20.12.07

Dagur 20. Kæri Jóli

Þá er búið að kaupa jólagjafirnar.Jibbí jæ.

Allan desember hafa verið aulýsingar í sjónvarpinu fyrir talandi dúkku og Saga hefur nú verið ansi spennt fyrir henni. Ég hugsaði með mér að ég gæti nú farið og skoðað dúkkuna því við höfum alltaf gefið börnunum okkar svo praktískar gjafir og vorum búin að ákveða að vera ópraktísk í ár.Ég út að skoða dúkkuna. Ekki leist mér nú á þetta krípí talandi dæmi og ekki batnaði það þegar mér var sagt frá stelpu sem hafði fengið svona dúkku í fyrra. Eitt kvöldið þegar hún var sofnuð lá dúkkan úti í horni og allt í einu gellur í henni "Ég er einmanna". Mamman fékk næstum því hjartaáfall en þessi krípí dúkka er þá vélmenni dulbúin sem dúkka. Ég ákvað að ekki kaupa svona dulbúið vélmenni.

En viti menn, haldið þið ekki að ég og eiginmaðurinn hafi drifið okkur í shopping leiðangur á föstudaginn í síðustu viku og komið heim með eitt stykki talandi krípí vélmenni dulbúið sem dúkka.Við hugsuðum með okkur að þetta er i fyrsta skifti "ever" að Saga óskar sér einhvers í jólagjöf og ákáðum að verða að ósk hennar. Það er þá alltaf hægt að taka batteríin út ef þetta fer að fara með geðheilsuna hjá manni!

Annars eru pabbi og mamma að koma í dag og það verður voða gaman.

Over and out

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skilaðu kveðju til mömmu þinnar og pabba!

Nafnlaus sagði...

Það er nú voða gaman að gefa e-h sem óskað er eftir. Hún verður örugglega alsæl. kv.Anna