1.2.13

hundalíf part tú.

Haldið ekki að ég hafi farið á þessa gasalega skemmtilegu tónleika síðustu helgi med Nýdönsk. Þeir voru alveg brilljand og spiluðu allt það besta, nema lagið um hana Hólmfríði. Varð nú frekar skúffuð yfir því en hristi það skúffelsið fljótt af mér enda engin tími fyrir svoleiðis þegar maður á hvolp. Beint út að pissa og kúka þegar heim var komið, hvolpurinn semsagt ekki ég. Um miðja nótt, ekkert verið að djamma fram á nótt á þessu heimilinu. Já hér er allt á kafi í hundi. Verið að læra að pissa og kúka úti núna loksins þegar fór að hlýna. Er líka farin að vera ein heima hluta úr degi. Pínu erfitt fyrir alla en svona er að vera hundur í nútímasamfélagi þar sem allir eru í vinnu. En Baltasar kemur heim um 2 leitið á daginn og er svona ægilega duglegur að sinna henni. Gefur henni að borða, fer með hana út og leikur við hana. Heimalærdómurinn gengur frekar hægt á meðan hann er með hana eins og er en hann verður bara að komast í rútínu með það. Setja hana inn í búrið með bein þegar hann þarf að fara að læra heima. Hann er smá tregur við það núna í byrjun. Ég er ísköld, ef hún er vakandi og spídó þegar við borðum fer hún inn í búrið á meðan og fær eitthvað að tyggja sér til skemmtunar á meðan. Annars erum við hlaupandi útum allt að passa upp á litla skrýmslið sem lætur sjá sig þegar hún er í bananastuði. Maður fitnar allavegna ekki á meðan:S

Einkasonurinn er farin í sína fystu snjóbrettahelgarferð án foreldra. Þeir voru 3 vinir á sama aldri sem tóku lestina einir frá Osló til Lillehammer, tæplega 3 tíma ferð. Búa svo á hóteli og verða í brekkunni alla helgina ásamt fleiri ungmennum á bretti og skíðum. Það eru leiðbeinendur og starfsfólk á staðnum sem aðstoða þá og passa upp á að allt fari vel fram. Maður verður að gefa þessu unga fólki smá frelsi svo að það verði að sjálfstæðu fólki.

Heimasætan er í bowlingafmæli as ví spík, með maskara og gloss og gasa gelgja.

Þangað til næst.

2 ummæli:

Íris sagði...

Það er fjör og mikið um að vera greinilega á þínu heimili :)

Nafnlaus sagði...

Gaman hjá ykkur :)

//Ellen