6.8.10

Níu ár



eru liðin frá því að sæti sonurinn kýldist út úr mömmu sinni á ógnarhraða. Það var nú meiri fæðingin. Tók eina klukkustund og 15 mínútur og var svo vont að ég sver að hefði ég haft riffil við höndina hefði ég skotið ljósmóðurina. Hún var nú líka frekar pirrandi og pirruð. Ég var nefninlega að fæða í miðjum vaktaskiftum og hún var ekki par ánægð með það. Skánaði ekki skapið á henni þegar varð að eyða rúmum klukkutíma í að sauma mig saman. Komin mið nótt þegar hún komst heim. Venjulega koma ljósmæðurnar og kíkja á sængurkonurnar "sínar" daginn eftir og sérstaklega ef þær fara svona illa eins og ég gerði. Nei sá aldrei tangur né tetur af þessari konu aftur. Bölvaður dóninn. En allavegna þá kom ég heim með lítin son sem fékk nafnið Baltasar og hefur alltaf verið yfir meðallagi hress. Og allt í einu er hann hættur að vera lítill og er bara að verða bráðum stór. En það er samt gaman eiginlega því nú getum við gert svo margt saman sem við bæði höfum gaman af. Á afmælisdaginn hans sem var á þriðjudaginn var han vakin með söng, köku, kerti og gjöfum og svo seinna um daginn fórum við í Bowling og svo út að borða á eftir. Var voða ánægður með það. Svo verður afmælisveisla fyrir fjölskylduna hér á sunnudaginn og svo strákaveisla á fimmtudaginn. Ákváðum að bíða svo að allir væru komnir heim úr fríi. Búið að ákveða að hafa íþrótta afmæli. Strákunum skift í nokkur lið og svo verður keppt í hlaupi, setja penna ofan í flösku og ýmsu öðru sem ég á eftir að finna upp á. Verð víst að finna upp á einhverju sem er hægt að gera bæði inni og úti því það er svo helv.. mikil rigning hérna þessa dagana. Allt á kafi í bleytu og grasið vex og vex. Hefði nú ekkert á móti smá sólarglennu og síðsumars hitabylgju svona til að klára sumarið með stæl.

Jæja best að spila eitt norskt!





God helg.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já Helga mín, tíminn líður hratt á gervihnattaröld. Jagga biður að heilsa þér, þau voru á ferðinni hér í gær. Klemmi á 17 ára son, mér næstum brá og fór að spá í hvað maður væri orðinn gamall.
Kveðja og knús til ykkar allra.
Mútta

Álfheiður sagði...

Til hamingju með stóra strákinn þinn!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med hann Baltasar :)hér er búid ad spá rigningu upp á hvern dag en vid höfum ekki mikid séd af henni, gott thegar spáin er í thá áttina! Hafid thad sem best.
Kram Ellen

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með Baltasar. Styttist í að minn verði 9 ára. Gaman að rekast á þig á Höfn í sumar.

Guðrún

Íris Gíslad sagði...

Til hamingju með peyjan