fer aftur að vinna. Det er bare dejlig.

Í tilefni til að það er komið sumarfrí valdi ég þessi stuðlög fyrir ykkur að dansa inn í nóttina með. Fer alltaf í sumarskap þegar ég heyri þau.






Gott sumar. Heyrumst kannski eftir sumarið.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hafið það æðislegt í sumarfríinu, góða skemmtun á Íslandi og þið eruð alltaf velkomin ;) Sandra fer í sumarbúðir 5-19 júlí, erum annars mest heima ef þið eruð í nágrenni Laugardalsins ;)
Kv.Elva

Nafnlaus sagði...

Gledilegt sumarfrí :) Mín Saga fór med Álfheidi fraenku og yngri dóttur hennar á Humarhátíd í dag, mikid hefdi ég verid til í ad vera med theim :)
Kram Ellen

Íris sagði...

Njottu sumarfrisins, sjaumst kannski a förnum vegi a Höfn :)

Nafnlaus sagði...

Njóttu Helga mín og þið öll. Við erum á hinum enda atlandsála en tækninnar vegna getum við sagt halló

Nafnlaus sagði...

Þetta vorum við Brói og Gulla.