20.8.07

Skólastrákur




Fyrsti skóladagurinn í dag hjá Baltasar, voða gaman og allt gekk vel. Er byrjaður í 1A í Levreskóla sem er bara 5 mín gangur frá okkur. Hann vildi endilega taka með sér svartan skókassa sem er fullur af bleiku dóti sem hann er búin að vera að safna til þess að gefa tilvonandi kærustu. Ég sagði nei, fannst það ekki við hæfi svona fyrsta daginn. Og sérstaklega þegar hann ekki á neina kærustu ennþá. Sagði að kannski ætti hann að finna hana fyrst!(ekki seinna vænna, gæti farið að pipra!)
Hér er mynd af honum með nýju skólatöskuna í nýjum skólafötum.
over and out.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann er alveg magnaður, verður án efa mikill kvennabósi með þessu áframhaldi hehehe... Flottur skólastrákur!! Hlökkum til að sjá myndir af ykkur & nýja húsinu.

kollatjorva sagði...

Hann er nú soddan sjarmör að hann verður nú ekki lengi að finna sér kærustu litla krúttið :)
Flottur skólastrákur..

Nafnlaus sagði...

Æææiiii sætur ! Minn fór í morgun með nýju töskuna á bakinu !

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ekki er ráð nema í tímann sé tekið! hahaha, mér fannst þetta gott hjá Baltasar. Svo er hann svo skínandi glaður á myndinni að maður brosir með honum.
Ég vona að allt eigi eftir að ganga vel hjá ykkur í að koma ykkur í búanlegt horf.

Nafnlaus sagði...

Glæsilegur skólastrákur þarna á ferð!

Nafnlaus sagði...

KRÚTTLEGUR.