30.11.07

Dagur 1(næstum því). Kæri Jóli.

Gasalega lítið að frétta,ein af þessum vikum sem maður veit varla að hafa liðið svo viðburðalítil hefur þessi vika verið. BORING!

En á morgun er komið að því, sjálfur jólamánuðurinn að byrja. Ætla að reyna að vera með jólablogg á hverjum degi þennan mánuð (nema um helgar)með ýmiskonar tónlist, myndum, uppskriftum, tenglum og jólajóla og háfleygum orðum um jólin eins og mér einni er lagið. Hvað maður gerir ekki til að koma fólki í almennilegt jólaskap :-)


Til að hringja inn þennan stressandi en samt skemmtilega mánuð ákvað ég að lag vikunnar væri jólalag sem glymur í útvarpinu alveg þræloft. En aldrei er góð vísa of oft kveðin !(en sem betur fer er hún bara kveðin einn mánuður á ári). Þar sem þetta hefur glumið í eyrunum á manni hver jól síðan "þe eitís" þá kann maður líka tekstann svo vel. Svo taka nú upp hárburstan og syngja með - allir saman nú.



Have a nice weekend!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hallelúja... hlusta á lagid fyrir hver jól en var ekki búin ad sjá vídeóid MJÖG lengi...
Jaeja thetta kom mér í jólastud svo núna er ég farin heim ad skreyta...
Gledileg helgi:)

Ellen

Nafnlaus sagði...

Ææii en gaman að heyra þetta lag .. sammála síðasta ræðumanni var orðið langt síðan ég sá vídeóið !

Gleðilega aðventu frá USA*
Guðrún

Nafnlaus sagði...

Þetta lag hefur sko oft iljað manni um hjartarætur. kv.Anna

Oskarara sagði...

Svo má ekki gleyma Lampoon´s Christmas vacation, svona um 10 leitið á þorlák verður henni skellt í tækið, pottþétt!

La profesora sagði...

hæ hæ, er loksins komin hingað í heimsókn. bið að heilsa familien.
Maja frænk.