29.5.09

Mikið var að vökvar mínir vættu þessa sál

Kennarinn hennar Sögu hringdi í mig í vikunni og sagði að nú færi að koma tími á að hafa samband við barnasálfræðinginn í skólanum því Saga er orðin tilbúin að fræðast meira um sjálfa sig og fá hjálp við að setja orð á þær tilfinningar sem eru að brjótast um í henni. Ég varð nú hálf stressuð verð ég að viðurkenna því þetta er tímabil sem flestum foreldrum fatlaðra barna kvíðir fyrir. Ég hef alltaf vitað að þessi dagur kæmi en var að vona að það væri aðeins seinna en málið er að hún er að vera meira og meira meðvituð um það að vera öðruvísi. Hún upplifir það ekkert rosa sterkt með sjálfa sig en er farin að spyrja um þau börn sem ekki eru eins klár og hún, afhverju Ída vinkona hennar kann ekki að tala og afhverju Thea önnur vinkonan sé svona og hinseginn. Hún hefur líka nefnt að hún sjálf tali skrýtið og spurt hvort augun á henni séu skrýtin svo að hún er farin að skilja og taka til sín það sem önnur börn finna upp á að segja við hana. Þessvegna er komin tími til að hún fræðist um sína fötlun. við höfum svo sem aldrei falið það neitt heima og tölum opinskátt og hátt um downs syndrom en hún hefur bara aldrei tekið það til sín og ég vill ekki segja henni það beint og þessvegna verður sálfræðingur látin vinna með henni. Þetta er þónokkuð ferli og ég er spennt að sjá hvað gerist. Við byrjum ekki á þessu fyrr en eftir sumarfríið. Þau verða 3 í skólanum hennar sem byrja á þessu í haust svo að það verður gott, bæði fyrir hana og okkur. En vá hvað mér kvíður fyrir.

Annars bara allt fínt. Er að fara til Stokkhólms á þriðjudaginn í 2. daga ferð með vinnunni. Svo er spáð þessari rjómablíðu um helgina, 28 og sól. Held að maður skelli sér í smá sólbað og svo kannski smá veiðimennsku með börnunum eða eitthvað. Ekki alveg tilbúin í strandlífið því sjórinn er nú frekar mikið kaldur enn, ekki langt síðan síðasti ísinn hvarf úr firðinum. Svo er ég farin að hlakka ægilega til að fara í sumarfrí.Það helsta af mér annars er að ég er að borða brauð með danskri spæjepölse, drekk appelsinujús úr fernu og hlusta á Jamie Cullin. Já þetta var nú eitthvað sem var gott að vita!!

Drífa vann síðustu getraun og valdi meira að segja lag svo að lag vikunnar er úr hennar lagabanka.Veit ekkert um það og hef aldrei heyrt það áður svo að ég get því miður ekki komið með neina gullmola um það.



bæó og góða helgi frá sunny Norway!

22.5.09

Þú gafst mér skýin og fjöllin og Guð, til að styrkja mig

Venjulega gengur lífið sinn vanagang og maður er ekkert að spá í neinu, dagarnir bara þjóta framhjá og maður eldist og árin líða. Endrum og sinnum stoppar maður upp og spyr sig "hvernig endaði ég hér". Ekki miskilja mig, ég er ekkert óánægð með líf mitt, bara undra mig á því öðru hverju hvernig ég hef endað hér, í þessu húsi, með þessum manni í þessu landi og þessari vinnu. Aldrei hefði mig grunað á okkar Jans Chr. fyrstu mánuðum tilhugalífsins og jafnvel ári að við myndum enda saman, gifta okkur og flytja til Noregs með tvö börn, annað fatlað, eignast hús og bíl og allt það. Hefði einhver sagt mér það í byrjun okkar sambands hefði ég hlegið mig máttlausa en ég má þakka Jenný vinkonu minni fyrir karlinn því hún nánast bauð mér á fyrsta stefnumótið okkar, eða allavegna sá til þess að mér yrði boðið.En svona til að vera hreinskilin gaf ég ekki okkar sambandi langt líf því fyrsta árið var bölvað streð,annað aðeins skárra en fór batnandi og hér erum við 15 árum seinna. Enn saman og bara ánægð enn. Auðvitað gætum við verið meira rómó og allt það. En svona í hnotskurn held ég að við höfum það bara fínt miða við svo marga aðra, rífumst ekki oft, ekki alvarlega allavegna og höfum svipaðar skoðanir á því sem skiftir máli. Erum góðir félagar og okkur semur bara þokkalega en höfum eins og flest önnur pör málefni sem við erum ósammála um en erum orðin sammála um að vera ósammála og ræðum það ekkert frekar þar sem það leiðir ekki til neins ( eins og mikilvægi fótbollta í eins lífi!). En allavegna þá verð ég stundum hissa á að ég hafi búið svona lengi erlendis, langt frá fjölskyldu og vinum og hissa á að ég sé ekki löngu flutt heim. Ekki það að Ísland sé beint lokkandi þessa dagana. Veit eiginlega ekki hvað ég vill með þessu en eitt er víst og satt sem John Lennon sagði svo vel á engilsaxneskri tungu "Life is what happens to you while you're busy making other plans". Mikið var það satt hjá honum. Fyrir utan það að ég geri mjög sjaldan áætlanir, ég bara berst með straumnum.

Annars bara fínt, gaman í nýju vinnunni fyrir utan eitt. Fíla ekki þessa unisex klósettastefnu sem maður hefur þar. Mjög svo Ally McBeal en ekki minn stíll at all. Skil ekki svona, gef skít í femínístana ef þetta er eitthvað sem þær hafa haldið að væri eitthvað jafnrétti. Ellers takk segi ég nú bara.

Hefði aldrei spáð íslandi 2. sæti í júró svona við fyrstu hlustun. Fannst þetta lag hálf leiðinlegt en hún söng nú samt eins og engill og jafn falleg líka en eftir að hafa horft á öll hin skildi ég betur að þetta lag komst svo hátt. Svei mér þá ef austur evrópa og þýskaland og Grikkland ættu ekki bara að slá sig saman næsta ár og senda eitt lag með sama flytjanda. Myndi ekki skifta máli, allt sama draslið. Jísus. Ekki orð um það meir.

Lag vikunnar er tileinkað húsbandinu sem hefur endst í 15 ár. Hlustuðum mikið á þetta lag fyrsta sumarið okkar saman. Eitt skemmtilegasta sumar sem ég hef lifað. Grunar að Begga vinkona sé sammála mér þar. Lög gerast ekki sumarlegri en þetta í mínum heimi.



Gísli Eiríkur Helgi.

.p.s Drífa vann aftur en hefur ekki innheimt verðlaun.

15.5.09

Þetta er blús. Svona er lífið. Ég fíla mig í sukkinu en samt ekki grimmt

Einhverjir eru búnir að vera að spyrja um hvaða vinnu ég er komin með. Ég er komin með vinnu hjá If Inhouse sem vefhönnuður. If Inhouse er auglýsingastofa sem er í eigu og rekin af If sem er ein af stærstu tryggingarstofnunum skandinavíu. Í allt vinna um 6 þús manns hjá If, deilt á norðulöndin og Baltikum og eitthvað í rússlandi. Í húsinu sem ég vinn erum 700 manns svo að þetta er risa fyrirtæki. Svo stórt að hér er eigin líkamsrækt með föstum tímum(spinning t. d) sem hægt er að fara í innan vinnutímans,eigin listaklúbbur sem fer í listaferðir erlendis, lítið kaffihús hér í húsinu og ég veit ekki hvað. Er ekki búin að komast að öllu. Ég er að vinna með 5 öðrum, einn vefhönnuður, 3 grafískir hönnuðir og svo teksta og verkefnastjórar. Mjög fínt fólk svona við fyrstu kynni. Flest á milli 35-40 svo að þetta eru ekki bara unglingar. Ég get allavegna sagt að ég er orðin tryggð í bak og fyrir eftir að hafa byrjað hér. Mér finnst eins og ég sé komin í fyrstu fullorðinsvinnuna mína!

Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er júróvisjon á laugardaginn. þetta verður í fyrsta skifti að krakkarnir fá að horfa, allavegna svona eitthvað fram eftir en við fáum gesti í mat og gláp. Held að í þetta sinn haldi ég með norðmönnum, gerði það að vísu líka í fyrra. Mér finnst íslenska lagið ekkert sérstakt í ár. Var þó skárra í fyrra þótt það sé ekki beint lag sem ég nenni að hlusta á heima hjá mér en mér fannst norska lagið í fyrra mjög fínt.

Annars er þjóðhátíðardagur norðmanna á sunnudaginn. Baltasar verður í bunad í fyrsta skifti(þ.e.a.s ef ég finn bunadssokka!) en það er þjóðbúningur og nánast allir klæðast svoleiðis á þessum degi. Hann fékk einn slíkan frá frænda sínum í arf og núna passar búningurinn. Ég var nú eitthvað efins að hann vildi vera í þessu en honum fannst bara kúl að vera klæddur eins og hobbit! Og spurði svo hvort hann gæti verið á skeitbordinu sínu á þjóðhátíðardaginn. Aldrei séð dreng í þjóðbúning á bretti áður en einhverntíma verður allt fyrst.

Það var mín kæra vinkona Drífa sem vann getraunina þessa vikuna. Að sjálfsögðu þekkir hún Mannakorn. Hún er ekki búin að velja lag en ég valdi eitt handa henni.Hún er ein af þeim á fullt af lögum í mínum huga og þar af leiðandi erfitt að finna eitt lag. Ég veit eiginlega ekki afhverju þetta lag minnir mig á hana, kannski hún man það og kannski kannast hún bara ekkert við þetta lag og ég bara í tómu rugli.



Góða helgi.

p.s Hvaða lag og flytjandi er um að ræða í dag?

7.5.09

Vetur kemur og vetur fer en alltaf vorar í sálinni á mér

Núna ætla ég að vera stuttorð aldrei þessu vant. Byrjaði í nýrri vinnu á mánudaginn og þar af leiðandi mikið að gera. Félagslífið hjá börnunum heldur virkt líka þessa dagana svo að ég geri lítið nema vinna og fara í afmæli og diskótek með dóttur minni. Skrifa meira þegar verður aðeins minna að gera.Er að fara í veislu með vinnunni, 10 ára afmæli fyrirækisins(er að vinna hér).Það hafa um 800 manns skráð sig í veisluna hér í bæ svo að þetta verður áhugavert!Held ekki að ég hafi farið í svona mannmarga veislu áður.

Lag vikunnar er samt ekki hægt að snuða fólk um og er það á léttari nótunum þessa vikuna. Pússaðu dansfótinn og taktu smá föstudagssnúning í tilefni dagsins.



góða helgi.

p.s enginn sigurvegari velur sér nein lög! koma nú.

1.5.09

Og í kvöld líkur vetri sérhvers vinnandi manns

Loksins kom vorið. Sól og blíða í dag og í gær og nokkrar freknur spruttu fram eftir hádegissólbaðið í gær. Grillveisla hjá vinum í kvöld. Túlípanarnir í fullum blóma fyrir framan húsið og það er ótrúlegt allt í einu að hugsa til þess að fyrir 8 dögum síðan var enn snjór í garðinum hjá mér. Maður er svo fljótur að gleyma. Og talandi um að gleyma, ég er tvisvar sinnum á 2 vikum búin að koma heilum klukkutíma of seint á fundi sem ég átt að sitja. Ég þessi stundvísa manneskja. Maður er nátturulega alveg í molum!

Annars var París var bara frábær. Þvílíkt flott borg. Við þvældumst um, borðuðum og drukkum vel og höfðum það notalegt. Ég var að vísu hálfgert fatlað fól því ég meiddi mig eitthvað á fæti seinni parts föstudags og haltraði það sem eftir var ferðar og fór ekki jafn fljótt yfir og ég annars hefði gert.Frekar erfitt fyrir mig þar sem ég er vön að labba hratt en ég er mjög svo fylgjandi instant skoðunarferðum. Sjá mikið á stuttum tíma! Það var nú lítið verslað en París er ekki beint ódýr borg. Bara á svipuðu verði og osló. Fór í geggjuðustu búð ever en það var sælkeramatvöruverslun í La Fayette sem er eitt af stórmagasínunum. Svei mér þá það leið nánast yfir mig í þeirri verslun. Annað eins flottheit af mat og kökum, brauði og drykkjum hef ég aldrei áður séð. Verðið svo sem eftir því en það var bara gaman að skoða. Ég væri örgugglega 15 tonn ef ég byggi í þessari mætu borg(yrði að vera rík líka til að hafa efni á þessum sælkeramat).

Byrja í nýrri vinnu á mánudaginn. Gekk út um dyrnar á þeirri gömlu í síðasta sinn á miðvikudag og það voru nú ekki mörg tár sem voru felld. Eiginlega ekki neitt, var alveg köld. Skrýtið eftir að hafa unnið þar þetta lengi.

jæja lítið meira að segja. Vill óska bróður mínum honum Óskari til hamingju með daginn en hann á ammæli í dag hann á ammæli í dag hann á ammæli han óskar hann á ammæliídag.

Lag vikunnar er nú ekki beint stuðlag en það er svona vorlag. Mig langaði svo að hafa það í dag afþví núna er vorið komið og svo er það líka svo afmælislegt!!!!!!



Gleðilegan 1. maí verkamenn og góða vorhelgi.

23.4.09

Je Voyage à Paris aujourd'hui.

Síðustu getraun vann hún Álfheiður frænka mín á Egilstöðum. Flytjandi var að vísu hann Bjöggi okkar allra. Verðlaun vikunar eru þau sömu og í síðustu viku, val að eigin vali í næsta föstudagsblogg. Bara kommentera hér hvaða lag þú vilt.

Annars er ég bara á leiðinni til Parísar, á eftir og þessvegna valdi ég að blogga í dag. Veðurspáin fyrir helgina er nú svona og svona en þar sem engin veðurfrétt á netinu er með sömu spána ætla ég að vera við öllu viðbúin(nema snjó).Hlakka svo til.. ligga ligga lá.

Ferðin til Kristiandsand með Dissimilis var með eindæmum ánægjuleg og forvitnileg í alla staði. Hitti fullt af áhugaverðu fólki sem hefur gert mikið og gott fyrir fatlaða. Komst að því að þrátt fyrir að vera samtök sem vinna fyrir lífsgæðum fatlaðra er mikil valdabarátta í gangi og það gekk ýmislegt á þessa helgina. Komst að ýmsum leyndarmálum sem viðkoma fólkinu sem situr í stjórn þessara samtaka sem við foreldrar sjaldan heyrum um. Svo hitti ég alveg ægilega skemmtilega konu sem kunni smá íslensku. Þrátt fyrir að vera þroskahömluð kann hún fleiri tungumál, gat talað fullt spænsku, smá rússnesku og pólsku, ensku að sjálfsögðu og svo gat hún sagt smá á íslensku.Hún er í hljómsveit sem skemmti á laugardagskvöldinu og þvílíkt stuð á liðinu. Þau voru svona þrælgóð að allur salurinn var á iði. Mikið væri nú gaman ef fólk gæti farið að horfa á þennan samfélagshóp með opnari augum og sjá hvað munurinn á okkur er lítill. Þetta voru ósviknir skemmtikraftar og fólk fékk ekkert minna út úr að skemmta sér með þessari hljómsveit eins og að skemmta sér með hljómsveit með ófötluðum. Á heimleiðinni var svo haldin fundur og núna er búið að panta miða fyrir Dissimils hóp 25 september og förum aftur heim 30 september svo að nú verða allir að taka frá Mánudagskvöldið 28 sept og koma á sýningu í Borgarleikhúsinu og sjá þau. Ég vona að sem flestir komi.

Var að horfa á æðislega þætti frá BBC sem voru nú sýndir hér í fyrra en ég missti af þeim þar og keypti þá á diski. Jane Eyre eftir Charlotte Brontë, mikið fannst mér gaman að sjá þessa þætti. Elska enskar myndir sem gerast á þessum tíma, ætla að lesa bókina líka. Hef ekki lagt í hana því ég hélt að hún væri jafn niðurdrepandi og "Fýkur yfir hægðir" sem ein af hinum Brontë systrunum skrifaði en hún er það ekki. Þetta var rómantík eins og hún gerist best á svo ægilega fallegri gamaldags ensku með alveg ægilega fallegum karlmanni í aðalhlutverkinu. Bara ljúft.

Þetta var svona bland í poka eins og venjulega. Ekki búin að heyra neitt hvaða lag Ellen vill svo að ég verð að velja lag sjálf. Byrja á eitís poppi sem ætti að koma öllum í stuð. Fannst þetta svo ægilega skemmtilegt þegar ég var með bólur og spangir. Takið eftir axlapúðunum.



Bon week-end les amis!

p.s ekki getraun þessa vikuna vegna anna!

17.4.09

Hugsar hver um sig, þú sagðir bless við mig.

Síðustu getraun vann hún Ellen hálffrænka mín í Svíþjóð en hún er svo heppin að vera 2 timum á undan þeim sem eru á Íslandi (en svona ykkur til fróðleiks á hún líka stelpu sem heitir Saga)!! Að sjálfsögðu fær hún vegleg verðlaun en þau eru að velja fyrsta stuðlag ársins sem verður lag vikunnar í næstu viku!! Hversu heppin er hægt að vera ?

Annars bara allt í ljómarjóma hér í landinu sem snjórinn er loksins að kveðja. Páskarnir voru haldnir í Svíþjóð og þar var þetta fína veður og maður hreinlega þyngdist um 15 kíló á 3 dögum - eða svoleiðis. Krakkarnir úti að leika sér og við örkuðum milli fjalls og fjöru daglega. Fórum í smá shopping til Karlstad og keyptum vín og mat og húsbandið keypti sér Miami Vice jakka í H&M og boli í stíl og var með þriggja daga brodda. what a stud! Ég hinsvegar keypti mér ekkert þar sem ég hafði verslað mér smá vikuna á undan. Rautt veski takk fyrir. Vissi ekki að ég hefði þetta í mér, ég sem bara á svört föt og svört og brún veski! Hárautt takk fyrir. Maður er farin að verða glannalegur svona á efri árum.

Komum heim frá Svíþjóð með eitt stykki hljómborð í farangrinum. Svo ódýrt að versla á netinu og láta senda þangað og sleppa að borga tolla og skatta og álíka sem maður gerir hér. Á sunnudagskvöldið sátum við Baltasar fyrir framan eldgömul nótnabækurnar mínar og ég kenndi honum fyrstu tvær nóturnar og svei mér þá, á augabragði breyttist ég í alla "leiðinlegu" píanókennarana sem ég hafði sem barn og alltaf voru að tönglast á fingrasetningu. Þarna sat ég og skipaði Baltasar að nota rétta fingur(miklu betra að læra það strax sagði ég) og ekki láta fingurnar hanga svona og réttu úr bakinu , upp með olnbogana og jadajadajada. Ég var eins og bergmál úr fortíðinni og það er nú alveg á tæru að þetta tuð í þessum "leiðinlegu" kennurum hefur síast inn með tíð og tíma fyrst ég kann þetta svona vel þrátt fyrir að ekki hafa spilað nótu síðan ég var 14 ára. En núna ég ætla að fjárfesta í nokkrum nótnaheftum og fara að rifja upp smá sjálf. Fínir kennarar annars(svona fyrir utan þetta tuð)! Gulla að sjálfsögðu,Egill hét einn,búin að gleyma einni en man aðra en það var hún skyggna Erla sem sér álfa. Man hvað hún var með stórar hendur og vá hvað ég er fegin að ég ekki vissi að hún væri skyggn á þeim tíma. Þegar ég var að vinna í ísbúðinni við Hagaskóla mörgum árum seinna kom hún oft þangað og þarna vissi ég semsagt að hún væri skyggn og ég fór alltaf alveg í pat þegar hún kom inn því ég var svo hrædd um að hún sæi fullt af dánu fólki og álfa og huldufólk hjá mér. Gat aldrei horft í augun á henni. Stress dauðans!

Lag vikunnar,síðasta mjög rólega lagið á þessu misseri. Frá einum uppáhalds diski og er eitt af mínum uppáhalds lögum ever.Tær snilld.



Gleðilega helgi.

Getraun:
Hver veit úr hvaða lagi þessi titill er og hver er flytjandinn. Til að gera það auðvelt má hafa í huga að ég hef ekki búið á íslandi síðan 1992 svo að líkurnar á að ég velji teksta úr nýju lagi eru ansi litlar.

14.4.09

Ertu tilbúin fyrir grillvertíðina?

Það fer að styttast í grillvertíðina hér í landi en svei mér þá ef var ekki sól og 15stiga hiti í svíþjóðinni um helgina og þá fór ég að hlakka til að borða sumarmat með grilli og alles.Og hvernig er hægt annað en að grilla fyrirtaksmáltíð þegar þú hefur öll þessi tæki og tól til að hjálpa þér?

Þetta snilldaráhald gerir kjötið mört og safaríkt.


Nú sleppirðu við að grilla hamborgara af mismunandi stærðum, hvað er betra en að vera nákvæmur!


Hver nennir að hella úr flösku þegar þetta er líka hægt. Ekki ég allavegna!



Gleraugu fyrir laukaskerarann á heimilinu.



Ef þú nennir ekki að naga maísstöngulinn og átt ekki maís í dós geturðu bara búið til þinn eigin maís í dós með þessu frábæra tæki.



Eiginmaðurinn og trúlega aðal grillarinn á heimilin ætti nú að fá að hafa svona wiskey skammtara við grillið. Allt verður svo miklu skemmtilegra fyrir vikið - fyrir hann allavegna!

3.4.09

Það er víst best geymt sem tengt er sorg eða trega!

Var að lesa blogg um daginn og þar var bloggarinn að lýsa stefnumóti sem hún hafði verið á og hafði verið með eindæmum mislukkað. Ég hló mig máttlausa bæði því það var drepfyndið og því að það minnti mig á deit ég fór á á mínum yngri árum en ég hef farið á ansi sérstök deit þegar ég var ung og einhleyp sem er frekar skrýtið því ég fór aldrei á svo mörg - þau voru bara þess undarlegri.

Umrætt stefnumót var mjög svo eftirminnilegt en þarna er ég 19 ára og hafði verið boðið út að borða af ungum manni sem ég hafði hitt helgina áður. Ungi maðurinn hafði pantað borð handa okkur á Ítalíu og mér finnst mikilvægt að taka fram að þessi ungi maður bjó heima hjá mömmu sinni og var búin að vera að vinna í nokkur ár og átti ekki bíl. Allavegna þá komum við á Ítalíu og fengum matseðil og áður en ég náði að lesa hvað væri á boðstólnum stakk hann upp á að við pöntuðum eina pizzu saman því hann var ekkert sérlega svangur! Álfurinn sem ég var sagði já því ég kunni ekki við að vera ókurteis og segja sannleikann að mig langaði kannski í eitthvað annað og hefði nú alveg getað borðað eina pizzu ein því þær eru ekki svo matmiklar á ítalíu og ég var svöng.

Svo var farið að spjalla, eða það er að segja hann fór að spjalla og þeir sem þekkja mig vita að ég á í engum erfiðleikum með að halda uppi samræðum en þarna var ég kjöftuð í kaf. Og hvað talaði svo Rómeó um. Jú hann talaði um alla staðina hann fékk afslátt á og alla staðina mamma hans fékk afslátt og svo talaði hann um myndalega ríka vin sinn sem eyddi alveg formúgu í þær stúlkur sem hann deitaði.Og svo kórónaði hann allt saman með að enda á því að segja mér frá syni sínum sem hafði fæðst 4 dögum á undan en hann var ekki enn búin að druslast upp á spítala og sjá frumburðinn því það var svo mikið að gera í vinnunni - hann var barþjónn!!! Sjarmör aldarinnar semsagt og skildi maður halda að ég hefði bara droppað kauða á staðnum. Nei ég ákvað að gefa honum annan sjens því vinkonur mínar voru alltaf að tönglast á því hvað ég gerði alltaf miklar kröfur til ungra manna og kannski ætti ég að vera duglegri að gefa strákum sjensa og ég ákvað að gera eins og þær sögðu.

Næsta deit var vikuna eftir og hann kom og náði í mig heim. Hann var með tannbursta með sér og vildi vita hvort hann gæti ekki haft tannburstann hjá mér og einhver föt því það var miklu styttra fyrir hann að fara í vinnuna frá mér þar sem ég bjó í miðbænum og hann var jú að vinna þar. Hann myndi spara hellings pening á að ekki þurfa að borga leigubíla á kvöldin til að komast heim til sín eftir vinnu. Þarna varð mér allri lokið og varð bara að viðurkenna fyrir sjálfri mér að þetta væri alveg dauðadæmt.Ykkur grunar kannski hvernig þetta ástarævintýri fór. Jú mín droppaði kauða og til að fara nú alveg með það fór ég að deita "ríka" vininn - í laumi!! Það var líka stutt gaman því hann var að sjálfsögðu frekar sér á parti sem útskýrði hversvegna hann fór á svona mörg deit en var alltaf jafn einhleypur:-D

Gaman að rifja þetta upp því þetta var bara geðveikt fyndið og maður var nú alveg mátulega kærulaus á þessum árum og tók þessu ekki þungt. Einu sinni fór ég líka á dobbel-deit með læknanema og pabba hans!! Pabbinn var að deita eina jafn gamla mér frá Rússlandi. Á næsta deiti kynntist ég svo mömmu hans og eftir það lét ég mig hverfa.Frekar spes gæi.

Já það var nú gaman að vera ungur og vitlaus en er guðs lifandi fegin að vera orðin gömul og gift og þurfa ekki að vera að þessari stefnumótavitleysu lengur.

Svona í lokin var fyrsta deitið með húsbandinu þannig að hann gleymdi að segja mér að við værum að fara í veislu þar sem allir væru í sparifötum. Mín mætti í slitnum leðurjakka, stuttum bol og mjaðmabuxum, hann var í svörtum jakkafötum!!!En hann var allavegna ekki nískur eða hafði pabba sinn með sér og þessvegna erum við enn saman í dag;-)

Er dottin í rólegu deildina aftur, ekki margar vikur eftir í stuðið. Var búin að lofa stuði með vorinu og stend við það, vorið lætur bara bíða svolítið eftir sér í ár. Þetta lag elskaði ég þegar ég var í menntaskóla.Hef aldrei séð þetta video áður. Sérstök hárgreiðsla á söngvaranum.



ATH!! Getraun vikunnar: Úr hvaða lagi er fyrirsögnin á blogginu - Til að vinna verður þú að vera með bæði lag og flytjanda. Allir vera með, glæsileg verðlaun.


Góða helgi og gleðilegan Pálmasunnudag.

30.3.09

Jéremías er þetta hægt?

Myndir handa öllum handavinnuelskendum. Hversu mikil krútt er hægt að vera í handgerðu(þori ekki að segja hvort þetta sé prjón eða hekl)! Grunar að þessar bloggfærslur fyrri part viku verða svona mynda og matarblogg. Það er svo mikið sniðugt og sætt og gott til sem ég vill deila með ykkur.







27.3.09

Þegar einar dyr lokast...

opnast aðrar. Það eru orð að sönnu. Haldið þið ekki að mín sé komin með nýja vinnu. Hef nú ekkert verið mikið að segja frá því en ég er semsagt búin að vera í rosa ferli síðustu 4 vikur. Vikuna áður en mér var tilkynnt að mér yrði sagt upp sótti ég um vinnu hjá If sem er eitt stærsta tryggingarfyrirtæki norðurlanda en þeir eru með innanhús auglýsingastofu og voru að auglýsa eftir vefhönnuði. Ég var kölluð í viðtal 2 dögum eftir að ég fékk að vita að mér yrði sagt upp, á eftir fylgdi svo persónuleikapróf og fleiri viðtöl. Talaði samtals við 6 persónur áður en þeir svo tóku ákvörðun um að ráða mig. Byrja 1. maí. Ekki nóg með að þetta er miklu meira spennandi vinna en ég er í, svo er hún betur borguð og ég er ekki nema 15 mín með strætó í vinnuna og svo er húsbandið að vinna í húsinu við hliðina. Ég er svo glöð. En ég hefði semsagt skift um vinnu þótt ég hefði ekki verið sagt upp.

Ekki nóg með þetta, ónei. Saga er komin með nýjan stuðningsfulltrúa. Kona á mínum aldri sem á börn sem eru 9 og 11 ára. Þessi kona vinnur á hvíldarheimili fyrir fötluð börn og langaði svo að vinna með barni með down. Hún býr á bóndabæ og er með shetlands pony, hund, 2 rottur og svo eru fullt af beljum þarna líka. Og þessi bær er ekki nema 10 akstur frá þar sem við búum. Hélt ekki að við gætum verið svona heppin. Núna bara vona ég að hún endist eitthvað. Gaman fyrir Sögu að geta heimsótt hana 1 eftirmiðdag á viku og fara á hestbak og mokað skít, leikið við börnin hennar og hundinn og rotturnar. Frábært.

Og ekki er allt búið enn. Nú er aftur farið að snjóa og það mikið - frábært! Ég sem var farin að vera hrædd um að við fengjum vor og sumar í ár. Nei það verður bara vetur allt þetta ár og mér finnst það æði. Það verður svo gaman að fara í 17 júní skrúðgönguna í ár á gönguskíðum. Jibbý fyrir vetrinum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Já svona er gaman að vera til stundum.Og afþví það er svo gaman hjá mér núna tek ég mér örlitla pásu á rólegheitunum og tek nokkur lauflétt danspor með þessum gamla kappa.




Góða helgi.

24.3.09

Matur


Í gær eldaði ég þennan fína fisk.Ég hafði keypt Isgalt sem er víst Langhali á íslensku og er í ætt við þorsk virkaði bara aðeins fastari og minna fiskibragð af honum. Allavegna þá velti ég fiskinum upp úr hveiti og snöggsteikti og henti svo inn í ofn í nokkrar mínútur meðan ég bjó til sósuna. Sósan var ekkert annað en smjör sem ég brúnaði á pönnu, hellti slatta af kapers yfir og sítrónusafa og þessu hellti ég svo yfir fiskinn.Borðaði soðið spelt og grillað grænmeti með. Alveg ljómandi gott og líka hollt.


Svo eldaði ég alveg geðveikann kjúkling um daginn. Bara með því besta sem ég hef smakkað lengi þó ég segi sjálf frá. Fyrst skar ég kjúklingabringur í litla teninga. Bjó svo til marinade:
15 limeblöð
2 msk fiskisósa
2-3 msk fljótandi hunang
2 hvítlauksrif
1 lítinn smátt skorinn lauk
olíu þar til þetta er orðið fljótandi og dekkar kjúklinginn.

hakkaði limeblöðin fínt ásamt lauknum og hvlauk. Blandaði öllu hinu saman við og maríneraði í tæpan tíma.

Á meðan bjó ég til þessa ægilega góðu dip.

2dl risvinedik
1 dl sykur
þetta tvennt er sett í pott og soðið þangað til þetta fer að þykkna, 10 mín kannski.Svo er þetta kælt og þegar kalt bætti ég út í 1 chili, slatta af fersku koriander og slatta af ósöltuðum peanuts sem ég settí blenderinn í smá tíma.

Svo er kjúklingurinn steiktur á pönnu og borin fram með litlum skálum með chili/peanut dippinu. Þetta var æði.

20.3.09

Þar kom að því

Fékk uppsagnarbréfið á miðvikudaginn. Er með þriggja mánaðar uppsagnarfrest svo að ég vinn út júní og fer svo í sumarfrí og hversu langt það verður veit ég ekki. Nú fer ég að byrja á fullu að hafa samband við atvinnumiðlanir og skoða vinnustaði sem ég gæti hugsað mér að senda umsóknir til. Já lífið er ekki bara dans á rósum.

Þetta var semsagt frétt vikunar. Annars bara voða lítið að segja, er ekkert ægilega frjó í hugsun þessa dagana, er svo mikið að hugsa um framtíðina og hvað sé best fyrir mig að gera og svo verð ég nú að viðurkenna að ég er ægilega lítið spennt í vinnunni!!! Skil ekki að það sé hægt að ætlast til að ég eigi að byrja á nýjum verkefnum og klára þau áður en ég hætti og vinna við þau af fullum krafti. Er ekki alveg að fatta þann hugsunargang. Andlega er ég hætt og eiginlega byrjuð í annari vinnu sem ég á bara eftir að finna. Það tekur tíma en ég er búin að segja að fyrst fór svona á ég eftir að nota hluta vinnuvikunar í vinnuleit og þeir eru svo sem alveg jákvæðir yfir því en frjó í hugsum er ég semsagt ekki og þeir fá trúlega engar góðar hugmyndir frá mér þetta vorið. Verða að hósta þeim upp sjálfir.

Annars farin að hlakka til að það komi vor. Farið að örla á því, sól og 8-9 stiga hiti á daginn en frost á nóttunni. Snjórinn verður kannski farin í byrjun maí. Svei mér þá eftir svona vetur gleymir maður hvernig lífið er án sjó. Svo er brjálað að gera við Dissimils æfingar svo að mitt líf snýst um það þessa dagana.

Lag vikunar er gott lag, ekki beint sama feelgood og lagið í síðustu viku og kannski ekki eins góðar minningar tengdar því heldur. Komst að því að gamall vinur minn hafði tekið mig út af facebook listanum sínum þessa vikuna og ekki nóg með það, hann hafði líka fjarlægt einn dana sem var hans besti vinur þegar við bjuggum öll í Köben. Þetta lag minnir mig alltaf á þennan gamla vin minn en það er nú bara þannig að ekki allir velja sömu leið í lífinu. Þegar við vorum vinir valdi hann leið sem ég og fleiri af hans gömlu vinum áttum erfitt með að sætta okkur við og þar af leiðandi hættu margir að hafa samband við hann. Kannski var það þessvegna sem hann fjarlægði okkur af facebook listanum sínum, sár og svekktur út í fortíðina eða kannski er hann enn í sömu sporunum. Ég vona að hann sé bara sár og svekktur út í okkur en hafi fundið rétta leið í lífinu. Ég á trúlega aldrei eftir að komast að því en þetta lag tileinka ég þessum gamla vini mínum.



Have a nice weekend.

17.3.09

Hvernig má panta pizzu og hafa gaman af..

Hvað er betra á þessum síðustu og verstu tímum að grínast smá í drengstaulanum/stúlklukindinni sem vinnur við að taka pizzapantanir hjá þínum uppáhalds pizzastað. Hér eru nokkur góð ráð til að gera pizzu-pöntun skemmtilegri(fyrir þig).

Ef þú ert með tónvals-síma, þá skaltu ýta af og til á takkana. Biddu síðan manneskjuna sem er að taka við pöntuninni um að hætta þessu.

Notaðu "ýkt" mikið slangur þegar þú pantar pizzuna. ("Meikaðu eina þokkalega feita slæsu með plenty tjís á kantinum ..")

Segðu þeim að senda pizzuna, og spurðu hvort að sendillinn geti komið við á Macdonalds fyrir þig og tekið einn "Big Mac" með fyrir þig í leiðinni.

Ljúktu símtalinu með því að segja: "Mundu .. að við áttum aldrei þetta samtal."

Segðu þeim sem að tekur pöntunina að samkeppnisaðilinn sé á hinni línunni og þú ætlir að taka besta boðinu.

Svaraðu þeirra spurningum með spurningum.

Með mjög blásandi röddu .. segðu þeim að þér sé skítsama um alla næringu og heilsufæði .. þú viljir bara eitthvað hrrrrikalega fitandi.

Segðu þeim að þú viljir hafa skorpuna ofaná í þetta skiptið.

Syngdu pöntunina við eitthvað gott Metallica lag.

Ekki segja hvað þú viljir á pizzuna - heldur skaltu stafa það.

Talaðu mjög smámælt þegar þú segir "sósa" og "ostur" .

Stamaðu á öllum "p" orðum.

Ef þú hringir í Pizza 67 skaltu spyrja hvort viðkomandi viti hvaða tilboð Hrói Höttur er með .... (og öfugt).

Spurðu viðkomandi hvernig hann sé klæddur.

Láttu braka í puttunum á þér þegar þú talar (nálægt símtólinu)

Segðu "halló" ... síðan skaltu þykjast vera undrandi og soldið ruglaður í svona fimm sekúndur .. og láttu síðan líta út fyrir að þau hafi hringt í þig.

Bunaðu út úr þér pöntununni. Ef þau spyrja hvort þú viljir gos með þessu, þá skaltu "panikera" og verða utan við þig.

Búðu til lista yfir mjög framandi álegg. Pantaðu þau sem álegg.

Skiptu um hreim á þriggja sekúndna fresti.

Pantaðu 52 pepperoni sneiðar og láttu raða þeim í blómamynstur á pizzuna.

Láttu sem þú þekkir viðkomandi: "Bíddu ... vorum við ekki saman í Vatnaskógi?"

Byrjaðu pöntunina á því að segja "Ééééég æææætla að fáááá ............" bíddu í smástund, sláðu þig þá í framan og segðu "NEI .. ég ætla ekki að fá það"

Reyndu að leigja þér pizzu.

Spurðu hvort þú megir eiga pizza kassann. Þegar þau segja "já" skaltu þykjast verða rosalega feginn.

Settu ákveðna áherslu á endann á öllum orðum. T.d. "i" í pepperoni .... (Prófaðu ....)

Þegar þú ert spurður hvernig þú viljir pizzuna .. segðu þá "Shaken .. not stirred".


Færðu tólið alltaf lengra og lengra frá eftir því sem líður á samtalið. Í lok símtalsins skaltu færa það snöggt til baka og öskra "BLESSSSS ......." af öllum lífs og sálarkröftum.

Biddu þau um að dobbel tékka á því hvort pizzan sé ekki örugglega dauð þegar hún kemur úr ofninum.

Hermdu eftir röddinni á þeim sem tekur við pöntuninni.

Útilokaðu öll sagnorð þegar þú pantar.

Þegar þú ert spurður "Hvað viltu?" Segðu þá ... "Ehh .. ertu að meina núna .... eða á pizzuna?"

Spilaðu country tónlist á bakvið og talaðu með mjög ýktum western hreim.

Skemmtu þeim sem að tekur við pöntuninni með lítt þekktum staðreyndum úr Country-tónlistar heiminum.

Talaðu stjórnmálalega, og biddu um uppreiknað verð pizzunnar með tilliti til flatra ríkisbundinna vaxta.

Pantaðu sneið .. ekki heila pizzu.

Farðu að hrjóta örlítið í miðri pöntun ... síðan skaltu hrökkva við og segja "Hvar var ég .... hver ert þú?"

Sálgreindu þann sem tekur við pöntuninni.

Pantaðu einhver tvö álegg .. segðu síðan "Nei .. bíddu aðeins .. þau lenda alltaf í slag."

Hringdu og kvartaðu undan þjónustunni. Hringdu 5 mínútum síðar og afsakaðu þig með því að þú hafir verið fullur og ekki meint neitt með þessu.

Notaðu upphrópanir eins og: "Jeremías minn einasti .. " og "Hjálpi mér allir heilagir .."

Biddu um þann sem tók pöntunina þína síðast afþví að "hann skilur mig".

Hugsaðu upphátt um hluti einsog "Þvílík nasahár .. ég ætti að gera eitthvað í þessu".

Spurðu hvort að þetta sé lífrænt ræktuð pizza.

Fáðu upplýsingar um viðhalds og varahlutaþjónustu við pizzuna.

Ef þú ert með tónvalssíma ... ýttu þá á 9-1-1 á 5 sekúndna fresti.

Byrjaðu samtalið á því að segja dagsetninguna og tímann og segðu síðan "Þetta er líklega síðasta pöntunin mín ........"

Pantaðu .. og segðu síðan að þetta samband ykkar komi ekki til með að ná lengra en þetta.

Segðu "Ksssssssssssssssssssssht" frekar hátt í símann ... og síðan "Wowwww .... fannstu fyrir þessu".

Lærðu að spila blús riff á munnhörpu .. stoppaðu reglulega til að spila riffið.

Spurðu hvort að viðkomandi vilji smakka pizzuna þína .. og hvort þú megir smakka uppáhaldstegundina hans.

Hermdu eftir Davíð Oddssyni og segðu að þú viljir ekki að einhver "pizzu-krakka-bólu-fésa-auli fokki upp pöntunninni".

Settu þau á "hold"

Byrjaðu á því að panta sveppi ... í lokin skaltu segja "Og alls enga sveppi". Skelltu á áður en þú færð viðbrögð.

Þegar þau segja verðið, skaltu segja "Whooo ... þetta hljómar alltof flókið .. ég kann ekkert í stærðfræði".

Prúttaðu.

Biddu um tveggja tommu pizzu.

Meðan þú pantar ... skaltu fara í mútur .. skipta oft um rödd .. og verða vandræðalegur.

Láttu mynd með góðu bílaeltingar atriði rúlla í vídeóinu og stilttu hljóðið frekar hátt. Þegar skotið er úr byssu skaltu öskra "ÁÁÁ !!"

Biddu um gufusoðna pizzu.

Ef eitthvað af undanförnu er hafnað af pizza staðnum, segðu þá væminni röddu "Þeir á hinum pizza staðnum leyfa mér alltaf að gera þetta."

13.3.09

Ekkert í fréttum

héðan nema að ég er enn að bíða eftir uppsögn og það snjóaði allann daginn í gær.Hélt ég fengi flog ég varð svo pirruð.Loksins þegar maður var farin að ímynda sér að það kæmi vor einhverntíma kom hörku vetur aftur. Er farin að hata þetta, hvergi hægt að fá bílastæði því það eru snjóskaflar allstaðar og ég er daglega næstum búin að keyra á aðra bíla því það er bara ein akrein í götunni minni núna og svo háir skaflar að maður sér ekki neitt í beygjunum fyrr en maður er næstum búin að keyra á bílinn sem maður er að mæta.Næsta vetur ætla ég að panta snjólausan vetur. Það er svo miklu þægilegra fyrir alla fullorðna og betra fyrir geðið.

Fyrir utan þetta bara nada.Var á símafundi í gær með Dissimilis og List án landamæra og það fer að komast mynd á þessa heimsókn og þegar allt er orðið staðfest segi ég nánar frá hvað er í gangi. Voða spennó samt fyrir okkur.

Hei jú ég er að fara í bíó. Það er hreinlega 1 1/2 ár síðan ég fór í bíó síðast og þá sá ég Indiana Jones!!!! Það er að vísu ekki alveg satt, ég hef farið fullt í bíó en þá hef ég séð barnamyndir(ekki það að Indiana J sé voða fullorðinsleg) svo núna ætla ég að sjá "Menn som hater kvinner" sem er gerð eftir sögu Stig Larson. OOOO ég hlakka svo til. Lisbeth Salander er alveg eins og ég ímyndaðir mér og það gerist nú ekki oft. Svo er ég með gesti á morgun í mat og ég ætla að vera með Dim sum í forrétt en ég á svona bambussteamer svo þetta verður allt gert á réttan hátt. Í aðalrétt verð ég með tvennskonar kjöt, limeblaðkjúkling með hnetu/chili dressing og svo grillað svínakjöt með sate sósu. Hlakka til að smakka þetta en hef ekki eldað kjúllan áður.

Svo er youtube alveg að flippa.Búin að loka á viss lög í allri evrópu og það endar með að ég þarf að syngja sjálf inn á tölvuna og leggja út.Þá held ég nú að fáir nenni að hlusta á föstudagslagið. Spáið í því, föstudagslagið þessa vikuna er Poison í flutningi Helgu Dísar og næstu viku er lagið Woman in love í flutningi Helgu Dísar.OMG hvað það yrði dapurt. Verð að finna eitthvað annað konsept. Get ekki gert ykkur það að sleppa föstudagslaginu. Annars finnast fullt af skemmtilegum idol videoum á youtube og þar er trúlega hægt að finna skemmtileg lög sungin á mismunandi hátt. Spái í því.

Tókst samt að finna lag sem ekki er blokkerað. Gamalt og gott og ég fer alltaf í svona sumarfíling þar sem maður drekkur kælt eplakampavín á heitu sumarkvöldi þegar ég heyri þetta lag. Veit ekki afhverju. Kannski afþví að ég er smá skrýtin!



Góða helgi.

p.s er að spá í að bregða út af vananum og blogga smá í byrjun viku líka. þriðjudögum trúlega og sjá hvernig það gengur.

6.3.09

Helgi framundan

Ekki enn búið að segja mér upp en það verður annaðhvort í dag eða í byrjun næstu viku. Voða gaman að bíða eftir því. Er svona meðal jákvæð yfir möguleikunum á nýrri vinnu en það er verið að segja upp fjölda manns hjá öðrum fjölmiðlum og núna verða margir með atvinnulausir sem vinna við það sama og ég. Kemur í ljós. Verður allavegna nóg að gera við annað því nú er búið að bjóða Dissimilis til Íslands í tengslum við norræna ráðstefnu og nú er verið að vinna í því máli og verið að athuga möguleikana fyrir þessu og ég er semsagt milliliður þarna og túlkur og ef af þessu verður verð ég þá trúlega fararstjóri og reddari. Segi samt frá því seinna þegar ég veit meira og búið er að ákveða þetta. En vá hvað ég hlakka til ef við erum að fara til íslands í haust með Dissimilis.Þá verða allir að koma og sjá þau. Einnig er ég að fara á landsfund samtakana Dissimilis í apríl í Kristianssand og það verður mjög áhugavert, fæ að kjósa og allt! Er einnig að vinna að nýrri vefsíðu fyrir fyrirtækið hans pabba og hanna logo fyrir fyrirtæki hérna úti. Svo er ég að vinna í síðu fyrir sjálfa mig. Og svo var ég að klára grein fyrir blaðið Þroskahjálp.Svo það er svo sem alveg nóg að gera.

Annars bara ekki jackshit í fréttum(ehem sorry!).Orðin alveg DRULLULEIÐ á snjó. Hér hafa 3 húsþök hrunið vegna snjóþunga síðustu vikuna og nú er farið að hlýna og snjórinn aðeins að bráðna og það eru fossar í öllum götum og krakkarnir eru alltaf blaut inn að beini þegar þau koma heim úr skólanum. Hef ekki við að þurka föt og stígvéli. Mikið er ég þakklát fyrir stígvélaþurrkuvélina mína. Algjört möst á hverju heimili.

Rakst annars á þetta á netinu og hér er hægt að prófa heyrnina. Ég komst að því að ég er með ljómandi heyrn því samkvæmt einhverjum kenningum að fólk yfir 25 eða 30 heyri sjaldnar þetta hljóð því það gerist eitthvað í eyranu með aldrinum. Trúi því ekki alveg, grunar að flestir heyri þetta hljóð? Hvað með þig?(ekki gleyma að kveikja á hátölurunum)
Train Horns

Það er orðið erfiðara og erfiðara að finna lag sem hægt er að setja hér á bloggið vegna allskonar hafta sem youtube setur en ég geri mitt besta. þetta lag er frá einum að mínu uppáhalds diskum ever. Verð aldrei leið á honum þrátt fyrir háann aldur(ekki á mér samt). Þegar hann kom út lá ég stundum á sófanum mínum þegar heim var komið frá djamminu og hlustaði á þennan disk áður en ég fór að sofa. Fer alltaf í svona Twin Peaks fíling þegar ég heyri þetta. Fór á tónleika með þeim í Kristjaníu einu sinni og fannst voða skrýtið að það voru hvergi sæti fyrir mann, varð að standa allan tímann. Þetta er ekki stuðtónlist og hálf bjánalegt að standa í 2 tíma og hlusta á svona rólega tónlist en það var nú gaman engu að síður.Elska þetta lag, fæ alveg gæsahúð.



Gróðahelgi alle sammen.

27.2.09

Kreppa

Það kom að því að kreppan næði Noregi og mínu heimili. Er að missa vinnuna. Staðan mín verður lögð niður og ég verð látin fara. Ég varð nú ekkert rosa hissa en hafði samt búist við að ef þetta gerðist yrði það nær sumrinu en þetta. 80% af tekjum fyrirtækisins koma frá auglýsingum og það verður nú að segjast að það hefur verið ansi lítið af þeim hjá okkur síðasta 1/2 árið. Hefði nú kosið að segja upp sjálf en satt best að segja er ég búin að vera óánægð þarna síðan í sumar en hefði samt þraukað. Maður veit ekkert hversu lengi þetta ástand varir og ég get þessvegna endað að vera atvinnulaus lengi og það er verra en að vera óánægður í vinnunni.Ég vona að ég eigi eftir að finna eitthvað flótlega en ég hef ekki áhuga á að vinna í fjölskyldufyrirtæki aftur og hafa son eigandans sem yfirmann.Það er mjög pirrandi oft á tíðum. En allavegna svona er staðan í dag, hætti að vinna í sumar og verð vonandi komin á skrið með eitthvað annað þá eða allavegna vel á veg. Á svona stundum kemur íslendingurinn upp í mér og ég segi bara "Þetta reddast!".

En annars bara veikindi enn og aftur, búin að vera heima alla vikuna með bronkítis og drulluslöpp en fékk á endanum pensilín og er að batna.

Síðustu helgi vorum við í hytte og á sunnudeginum hvarf heimasætan. Sú hafði ákveðið að fara í smá skíðatúr með hund frænku sinnar án þess að láta vita og þegar ég á endanum fann hana var hún búin að skíða 1 km. Ekki skemmtileg upplifun en hún var allveg sallarólega þegar ég spurði hvað hún hefði verið að gera. Jú hún hafði verið í göngutúr með hundinn. En mamma verður hrædd þegar þú ferð án þess að láta vita. Ó fyrigefðu mamma:-) !!


Lag vikunnar er með sjálfustu gæjunum í queen. Ekkert endilega besta lagið þeirra en ég heyrði þetta í útvarpinu um daginn og var alveg búin að gleyma þessu lagi sem ég hafði gaman af í den. Í þessu videoi er Freddie klæddur eins og risarækja með fjöðrum. Frekar furðulegt videó.


góða helgi.

20.2.09

hvað heldur þú?

Nokkru fyrir jól rakst ég inn á blogg á mogganum. Þar skrifaði íslensk kona búsett í bandaríkjunum, einhleyp og barnslaus. Hún var búin að ákveða að binda enda á líf sitt á aðfangadag vegna lífsleiða og vöntunar á einhverju að lifa fyrir. Hún var búin að selja hús sitt og hætt að vinna og flutt á gistiheimili í annari borg. Ég verð nú að viðurkenna að ég varð smá forvitin og las þetta blogg því það er ekki á hverjum degi að fólk skipuleggur brottför sína svona vel og kýs að skrifa um það á opinberum vettvangi en þar sem ég er frekar tortryggin var ég ekkert viss um hvort ég ætti að trúa þessum skrifum en sá samt enga ástæðu til að gera það ekki.

Á meðan hún var að bíða eftir að dagurinn rynni upp(og það var nú töluvert langt í hann) hitti hún mann sem hún svaf hjá og skrifaði eitthvað um það. Hún hélt svo áfram að skrifa og fór að skrifa um barnsæsku sína en hún hafði alist upp hjá fósturforeldrum sem voru vond við hana en höfðu svo framið sjálfsmorð bæði tvö - saman. Svo fór hún að leita að alvöru foreldrum sínum og fann að lokum afa sinn sem sagði henni hvernig kom til þess að hún endaði í fóstri. Kom í ljós á endanum að alvöru foreldrar hennar höfðu drepið fósturforeldrana og stungið af og engin komist að neinu. Þegar hér var komið til sögu var ég orðin ansi viss um að þetta væri allt saman spuni en ákvað nú að kíkja við aftur rétt fyrir jól til að sjá hvernig þetta blogg myndi enda.

Viti menn, kvöldið sem hún ætlaði að keyra á fyrirfram ákveðna staðinn sem hún ætlaði að enda líf sitt lenti hún í bílslysi og slasaðist og var lögð inn á spítala. Þar kom í ljós að hún væri ólétt! Hún hafði samband við þennan mann sem hún hafði sofið hjá og viti menn - hann var ófrjór og hélt ekki að hann gæti átt börn og í þokkabót var að skilja við konuna sína því hann var orðin ástfanginn af þessari konu. Og þegar maður hélt að þetta væri búið þá kom næsta, hún er ólétt af tvíburum. Hvað annað!

Í byrjun var fullt af fólki sem kommenteraði hjá henni og óskaði þess að hún myndi skifta um skoðun og vilja lifa og allt það, eftir jól fór ansi að fækka því mig grunar að ég sé ekki sú eina sem grunaði að þetta væri bara spennandi saga en samt er enn fólk sem er að kommentera og óska henni til hamingju með tvíbbana. Ég verð svona hálf óviss hvað mér á að finnast um að fólk skrifi á blogg á þennan hátt og lætur fólk trúa að þetta sé satt. Líkurnar á að þetta sé satt eru engar því að það er karlmaður skrifaður sem ábyrgðarmaður fyrir þessu bloggi og allir sem eru með íslenska kennitölu geta skráð sig svo ef þessi kona er raunveruleg ætti hún að geta skráð sig sjálf. Hvað finnst þér? Er í lagi að fólk skrifi skáldsögur á bloggi án þess að gera fólki grein fyrir að þetta sé skáldskapur.

Annars bara allt á kafi í snjó og virðist ekkert vera að hætta að snjóa. Snjó-ruslahaugar Oslóar eru að verða fullir en talið er að sá snjór sem er þar núna eigi ekki eftir að bráðna fyrr en með haustinu!Það er ekki lengur hægt að mæta bíl í götunni minni og bílastæðið fer óðum minnkandi. Orðin meterssnjór í garðinu hjá okkur. Þetta er orðið alveg ágætt í bili finnst mér. Erum annars að fara í hytte, vonandi verður enginn veikur í þetta skiftið. Orðin leið á veikindum en Baltasar varð aftur veikur síðustu helgi.

Og eitt enn. Hvernig stendur á því að íslensk vefblöð eru svo lengi að opna síðurnar sínar. Ég les vefblöð frá hinum norðurlöndunum daglega og engin eru svona "slow" eins og þau íslensku! Vísir fær netlesarann minn til að frjósa reglulega.

Lag vikunnar er gamalt og gott og söngvarinn eitthvað með bad hair day!


Góða helgi.

13.2.09

Ojbarasta og ullabjakk

Magakveisa búin að herja á alla fjölskylduna síðan síðustu helgi, fyrst krakkarnir svo húsbandið og svo ég. Upp og niður út og suður og allt það.Versta sem ég veit. Við áttum að fara í hytte um helgina en verðum að sjá hvernig fer með þá ferð því gestgjafinn er búin að liggja með flensu alla vikuna og ég er ekki beint í toppformi. Kannski að það sé í lagi því það er svo hræðilega kallt hérna þessa dagana. Í gær þegar Saga fór í skólann sýndi mælirinn -20 gráður þar og það átti að vera skíðadagur. Þau fóru út en ekki fyrr en um 11 leitið því það var bara of kallt. Þegar er svona kallt frýs í nefinu á manni,maður fær hreinlega með grýlukerti í nös!Ekki á hverjum degi sem það gerist. JC var úti í garði síðustu helgi að saga greinar á stóra trénu okkar sem höfðu brotnað undan sjóþunga og hann óð snjó upp á mið læri. Á sama tíma var 52 stiga hiti í Ástralíu þar sem mágkona mín bjó en hún flutti heim í janúar. Held að 20 stiga frost sé þá betra, get ekki ímyndað mér hvernig 52 stiga hiti er.

Ég lærði nýtt orð í vikunni. Kameltá. Bjarni gamli granni kenndi mér það.Komst að því að ég hef afklæmst all verulega síðan ég flutti frá Íslandi.

Annars er orðið erfiðara og erfiðara að finna lag vikunar því youtube er farin að loka fyrir að maður leggi út fullt af lögum, eða svo er ekkert hljóð á þeim eða svo er ekki hægt að horfa á lögin í þessu og hinu landinu. Ferlega pirrandi.Þegar ég heyrði þetta lag aftur eftir mörg ár var ég alveg hissa að ég kunni tekstann enn og svo man ég ekki stundinni lengur hvað ég gerði í síðustu viku eða bara í gær!



Gæða helgi.

6.2.09

Það er komin föstudagur og flösku ég mér fæ..

Man einhver eftir þessu lagi sem einhver samdi við lagið "Súrmjók í hádegið" og maður söng hástöfum á föstudögum í frystihúsinu? Nei segi bara svona.

Hér er bara annars lítið í fréttum. Hef ekkert merkilegt að segja og þetta verður eflaust mjög andlaus og lítil áhugaverður pistill. Sjáum hvað setur. Annars eru bara vetraríþróttir hér í hámæli. Krakkarnir fara með skíði og skauta í skólann og allt er voða vetrarlegt og kalt. Saga fór á gönguskíði síðustu helgi með okkur, við vorum svo vitlaus að taka ekki með okkur skíði því við ætluðum bara að tölta við hliðina á henni. How stupid! Hún hefur tekið svo miklum framförum síðan í fyrra að hún skíðaði miklu hraðar og betur en áður og þar að auki var svo mikill snjór að við sukkum niður að hnjám sumstaðar. Mægod hvað ég var þreytt eftir þetta ferðalag. Baltasar fer í fullorðinsbrekkurnar eins og ekkert sé og Saga fór í sína fyrstu fullorðinsbrekku í vikunni. Held að mamma gamla verði að taka sig á því ég er lélegust á skíðum í þessari fjölskyldu - en best í eldamennsku, skipulagningu og bakstri!! Við erum að fara 2 helgar í röð í hytte í vetrarfríinu og þá verð ég að taka á stóra mínum og skrönglast í brekkurnar með skíðin og æfa smá. Ég er bara ekki mikil skíðamanneskja í hjarta mínu og það er nú ekki gaman þegar maður býr í Vinter Wonderland. Og ef þú heldur að hytte sé einhver smá kofi uppi í fjalli þá eru báðar þessar stærri en húsið sem ég bý í. Mjög svo villandi finnst mér að kalla það hytte.

Er að skipuleggja sumarfrí í Danmörku í júlí. Búin að panta far og ekki seinna vænna því það var að verða fullt. Geggjun segi ég nú bara. Verðum rétt fyrir utan Aarhus í bústað rétt hjá strönd svo að það er ekki verra ef það verður sól. Verðum svo nokkra daga á Samsö þegar þessi vikudvöl í bústað er lokið. Hefur alltaf svo langað að vera á danskri eyju í smá tíma og kobla mig út úr stressinu og bílívjúmí vikan á Jótlandi verður ekkert sumarFRÍ. Búið að lofa ungviðinu bæði Legolandi, Sommerland og Givskud Zoo. Fyrir utan þessa viku er ekkert búið að skipuleggja meira af fríinu en ef maður ætlar að fá far með ferjum og sumarhús á sæmilegu verði er það núna sem maður verður að ákveða sig. Norðmenn eiga eftir að ferðast meira um norðurlöndin í ár en önnur ár vegna kreppu og þá flykkjast allir til DK í von um betra veður og ódýrari bjór. Hann er það nú ekkert lengur, það er bara svo hyggelig i Danmark. Búin að ákveða að kaupa súkkulaði álegg, svona plötur eins og við borðuðum á rúgbrauð meðan ég bjó þar. Það er svo gott saman. Mikilvægt að skipuleggja svona hluti ! Svo ætla ég líka að vera brún og líta út eins og fyrirsæta - ekki Kate Moss samt. Mér hefur aldrei fundist hún flott eða falleg.

Merkilegt að ég hef aldrei neitt að segja en þegar ég kemst í gang þá er ég alveg óstöðvandi, það sem er hægt að blaðra um allt og ekkert. það kjaftar á manni hver tuska. Hvernig ætli ég verði þegar ég verð búin með þessa flösku !!!

Jæja þá er komið að rólega lagi vikunnar. Búið að vera uppáhaldslagið frá það kom út, verð svo vær þegar ég heyri það.( Vissir þú að þetta lag kom út á Agnetha Faltskogplötu(cd) úr Abba hér áður fyrr? - já svona veit ég mikið).



Gleðilega helgi.