8.8.07

Morgungleði


Ég og Baltasar vorum að koma keyrandi frá Lökeberg skólanum hennar Sögu þegar við keyrðum fram hjá 2 dádýrum sem voru að bíta gras í garði. Mamma dádýr og lítill Bambi. Gasalega sæt. Alveg merkilegt hvað þessi dýr gera mann glaðann inní sér! Ekki verð ég neitt sérstaklega glöð að sjá kindur eða froska en dádýr - allt annað mál. Baltasar varð svo svekktur yfir að ég hafi ekki haft á mér myndavél að hann bað mig um að ganga með myndavél á mér á hverjum degi svo að svona lagað ekki gerist aftur.

Annars allt á fullu hjá okkur að gera fínt í nýja húsinu. Búin að mála heilan helling og ekki búin enn. Meira um það síðar.

Over and out í bili.

Engin ummæli: