21.12.12

smá jólastress

Sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Gærdagurinn var einn slíkur. Byrjaði á að ég átti tíma hjá kírópraktor klukkan 9. Ég mætti á réttum tíma því ég er með eindæmum stundvís kona, þegar ég var búin að sitja þar í 25 mínútur og klukkan að verða hálf 10 fór ég í móttökuna og spurði þar hvort hann væri ekki örugglega mættur til vinnu. Jú hann var nú það en voða seinn. Ég varð því miður að sleppa tímanum því ég átti að fara til læknis klukkan 10 og þurfti að koma við heima fyrst.

Ég var mætt til læknisins á réttum tíma og spurði hvort það væru seinkanir, nei nei ég var fyrsti sjúklingurinn. Eftir að hafa setið þar í að verða hálftíma fór ég í móttökuna og spurði hvort læknirinn væri ekki örugglega mættur í vinnu. Konan í móttökunni hringdi í lækninn sem var þá rétt að renna í bílastæðið. Kommon. Maður mætir ekki í vinnuna hálftíma eftir að fyrsti sjúklingurinn á að vera inni. Ég ákvað að segja eins og væri að þetta þætti mér bara alls ekki í lagi að koma svona seint og allt það og þetta var stutt heimsókn. Fékk allavegna lyfseðil og dreif mig í apótekið. Þar inni var um 20 manns og allt ellilífeyrisþegar, ekki þessir ungu og spræku en þessir sem eru um áttrætt og yfir.

Ég var orðin svo sein í vinnuna að ég ákvað að fara í annað apótek. Fór þangað, smá spölur að ganga, fyrst í gegnum verslunarmiðstöð og svo smá spotti úti. Ég hljóp þangað, klædd eins og eskimói í pelskápu og ull innst sem yst svo að ég var létt heit þegar ég kom þangað. Það apótek átti ekki þetta lyf!! Ég var búin að fylla innkaupakörfu með vítamínum og plástrum og jólagjöfum og varð nú pínu uppgefin en brosti eins og mér einni er lagið og sagði ok hvenær get ég náð í þetta? Á morgun var svarið og fyrst þú tekur þessu svona vel þá færðu allt sem þú ætlar að kaupa á 50 % afslætti. Mikið gladdi það mitt jólahjarta að fá svona gjöf svo ég þakkaði pent fyrir mig og sagði að ég næði í lyfið á morgun. Svo hljóp ég tilbaka að bílnum mínum og í því að ég var að hendast inn í bílinn hringir síminn. Apótekið. Ég hafði gleymt visakortinu mínu þar. Ég hljóp tilbaka náði í kortið og hljóp aftur tilbaka að bílnum. Orðin frekar sveitt og ég sem var að fara út eftir vinnu að hitta vinkonur og borða og hafa það gaman og sveitt delux. En klukkan orðin rúmlega hálf 12 og ég ekki enn komin í vinnuna, ákvað að keyra hraðbrautina þangað (sem ég helst ekki geri því mér leiðist að keyra hratt) og haldið þið að það hafi ekki verið bílaröð helvítis alla leiðina í vinnuna. Mjakaðist ekki fjanda á 20 mínútum.

Mætti í vinnuna AAAAlt of sein og að sjálfsögðu var serverinn niðri nánast allan daginn og ekkert hægt að gera og jólin að koma og auglýsingar þurftu að komast í prent og læti. Frábær vinnudagur, stress dauðans.

Fór svo út eftir vinnu og hafði það gaman.  Þegar ég ætlaði heim tókst mér að fara inn í vitlausa lest, lest sem keyrir bara einu sinni á klukkutíma og fer í þveröfuga átt við þar sem ég bý. Það voru einhver ónot í mér þegar ég henti mér inn í lestina en hafði ekki tíma að sinna þeim ónotum því þeir voru alveg að fara að loka dyrunum (kemur svona píphljóð). Á síðasta pípinu rann það upp fyrir mér hvaða ónot þetta voru og það rann upp fyrir mér hvað  eiginlega stóð á lestinni og náði að henda mér út rétt áður en hurðirnar lokuðust. Ég semsagt hljóp inn í lestina, inn í vagninn og í gegnum allan vagninng og út um næstu dyr. Tók nanósekúndu fyrir mig að hlaupa þetta! Hefði ég farið með þessari lest hefði það getað tekið mig fleiri tíma að koma mér heim aftur. Átti að taka Kongsberg lestina en var í Kongsvingerlestinni. Smá líkt en samt ekki!

Ogs svo eru piparkökurnar í ár hjá mér svartar! Lovlí.

Jæja þetta var jólastress saga ársins. Versegúð.

Jólalagið er norskt. Fallegt.



Næsta blogg á trúlega eftir að fjalla um fjölgun í fjölskyldunni okkar og pælingar um það.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

4 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Elsku Helga mín! Mikið er gott að þessi dagur er liðinn. Ég svitnaði bara við lesturinn. Gleðileg jól sömuleiðis:) Kv. Svanfríður.

Íris sagði...

uff vona að þú hafir ekki upplifað fleiri svona daga ;)

Nafnlaus sagði...

Ekki meira af svona löguðu. Gleðilegt nýtt ár, skrifað um miðja nótt með kærri kveðju í bæinn frá okkur Bróa.

Frú Sigurbjörg sagði...

Sumir dagar!